Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 10
Jafnréttisfulltrúar Félags bókagerðar- manna stóðu fyrir opnum fundi í nóvem- ber sl. sem bar yfir- skriftina: Eru karlmenn beittir jafnrétti? Tveir fyrirlesarar fluttu erindi á fundinum. Ingólfur V. Gíslason starfsmaður á skrif- stofu jafnréttismála og ritari Karlanefndar Jafnréttisráðs flutti erindið „Hrist en ekki hrært, James Bond í eldhúsinu," og erindi Karls Ágústs Úlfssonar Karlmenn eru bara Erindi Ingólfs V. Gíslasonar ur siöuti leikara var „Eitt karl, tvö körl..." Undirtektir félags- manna voru með ágæt- um. Tuttugu fundar- menn mættu og létu til sín taka í fjörlegum umræðum að loknum erindunum. Fundar- menn voru sammála um það að karlmenn ættu að láta sig jafn- réttismál meira varða og gera sér grein fyrir að jafnrétti er ekki sfð- ur mikilvægt hags- munamál fyrir þá en konur. Stundum virðast karlar reka sig á „glerveggi" á heimilum sínum svipað og talað hefur verið um að konur rekist á glerþak á vinnu- markaðnum. Georg Páll Skúlason Bjargey G. Gísladóttir Ingólfur lagði út af bók, sem hann hefur skrifað og ber heitið Karlmenn eru bara karlmenn og er um viðhorf og væntingar íslenskra karla til jafnréttismála á heimilum. Hún er byggð á viðtöl- um við 25 karla á aldrinum 20-35 ára. Hér á eftir fara glefsur úr þessari bók sem er hin fróðlegasta og skemmtileg aflestrar: Jöfn verkaskipting? Sp.: En þú myndir samt telja að á þínu heimili þá vœri þessu nokkurn veginn jafnt skipt hjá ykkur? Sv.: Hjá okkur? Sp.: Já. Sv.: Já. Þó svo að maður vinni úti og hún er náttúrulega að læra og vinnur líka með. Já, þetta hefur einhvem veginn, þetta er bara alveg jöfn skipting. Sp.: Og þú heldur að hún myndi segja það líka efhún vœri spurð? Sv.: Já, já. Þetta er bara eitthvað sem að ... Ég meina, maður getur ekki horft upp á hana vera að taka, skilurðu... að vera puða í öllu heimilinu og síðan náttúrulega að vera í skóla og vinna kannski aðra hverja helgi. Manni fyndist það virkilega hart. Maður er náttúm- lega þessi kynslóð... að þessi kyn- slóð er ekki að koma heim úr vinnunni og setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á fréttir. Þetta er búið að vera, held ég. Sp.: Heldurðu að hennifyndist (jöfn skipting) ef ég myndi spyrja hana? Sv.: Ég hugsa það. Að vísu er eitt og annað sem stundum mæðir meira á henni heldur en mér. T.d. á hún það til að skamma mig stundum því ég er ekki nógu duglegur við að kíkja á þvotta- 1 0 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.