Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 63

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 63
Söguþráður Vesalinganna Éponine er ástfangin af Mariusi á laun, en sam þykkir að finna Cosette fyrir hann. Á litlu kaffihúsi hittist hópur bylt­ ingar sinnaðra námsmanna undir forystu Enjolras (Jóhannes Haukur Jóhannesson). Fréttir berast af láti Lemarques og náms menn irnir hvetja alþýðuna til uppreisnar. Cosette er orðin ástfangin af Mari­ usi. Éponine vísar Mariusi veginn heim til Cosette. Hún kemur í veg fyrir að þjófagengi föður hennar ræni hús Valjeans. Valjean er sann færður um að Javert hafi verið á ferð inni og segir Cosette að þau verði að flýja úr landi. Uppreisn er yfirvofandi og persónurnar búa sig undir nóttina hver með sínum hætti. Valjean undir býr brottför, Cosette og Marius kveðjast, Éponine harmar það að Marius skuli elska aðra konu, Enjolras hvetur íbúa Parísar til bylt ingar, Javert dulbýr sig sem upp reisn armann og Thénardier­ hjónin hlakka til að ræna lík þeirra sem munu falla í átökunum. ANNAR ÞÁTTUR Námsmennirnir reisa götuvígi. Mar­ ius sendir Éponine burt með bréf til Cosette, en Valjean fær það í hendur og uppgötvar að Marius og Cosette unnast. Éponine vill vera hjá Mariusi við götuvígið og heldur þangað þótt Marius hafi beðið hana að halda sig fjarri átökunum. Þjóðvarðliðar hóta uppreisnar­ mönnum dauða gefist þeir ekki upp. Götustrákurinn Gavroche afhjúpar Javert sem njósnara. Éponine verður fyrir skoti og deyr. Valjean kemur að götuvíginu í leit að Mariusi. Hann veitir uppreisnar­ mönnum öflugt liðsinni og fær að ráða örlögum svikarans Javerts að launum, en hann lætur hann laus­ an. Náms mennirnir ætla að vera við götuvígið yfir nóttina. Valjean biður Guð að vernda Marius. Í áhlaup inu næsta dag ætlar Gav­ roche að útvega skothylki en er skot inn til bana af þjóð varðliðum. Allir uppreisnarmennirnir láta lífið í bar dag anum, fyrir utan Marius sem er illa særður. Valjean bjargar honum með því að bera hann með­ vitundar lausan burt í gegnum hol­ ræsi borgarinnar. Þrátt fyrir háan aldur er Valjean enn feykilega sterkur en á endanum hnígur hann í ómegin. Thénardier rænir lík upp­ reisnarmanna og nær hring af fingri Mariusar. Javert situr fyrir Valjean þegar hann kemst út úr holræsunum, með Marius á bakinu. Valjean biður Javert að leyfa sér að fara með unga manninn á spítala og Javert verður við bón hans. Javert á í miklu hugarstríði. Innra með honum takast á þakklæti í garð Valjeans sem hefur þyrmt lífi hans og hlýðni hans við lög og reglur. Spurningar um rétt og rangt í lífinu eru flóknari en hann hafði fram að því talið. Hann ákveður að taka líf sitt og kastar sér í Signufljót. Konur, mæður og systur syrgja fallna ástvini. Cosette hjúkrar Mari­ usi. Hann syrgir vini sína. Hann veit ekki hver bjargaði honum. Valjean trúir Mariusi fyrir því að í raun sé hann fyrrverandi fangi og hund eltur. Hann biður hann að halda þessu leyndu fyrir Cosette, og segir honum að hann ætli að láta sig hverfa án þess að kveðja hana, svo hún verði óhult. Valjean leynir Marius því að hann hafi bjargað lífi hans. Í brúðkaupi Mariusar og Cosette reyna Thénardier hjónin að kúga fé af Mariusi með því að halda því fram að Jean Valjean, fósturfaðir Cosette, sé morðingi, Thénardier hafi séð hann draga á eftir sér lík í hol ræs unum nóttina sem götuvígið féll. Þessu til sönn unar dregur Thénardier fram hring sem hann tók af fingri „líksins“. Marius þekkir hringinn og áttar sig á því að það var Valjean sem bjargaði lífi hans þessa nótt. Þau Cosette hafa uppi á Valjean, sem bíður dauðans einn síns liðs, farinn að heilsu. Cosette fær nú í fyrsta sinn að vita sann leikann um móður sína og upp­ runa sinn. Svipir Fantine og Éponine leiða Valjean inn í eilífðina. Umfangsmesta sýning síðari ára Síðustu vikur og mánuði hefur Þjóðleikhúsið verið undirlagt frá anddyri upp í rjáfur af þessu risavaxna verkefni, en sýningin á Vesalingunum er ein sú umfangs mesta í húsinu frá upphafi. Um 70 manns koma að hverri sýningu enda margir þræðir sem þurfa að tvinnast saman svo allt gangi upp. Sem dæmi um umfangið má nefna að þeir 26 leikarar sem fara með hlutverkin á sviðinu undir styrkri stjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur, klæðast 225 búningum. 14 manna hljómsveit sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stýrir er í gryfjunni og um 30 starfsmenn baksviðs og allt um kring. Tækni­ og hljóð vinnslan er flókin, en meðal annars verður vígður á sviðinu nýr 25 fermetra led­skjár. Vesalingarnir voru frumsýndir í Þjóðleikhúsinu árið 1987 og fengu frábærar viðtökur, en sýningar gestir voru yfir 35 þúsund. Í þeirri uppfærslu léku tveir af leik ur unum í sýn ing­ unni nú, þau Egill Ólafsson sem lék Javert og Ragnheiður Steindórs dóttir sem lék Fantine. Mögnuð saga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.