Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 6
6 Fjarðarpósturinn Útgefandi: ALMIÐLUN ehf, Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður. Framkvæmdastjóri: Sæmundur Stefánsson. Stjórnarformaður: Óli Jón Ólason. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Sæmundur Stefánsson. Markaðs- og auglýsingastjóri: Óli Jón Ólason. Fjármálastjóri og innheimta: Steinunn Hansdóttir. SÍMAR: Ritstjórn: 565 1766; augiýsingar: 565 1745, símbréf: 565 1796 Umhrot: Alntiðlun. Upplag: 6700 eintök; Dreifing: Póstur og sími. Prentun: Steinmark. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraósfréttablaða. Sameining án sameiningar Það er athyglisvert, þegar hugsað er til allrar þeirrar hagræð- ingarumræðu sem gegnsýrt hefur þjóðfélagið á undanförnunt árunt, hve sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt hjá sér að ræða raunverulega sameiningu sveitarfélaganna á svæðinu og þá augljósu hagræðingu og sparnað sem hún myndi hafa í för með sér. Þess vegna vakti það athygli, þegar frá því var sagt í síðustu viku, að Reykjavík og Kjalarnes hefðu gert með sér samkomu- lag um að kanna möguleika á sameiningu þessara tveggja sveit- arfélaga. Stóri bróðir í þessu tilviki, Reykjavík, er að komast í vandræði með byggingarland og Kjalarnes er lítil og lítils megn- ug eining af sveitarfélagi að vera og því auðsætt að báðir aðilar munu hafa hag af. Hvort þetta er fyrirboði frekari tíðinda á þess- um vettvangi skal ósagt látið. Nú er reyndin sú, að samstarf sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, ýmist allra eða hluta þeirra, er mikið og fer vaxandi ef eitthvað er. Samstarfið sést í mörgu og sameiningin er þegar til staðar á mörgum sviðum. Hitaveita Rcykjavíkur selur Kópavogi og Hafnarfirði heitt vatn, sem Reykjavíkurborg hefur reyndar misnotað sér gróflega gegnum afgjaldstöku ef tnarka má þá Eyjólf Sæmundsson og Gísla prófessor Jónsson. Heilsugæsla Hafnaríjarðar og Bessastaðahrepps er sameiginleg. Kópavogur og Garðabær hafa áhuga á að stofna til sameiginlegrar vatns- veitu með Hafnfirðingum. Reykvíkingar og Hafnfirðingar hafa nú um nokkurt skeið rætt sameiningu slökkviliða sveitarfélag- anna. Almenningssamgöngur eru reknar af sameiginlegu byggðasamlagi. Landfræðilega eru þessi sveitarfélög runnin saman í eitt og það eru einungis vel upplýstir sveitarstjórnar- menn sem hafa hugmynd um hvar landamerki þessara sveitarfé- laga liggja. Auðvitað vilja Hafnfirðingar áfram vera Hafnfirðingar og Garðbæingar Garðbæingar o. sv. frv. Stærsta og erfiðasta spurn- ingin sem sveitarstjórnarmenn á svæðinu standa framrni fyrir og þeir vilja ekki horfast í augu við enn sem komið, og ef til vill um fyrirsjáanlega framtíð, er sú hvort þeir séu tilbúnir til að af- sala sér völdum og leggja sjálfa sig niður í núverandi mynd. Fagra veröld Það er alltaf ánægjulegt þegar maður fær tilefni til að hneyksl- ast. Skrifari var svo heppinn að fá slíkt tilefni, þegar hann rak augun í auglýsingu í sunnudagsmogganum með fyrirsögninni Fagra veröld. Þar var, að því er best er vitað, ferðaskrifstofa á vegum smekkmannsins og fagurkerans Ingólfs Guðbrandssonar að vísa til ferðabæklings með sama hciti. Fagra veröld er eins og allir vita heiti á Ijóðabók sem Tómas Guðmundsson gaf út fyrir nokkrum áratugum. Einhvern veginn finnst manni að heiti hugverka genginna góðskálda eigi aö fá að vera í friði fyrir aug- lýsingamennsku, þótt fátt sé heilagt nú á tímum, og jafnvel þótt smekkmenn og fagurkerar eigi hlut að máli. Sœmundur Stefánsson Glæsilegur árangur SH á Innanhússmeistaramóti Islands í sundi Karakter, yfirburðir og glæsileiki -segir formaðurinn, Magnús Þorkelsson Metaregn „Metunum byrjaði að rigna strax á fostudeginum og það ætlaði aldrei að t hætta. Þegar upp var stað- ið lágu 26 met. Þar af voru 8 í opnum flokki - SH átti fimm, og 18 met í aldursflokki og þar af átti SH helming. Hjalti setti met bæði í 100 og 200 m bringusundi og tvíbætti met- ið í 200 metrunum sama dag- inn. A-karlasveit SH, sem Orn, Hjalti, Davíð Freyr og Ómar Hjalti Guðmundsson á palli i 100 m bringusundi eftir nýtt ís- landsmet. Þorvarður Sveinsson til hægri en Magnús Konráðs- son t. v. Örn Arnarson, sigurvegari i 100 m baksundi á nýju piltameti. Snævar skipuðu, setti líka meta í 4x100 m fjórsundi. Hjalti fékk utanlandsferð frá Flugleiðum fyrir tvö samanlögð stigahæstu sund mótsins," sagði Magnús einnig. „Sundfélag Hafnarfjarðar sýndi það og sannaði um helg- ina, að það er besta sundfélag landsins í dag,“ sagði Magnús Þorkelsson, formaður SH, him- inlifandi eftir glæsta för SH- inga á Innanhússmcistaramót- ið í sundi, sem haldið var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Magnús hefur líka ástæðu til að gleðjast yfir árangri sund- fólksins: „SH-ingar settu 14 met, unnu 19 gullverðlaun og áunnu sér sex sæti í Sntáþjóðaleika- landsliði íslands og ijögur í ung- lingalandsliðinu. Er hægt að fara fram á meira,“ spyr Magnús. BRG.ÐRAB0RC SPARIS. 'VESTM. (fS KÖKUh FtRDAÞJÓNUSTA UESTMANNAEVJA SH-hópur á bakkanum i Vestmannaeyjum. Sparisjóðurinn újafabréf verða æ vin- sælli fermingargjöf Undanfarin ár hefur Spari- reikninginn. Þeim, sem velja sjóður Hafnarfjarðar boðið þessa leið, gefst kostur á að af- þeim sem vilja að stofna reikn- henda fermingarbarninu ing í nafni fermingarbarns og gjafabréf með texta að eigin •eggja fyrsta innlegg inn á vali. Að sögn Jóhanns Halldórsson- ar, markaðsstjóra Sparisjóðsins, hefur það færst í vöxt að fólk nýti sér þennan möguleika til fermingargjafa, „enda er þetta verðmæt fermingargjöf sem nýt- ur góðrar ávöxtunar hjá Spari- sjóðnum," segir Jóhann. „Eg vil benda þeim sem hafa áhuga á að nýta sér gjafabréfin að hafa sam- band við afgreiðslufólk okkar eða þjónustufulltrúa en við get- urn úbúið bréfin á skömmum tíma.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.