Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 50
42 matur og vín Helgin 22.-24. júní 2012 TEMPL ARASUND 3 … 101 REYKJAVÍK … W W W.BERGSSON.IS OPNUM 17. JÚNÍ. VERIÐ VELKOMIN AÐ TEMPLARASUNDI 3. EINFALDUR. HÆGUR. NÆRANDI. BRAGÐGÓÐUR. ÁRSTÍÐABUNDINN. BEINT FRÁ BÓNDA. ELDAÐUR AF ÁSTRÍÐU. ÚR GÓÐU HRÁEFNI. SEM ÞÚ BORÐAR AFTUR & AFTUR. Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP. ÞAÐ ER OKKAR MATUR. … R óbert Einarsson er grafískur hönnuður sem útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrra. Loka- verkefni hans var að hanna nýtt vörumerki og gera vöru- umbúðir frá a-ö. Hann var ekki í vafa þegar kom að því að velja vöruna sem hann vildi hanna fyrir, bjór skyldi það vera. Róbert stefndi að því frá byrjun að láta þetta verk- efni ekki daga uppi sem útskriftarverkefni heldur vildi hann hanna vörumerki sem á endanum færi á markað fyrir alvöru. Hann setti sig því í samband við Ölgerðina til að kynna sér allt við framleiðslu bjórs en þar á bæ voru menn spenntir fyrir verkefninu og til í að aðstoða Róbert í ferlinu. Róbert lagði mikið í að finna nafn og einkenni vörumerkisins. Hann bjó til rýnihópa eins og góðum markaðsmanni sæmir og prófaði hinar ýmsu hugmyndir. Margt kom til greina en á endanum varð Griðungurinn Boli, landvættur Vestur- lands á íslenska skjaldamerkinu fyrir val- inu. Landvættirnar eru raktar til frásagnar úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir frá því þegar Haraldur konungur sendi galdrakarl sinn í hvalslíki til Íslands í þeim tilgangi að kanna hvor landið væri byggilegt. Þar mætti galdrakarl landvætt- unum fjórum sem ráku hann á brott, einn í hverjum landsfjórðungi. Boli er verndari Vesturlands og var annar vætta til að reka galdrakarl á brott. Á neðri hluta dósarinnar er teikning af fallegu Hverfellinu austan Mývatns. „Hverafellið er þarna sem tákn um þá mikilfenglegu og ósnortnu náttúru sem tók á móti galdrakarli konungs,“ segir Róbert. Og heldur áfram: „Ég vildi hefðbundið útlit á umbúðunum, eins og bjórinn væri búinn að vera lengi á markaði og mér fannst landvættirnar og Boli henta vel í það auk þess sem þetta er bjór í sterkari kantinum eða 5,6% – alveg nautsterkur. Útlitið hefur líka áhrif á bragð- ið og þar skiptir liturinn miklu máli. Rauði liturinn táknar eld.“ Ölgerðarmenn hrifust svo mjög af hug- mynd og vinnu Róberts að þeir ákváðu fljótlega að setja Bola í framleiðslu og að þetta skyldi verða bjór í háum gæðaflokki. Þannig er framleiðsluferlið lengra, bjórinn er „tvímeskjaður“ og gerjun hægari, auk þess sem íslenskt bygg er notað til bjór- gerðarinnar. Allt þetta skilar sér í sterkum karakter, aukinni mýkt og meiri fyllingu. „Menn voru ekkert að stytta sér leið. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna. Þetta er góður bjór,“ segir Róbert stoltur. Boli flokkast sem Märzen/Octoberfest- tegund að þýskri fyrirmynd. Bragðið er þétt og maltsæta áberandi en humlabeiskja er einnig nokkuð skýr, sérstaklega í eftir- bragði. Íslenskt bygg er notað að hluta til ásamt maltkorni sem gefur bjórnum góða fyllingu og meiri froðuheldni. Þetta er flottur bjór með grillmatnum.  Boli NýR ísleNskuR BjóR Útskriftarverkefnið sem fór í framleiðslu Róbert Einarsson hannaði vörumerkið Bola sem útskriftarverkefni við Listaháskólann. Ölgerðin hefur hafið framleiðslu á því: Bjórnum Bola. Á myndinni hér að neðan er útskriftarverkefni Róberts en að ofan er Boli fullbúin vara frá Ölgerðinni. Róbert er sérstaklega ánægður með hvernig til tókst með dósina en hana vantaði í útskriftarverkefnið og var því bætt sérstaklega við fyrir Ölgerðina. Hér er hönnuðurinn Róbert umvafinn fögrum meyjum þegar Boli var kynntur til leiks á dögunum á Enska barnum á Austurvelli. Menn voru ekkert að stytta sér leið. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna. Þetta er góður bjór,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.