Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 2
Söguþráður Vesalinganna Allur texti verksins er sunginn, og því getur verið gott fyrir þig að kynna þér söguþráðinn áður en þú ferð á sýninguna. FYRSTI ÞÁTTUR Jean Valjean (Þór Breiðfjörð), fangi númer 24601, er látinn laus úr fang­ elsi til reynslu eftir 19 ára þrælk­ unar vinnu. Javert fang elsis stjóri (Egill Ólafs son) skipar honum að bera gult vega bréf til vitnis um að hann sé glæpa maður. Valjean var á sínum tíma dæmdur í fangelsi fyrir að stela brauði handa hungr uðu barni, en refsing hans var þyngd í kjölfar flótta tilrauna. Þótt hann sé nú laus úr fangelsi er hann brenni merktur glæpamaður og útskúfaður úr sam­ fé laginu. Biskupinn af Digne er sá eini sem sýnir honum velvild, en Valjean endurgeldur honum gest risn­ ina með því að stela frá honum silfri. Lög reglan nær Valjean en honum til mikillar furðu segir bisk upinn lög­ regl unni ósatt til að bjarga honum. Jean Valjean ákveður að rífa gula vega bréfið og hefja nýtt líf. Átta ár eru liðin. Jean Valjean gengur nú undir nafn inu Monsieur Made­ leine, og er orðinn verk smiðju eig andi og borgarstjóri. Ein af verka kon­ unum sem vinna hjá honum, Fantine (Valgerður Guðnadóttir), á óskilgetna dóttur. Hinar verkakonurnar ásaka hana ranglega um að stunda vændi, til að geta sent fósturforeldrum barnsins peninga, og krefjast þess að henni verði sagt upp. Það kemur til átaka og Valjean felur verkstjóra sínum að úrskurða í málinu. Verk­ stjórinn, sem hefur reynt að fá Fantine til við sig án árangurs, hefnir sín á henni með því að reka hana. Fantine tekst ekki að útvega fé til að kaupa lyf handa dóttur sinni og í örvæntingu sinni selur hún háls ­ men sitt og hár. Niðurlæging hennar verður alger þegar hún slæst í hóp vændiskvenna. Hún lendir í slags­ málum við ágengan viðskipta vin. Fangelsis stjórinn fyrrverandi Javert, sem nú er orðinn lög reglu stjóri en áttar sig ekki á því hver borgar stjór­ inn í raun og veru er, ætlar að varpa henni í fangelsi en „borgar stjórinn“ segir að frekar ætti að flytja hana á spítala. Vegfarandi verður fyrir hestvagni. Jean Valjean bjargar honum með því að lyfta vagninum af honum. Þetta atvik leiðir huga Javerts að hin um fíl sterka fanga númer 24601 og hann segir „borgarstjóranum“ að sá flótta­ maður hafi nýlega náðst og verði varpað í fangelsi á ný. Valjean vill ekki að annar maður sitji í fang elsi í hans stað, og játar að hann sé fangi númer 24601. Á spítalanum lofar Valjean Fantine því að finna dóttur hennar Cosette og sjá fyrir henni. Fantine deyr. Javert kemur til að handtaka Valjean, hann biður um frest til að bjarga barninu. Javert neitar og Valjean flýr. Cosette er í fóstri hjá kráareig and­ anum Thénardier (Laddi) og konu hans (Margrét Vilhjálmsdóttir). Þau koma illa fram við barnið og þræla því út en dekra dóttur sína Éponine. Cosette lætur sig dreyma um betra líf. Frú Thénardier sendir hana út í skóg um kvöld að sækja vatn. Þar finnur Jean Valjean hana. Hann borgar Thénardier­hjónunum fyrir að leyfa sér að taka Cosette með sér til Parísar. Níu ár eru liðin. Það er mikil ólga í París því að Lemarque hershöfðingi, eini maðurinn í ríkis stjórn inni sem lætur sig málefni fátæklinganna varða, liggur fyrir dauðanum. Krá are ig andinn fyrrverandi Thén­ ardier er nú forsprakki þjófa gengis. Þjófarnir sitja fyrir Jean Valjean og Cosette (Vigdís Hrefna Pálsdóttir) og ætla að ræna þau. Vasa þjóf urinn Éponine (Arnbjörg Hlíf Valsdóttir), dóttir Thénardiers, reynir að afstýra því að vinur hennar, námsmaðurinn Marius (Eyþór Ingi Gunnlaugsson), verði viðstaddur yfir vof andi átök, en hann rekst á Cosette og verður ást­ fang inn við fyrstu sýn. Thénardier áttar sig á að Valjean er maðurinn sem tók Cosette níu árum fyrr. Javert lögreglustjóri kemur aðvífandi og stöðvar átök á milli Valjeans og Thén­ ardiers en ber ekki kennsl á Valjean fyrr en um seinan. Einn og hugsi í nóttinni dáist Javert að stjörnunum og reglufest unni í himin geimnum. Það er um að gera að tryggja sér miða tímanlega, því Vesalingarnir verða aðeins sýndir fram í júní. Sýningin verður ekki tekin upp aftur í haust. Söngleikurinn Vesalingarnir var frum sýndur í London árið 1985 og sló samstundis í gegn. Hann hefur verið sýndur í fjölmörgum löndum og sópað að sér verðlaunum. Vesalingarnir er sá söngleikur sem hefur verið lengst samfellt á fjöl­ unum í heiminum. Verkið hefur verið þýtt á 21 tungu mál, sett upp í 43 löndum og um 60 milljónir manna hafa séð það. Þór Breiðfjörð (Jean Valjean) útskrifaðist úr söngleikjadeild Arts Educational London Schools 1997 og hefur komið fram í fjölda söngleikja í Bretlandi, Þýska landi og Skandi navíu. Meðal hlutverka sem hann hefur farið með eru Jean Valjean, Javert, Enjolras og biskupinn af Digne í Vesa ling­ unum. Ekki missa af einum vinsælasta söngleik allra tíma! Stórsýning í Þjóðleikhúsinu Stórkostleg tónlist!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.