Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Side 5

Fréttatíminn - 01.07.2011, Side 5
– lækkar verð Eftir ágæta frammistöðu í stundvísi síðasta hálfa árið hefur áætlunarflug okkar í júní því miður verið langt frá því sem viðunandi er. Á því biðjum við farþega okkar innilega afsökunar. Ástæða þessara seinkana er að mestu fólgin í breytingum á þjónustu við vélar okkar í Keflavík sem nauðsynlegt var að ráðast í um síðustu mánaðamót. Í upphafi var gert ráð fyrir að þær breytingar hefðu einungis í för með sér truflanir í örfáa daga en af óviðráðanlegum ástæðum hefur breytingaferlið tekið lengri tíma en séð var fyrir. Iceland Express hefur sett sér það markmið að vera með vélar sínar á réttum tíma, þ.e. innan 15 mínútna skekkjumarka, í að minnsta kosti 75% tilfella. Fyrir sparnaðarflugfélag sem verður að halda niðri kostnaði með öllum tiltækum ráðum er það metnaðarfullt markmið en samt ekki óraunhæft. Við stefnum þangað ótrauð og vonum að á leiðinni verði okkur bæði sýndur skilningur og stuðningur. Samhliða ýtrustu öryggiskröfum hefur Iceland Express alla tíð einbeitt sér að því að lækka verð á flugi til og frá Íslandi. Engum dylst að það hefur tekist afar vel – og engum getur heldur dulist hve miklu máli það skiptir fyrir frelsi okkar til að ferðast og möguleika útlendinga til að heimsækja land og þjóð. Margir telja að félagið hafi á undanförnum árum lækkað verð hvers farmiða flugfélaganna sem hingað fljúga um verulegar fjárhæðir. Um tvær milljónir ferðamanna fara um Leifsstöð á þessu ári og enda þótt einungis sé reiknað með tíu þúsund króna lægra fargjaldi hvers þeirra vegna tilvistar Iceland Express á markaðnum þýðir það heildarsparnað upp á um 20 milljarða króna. Þannig stendur Iceland Express undir nafni sem ósvikið sparnaðarflugfélag fyrir farþega sína um leið og það leggur samfélaginu til mikil verðmæti. Um þessar mundir flytur Iceland Express um hálfa milljón farþega á ári og veitir hátt í 300 manns atvinnu. Með starfsemi okkar og flutningi erlendra ferðamanna til landsins sköpum við umtalsverða atvinnu í ferða- þjónustu á Íslandi. Í þeim efnum erum við staðráðin í að leggja enn meira af mörkum á næstu misserum. Við vitum að forsenda þess að þau áform gangi eftir er bætt frammistaða í áreiðanleika. Þess vegna munum við leggja allt í sölurnar fyrir aukna stundvísi. Við biðjumst velvirðingar

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.