Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 2
2 Fjarðarpósturinn Eirts og undanfarin ár mun Skátafélagið Hraunbúar selja skátaskeyti alla fermingardagana. Bæjarbúar eru hvattir til að senda skátaskeyti til nágranna sinna og vina sem nú eru að fermast. Öll fermingarbörn i Hafnarfirði fá skrautritaða skeytamöppu og kveðju frá skátafélaginu. Afgreiðsla skátaskeytanna verður i Skátaheimilinu Hraun- byrgi við Hraunbrún alla fermingadaga frá kl. 9-17 en einnig er tekið við pöntunum i sima 565 0900. Hvert skeyti kostar 400 kr. Bæjarráð Styrkbeiðni Sverris Ólafssonar hafnað Baejarráð hafnaöi á fundi sínum í síöustu viku bciöni Sverris Ólafssonar uni styrk til að standa straum af kostnaöi viö máisvörn í meiðyrðamáii, scm Jóhann G. Bergþórsson hefur höföaö gegn Sverri. Bæjarráð gerði umsögn bæjar- lögmanns að sinni, en í umsögn hans er komist svo að orði, að „þar sem umijöllun og gagnrýni styrkbeiðanda í máli þessu er hvorki framkomin fyrir störf hans fyrir Hafnarfjarðarbæ eða að beiðni bæjarins, mæli ég með því að beiðni hans um umbeðinn styrk verði hafnað.“ i erindi sínu rökstuddi Sverrir Ólafsson beiðni sína um málsvarnarstyrk m. a. á þá leið, að það hlyti að vera bæjarstjórn Hafnarfjarðar áhyggjuefni ef bæjarbúum væri stefnt fyrir rétt fyrir að halda uppi sjálfsagðri og eðlilegri gagnrýni á störf þess bæjarfulltrúa sem hér um ræddi jafnt og annarra sem gegndu slíkum opinberum störfum. „Eðli málsins samkvæmt tel ég sjálfsagt og eðlilegt að bæjaryf- irvöld verji rétt borgaranna til að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til málfrelsis og skoöana- frelsis. Ég vitna þar til mannrétt- indasamþykktar Sameinuðu þjóðanna, Evrópudómstólsins, jafnt og Stjórnarskrár íslands. Það er von mín og vissa, að bæj- aryfirvöld taki þessa beiðni mína til gaumgæfilegrar umræðu og afgreiðslu með mannréttindi og lýðræði að leiðarljósi," sagði Sverrir einnig í erindi sínu. Norræna félagið, Hafnarfirði Vinabæjamót í Uppsölum í maí Vinabæjamót veröur hald- iö í háskólahorginni Uppsöl- um í Svíþjóö dagana 8. - II. maí nk. Mótiö veröur meö liefð- bundnu sniöi, þ. e. fjallaö veröur unt norræna sam- vinnu, 16-18 ára iingmcnni frá Hafnarfirði og Uppsölum koma fram og leggja sitt af mörkum og fleiri uppákom- ur veröa. Þeir sem áliuga hafa á þátttöku geta fengiö nánari upplýsingar hjá formanni Norræna félagsins í Hafnar- firði, Barbro Þórðarson í sínta 555 1493. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Flensborgarar sterkir sem fyrr -áttu þrjá af fjórum efstu mönnum í úrslitakeppninni Undanfarin ár hafa margir efnilegir stærðfræðinemar verið innan veggja Flensborg- arskólans og varla er nú hald- in svo keppni á þessu sviði, aö Flensborgarar skipi sér ekki í fremstu röð. Sú varð einnig raunin um síð- ustu helgi. Þá fór fram úrslita- keppni Stærðfræðikeppni fram- haldsskólanema á vegum ís- lenzka stærðfræðafélagsins og Félags raungreinakennara en keppni þessi hefur nú verið haldin í 13 ár. Þeir Hannes Helgason, Stefán Freyr Guð- mundsson og Marteinn Þór Harðarson voru í 2., 3. og 4. sætum en sigurvegari varð Kári Ragnarsson úr MH. Þá varö Finnbogi Óskarsson úr Flens- borg í 11.-12. sæti og Brynjar Grétarsson í því 13. Alls tóku 26 framhaldsskólanemar þátt í úr- slitakeppninni og Flensborg átti því 6 nemendur í efri helmingn- um. Úrslit voru tilkynnt sunnu- daginn 16. mars og afhenti menntamálaráðherra verðlaun á hátíðarsamkomu Háskóla ís- lands. Tíu efstu keppendunum verð- ur boðið að taka þátt í tíundu norrænu stærðfræðikeppninni sem fram fer þann 9. apríl nk. Að henni lokinni verður landslið íslands valið sem keppir á Olympíuleikunum í stærðfræði í Mar del Plata í Argentínu næsta surnar. Norðurbær og Alftanes Rafmagns- truflanir brátt úr sögunni Rafveitunefnd samþykkti í síöustu viku að leggja svo- kallaöa Álftaneslínu í jörö í sumar. Kostnaður við fram- kvæmdina er áætlaður uni 10 milljónir kr. að mcðtal- inni spennistöö að sögn Jóns Gcsts Hermannssonar hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Með þessari framkvæmd er vonast til að truflanir á raf- magnsafhendingu í hluta Norðurbæjar heyri sögunni til. Hluti af Noðurbænum hefur fengið rafmagn frá sama streng og Garðaholt og Álfta- nes og um langt árabil hafa íbúar á þessu svæði mátt búa við tímabundið rafmagnsleysi og ljósagang í vetrarveðrum, þegar slydda, krapi og selta liafa hlaðist á línuna. Þegar Álftaneslínan verður komin í jörð munu þeir íbúar i Norðurbæ, sem búið hafa við sörnu truflanir og íbúar á Álftanesi, því búa við sama afhendingaröryggi í raf- magnsmálum og aðrir íbúar bæjarins . Um er að ræða jarðstreng sem er um 3,5 km að lengd og ntun hann liggja frá Herjólfs- braut út að Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi. Ráðgert er að hefja fram- kvæmdir í vor um leið og frost er farið úr jörðu og á að ljúka þeim í sumar. Flensborgararnir sem stóðu sig svo vel í úrslitum Stærðfræði- keppni framhaldsskólanna um síðustu helgi voru heiðraðir með blómum fyrir frammistöðuna á sal Flensborgarskólans á mánudag. K Gaflarinn... Rækjukokteill? Gaflari dagsins er frá þeim tíma þegar vígsla álversins í Straumsvík stóð fyrir dyrum. Von var á mörgu fyrirmenni, innlendu sem erlendu, og liður í vígsluhátíöinni var veisla í boöi Hafnarfjaröarbæjar. Það koni í hlut cins af fyrir- mönnum bæjarstjórnar á þess- um tíma, Árna Gunnlaugssonar, sem nýlega varð sjötugur, aö skipuleggja veisluna í samstarfi viö ágætan veitingamann í bæn- um, Birgi Pálsson, en Árni er eins og menn vita hvoru tveggja í senn fljótráöur og bindindis- maöur fram í fingurgóma. Nú líður að veislu og fyrir lá að ákveða matscðilinn. Birgir og Árni hittast og sá fyrrnefndi stingur upp á því við Árna, hvort ckki sé viö hæfi að liafa rækjukoktcil í forrétt, eins og þá var vinsælt. Árni var fljótur til svars eins og vænta mátti og svaraði aö bragði: Nei, nei, það verður ekkert áfengi veitt í þess- ari veislu ...! dagsannur - og rúmlega það!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.