Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 31
Krumma Er með frábært úrval af þroskandi og fallegum leikföngum fyrir flotta krakka. Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is 30% Afsláttur af LEGO stafasettinu & LEGO vélasetti 2. og 3. mars. arar þurfa að vera reiðubúnir að lesa út úr ólíkum menningarheimum. Ameríkaninn er mjög jákvæður. Allt er frábært og þá þarf að lesa úr því hvort frábært þýði allt í lagi, gott eða í raun frábært. Það getur verið erfitt að segja til um það.“ Skrimtir á milli verkefna Fundir og leikprufur og von um „Call Back“. Um það snýst lífið í Los Angeles, þar sem Þorvaldur Davíð og unnusta hans Hrafntinna Karlsdóttir búa um þessar mundir. Hann er með umboðsmann og bíður eftir fyrsta bitastæða hlutverkinu ytra. Hún er í fjarnámi í lögfræði. Hann útskrifaðist úr Julliard í maí á síðasta ári og segist taka einn dag í einu þegar kemur að bók- haldinu og fjárútlátum á meðan verkefnin eru stopul. „Það er ekkert grín að koma úr fjögurra ára námi í Ameríku, og það þótt ég hafi verið svo heppinn að vera á skólastyrk. Uppihaldið var fengið að láni hjá LÍN og greitt með yfirdrætti. Það var nokkrum sinnum í lok mánaðar sem ég átti ekki krónu. Eina vikuna borðaði ég hrísgrjón með sultu. Það var það sem var til.“ Hann notar íþróttasálfræði til þess að takast á við samkeppnina um hlutverkin. „Ef þú ert útlitslega réttur eða hefur „talent“ sem sigrar útlit ertu boðaður aftur í prufu,“ segir hann. „Ég veit að goggunarröðin er sú þegar sóst er eftir leikurum í stórhlutverk að stórstjörnurnar standa framar. Þeim fylgir fjármagn og þá er hægt að framleiða myndina. Það er oft erfitt að brjóta ísinn, en þegar það tekst eykst eftirspurnin.“ Fyrsta stórhlutverkið eftir nám Og hann er bæði til í að glíma við hlutverk í kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. „Já, ég er opinn fyrir góðum hlutverkum enda stend ég mig best í því sem ég fíla.“ Hann telur sig ekki í tímaþröng þegar kemur að verkefnum úti. Hann sé lánsamur að geta búið í sólinni í Los Angeles, í nálægð við bandarískan kvik- myndaiðnað, en er þó alltaf verið með annan fótinn hér heima. Þorvaldur Davíð er kominn til landsins til þess að vera viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinnar Svartur á leik, þar sem hann leikur eitt aðalhlut- verkið; Stebba „Psycho“ frá Ólafsvík sem leiðist út í fíkniefnaneyslu og kynnist undirheimunum. En hvar sést hann næst? Það kemur í ljós, því þrátt fyrir að Hollywood-handritið liggi í aftursætinu, er ekkert í hendi, segir hann. „Maður veit aldri hvað gerist þótt það sé á góðu stigi. Það hefur gerst áður að svona hefur ekki gengið upp. Maður lærir það líka fljótt í þessum bransa að taka engu sem gefnu. Það er ekkert í hendi fyrr en málin hafa verið kláruð og maður stendur fyrir fram- an vélina. Og það gerist – einhverntímann.“ Auðmýktin sigrar heiminn að lokum og það að þú vitir að þú eigir eftir að læra meira ætti að kenna þér auðmýkt og að spyrja fleiri spurninga og verða betri. Lj ós m yn d/ H ar i Kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd í dag, 2. mars, hér á landi. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð- um. Bæði í Hollandi og Þýskalandi. Hún keppti í fimmtán kvikmynda flokki í aðalkeppni Tiger Awards – Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Rotterdam. Gekk vel, að sögn Þorvaldar Dav- íðs Kristjánssonar, eins aðalleikara myndar- innar, og fékk bestu viðbrögð áhorfenda af myndunum sem kepptu í þeim flokki. Einkunin var 4,4 af 5 mögulegum. Uppselt var á allar sýningar. Í kjölfarið sóttu aðstand- endur myndarinnar kvikmyndahátíð í Berlín og þar var hún valin ein af átta mest spennandi myndum hátíðarinnar af virtu kvikmynda- tímariti. Þorvaldur Davíð leikur Stebba „Psycho“, drykkfellt grey frá Ólafsvík. Hann kemst í kast við lögin eftir viðburðaríkt kvöld á djamminu. Hann kynnist Tóta, sem er upprennandi undir- heimaglæpon, sem ætlar að sölsa undir sig fíkniefnamarkaðinn og gerist bílstjórinn hans. Myndinni er ætlað að fjalla á raunsæjan hátt um skipulagða glæpastarfsemi á Ís- landi í blálok 20. aldar. Tóti ræður Stebba sem bílstjóra fyrir gengið og er honum fylgt eftir í gegn um þessa hröðu framvindu þar sem skikki er komið á fíkniefnasölu í Reykja- vík og þar leikur hann mikilvægt hlutverk. Hlutverk Stebba Psycho er fyrsta aðalhlutverk Þorvaldar Davíðs frá útskrift úr Julliard- leiklistaskól- anum vorið 2011. „Ég hafði séð nokkur drög að myndinni og er mjög sáttur við lokaútgáf- una. Það var ekki létt verk að gera 500 blaðsíðna bók að 100 mínútna kvikmynd.“ Myndinni leikstýrir Óskar Þór Axelsson og er handritið unnið úr samnefndri metsölu- bók Stefáns Mána frá árinu 2004. - gag Svartur á leik: Fyrsta aðal- hlutverk Þorvaldar Davíðs eftir út- skrift Þorvaldur Davíð í hlutverki Stebba „Psycho“ í myndinni Svartur á leik. Sjá einnig dóm um myndina á síðu 48. viðtal 29 Helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.