Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 11
körfuna. Hún vill fyllast, finnst mér, alltof hratt. Mér finnst hún þvo af (dóttirin) alveg ofboðslega mikið. Sp.: Þú lýsir þessu sem að... já, þið gangið mjög svo jafnt til verka á þínu heimili. Ja, heldurðu að konan þt'n myndi svara svipað ef hún vœri spurð að þessu? Sv.: Ég reikna með því, í stór- um dráttum. Reyndar, þegar þú hringdir í mig um daginn, þá fór hún að spyrja hvað þetta hafi verið og ég sagði henni svona undan og ofan af því. Þá kom í ljós að það var ýmislegt sem var ekki í alveg eins góðum málum eins og ég hélt. Það spannst þama svolítil umræða um þetta. En ekki það að hún væri ósátt við verka- skiptinguna eða svoleiðis en það svona alla vega kom í ljós að þetta var nú ekki alveg eins mikil hamingja eins og ég hélt. En við spjölluðum aðeins um það og fundum út úr því, eins og við ger- um alltaf. En eins og ég segi, maður veit það aldrei. Það getur vel verið að hún hafi einhverja aðra skoðun sem hún er ekki til- búin að segja mér en gæti lýst kannski fyrir einhverjum öðrum. Þó held ég, samt sem áður, að hún myndi svara svipað... Skilgreiningar og völd Eitt af því sem kom fram í þessum viðtölum var að á stundum virtust karlar reka sig á „glerveggi“ á heimilum sínum svipað og talað hefur verið um að konur rekist á glerþak á vinnumarkaðnum. Það er alveg ljóst á viðtölunum og birtist reyndar einnig í mörg- um erlendum könnunum að hin endanlega ábyrgð á heimilinu er fyrst og fremst kvennanna. Það eru þær sem skilgreina hvað til- heyri heimilishaldinu, hvað þurfi að gera og hvenær það skuli gert. Sv.: Yfirleitt, eins og með tauþvott og svoleiðis, ég þvæ aldrei fötin, ég kann ekki á þvottavélina. En stundum biður hún mig um að hengja jj upp og þá geri ég það. ^ Uppvask sjáum við al- veg um saman, I göngum alltaf frá Sv.: Ég verð að viðurkenna það að ég sé ekki um að sortera þvott- inn, það er visst í hitasorteringu. Sp.: Nú, svoleiðis. Þannig að þú geturgengið að því vísu? Sv.: Gengið að því vísu. Sp.: Það er einmitt það sem konurnar kvarta gjarnan undan að karlmenn átti sig ekki almennilega á Það að vera karl er ekkert vandamál, ekkert sem maður leiðir hugann sérstaklega að. saman eftir mat. Ég hugsa að ég eldi oftar. Það má alveg örugglega segja það. Ekki það að hún sé neitt slæmur kokkur eða þannig. Þetta hefur einhvem veginn þróast þannig bara, maður kemur heim og svo er búið að ákveða hvað verður í matinn og þá byrja ég bara að elda, það er ekkert verið að spá í hvort eigi að fara að elda eða svoleiðis. Hún sér oftast um... hún þurrkar alltaf af, ég þurrka aldrei af. Stundum ryksugum við saman og skúrum. Hún skúrar al- veg ömgglega oftar. Hún vill helst gera það annan hvem dag eða eitt- hvað svoleiðis, oftar en mér finnst þurfa. Þegar ég spurði um þvottavél- ina hélt ég að um tilviljun væri að ræða þegar hver karlinn á fætur öðrum tók fram að að hann sinnti ekki því verki að þvo þvott. (15 sögðust ekki gera það, fimm ekki síður en konan og í fimm tilfellum kom málið ekki til umræðu eða viðkomandi var ekki í sambúð.) Því varð ég nokkuð ánægður þeg- ar kom í viðtal maður sem sagðist vissulega þvo. Síðar í viðtalinu kom þó í ljós að þátttakan var nokkuð takmörkuð: hitastiginu og að þeir blandi ekki saman litum. Sv.: Að vísu hefur maður ákveðna tilfinningu fyrir því en það er meira hún sem sér um að sortera það en ég sé um að setja í þvottavélina og taka úr henni, síð- an sér hún yfirleitt um að brjóta saman og strauja. Karlmennska? Hún vafðist fyrir mörgum, karl- mennskan, en nokkrir voru þó með afstöðu til málsins. En áður en vikið er að þeim er rétt að grípa ofan í viðtal þar sem ljós- lega birtist hvað karlmennska í raun er í kyngerð þjóð- félaga nútímans. Sp.: Hvernig flnnst þér að vera karlmaður í dag? Sv.: Ég veit það eiginlega ekki, ég hef engan sam- anburð. Myndin af karlinum í jafnréttisbaráttunni er, það er eng- in mynd af karli í jafnréttisbar- áttu. Jafnréttisbarátta er kvennabarátta eins og henni hefur verið stillt upp. Það er kannski það sem er rangt við þessa blessaða jaf- em o réttisbaráttu. Það er ekkert rúm fyrir karlmenn í þeirri umræðu eða hefur ekki verið. Ég veit ekki hvað maður á að segja um stöðu karlmannsins í dag. Ég hef voða lítið velt því fyrir mér, karlmenn eru bara karlmenn. Þeir eru til staðar. Ég get ekki kommenterað neitt voða mikið á það. Ég hugsa að þeirra staða sé í raun og veru... er þetta bara eins og það hefur alltaf verið. Þeir eru í raun og veru að halda í alla spotta í þjóðfé- laginu. Þeir leyfa kannski konum aðeins að verða for- setar í smástund og svo þegar það tímabil er afstaðið þá heyr- irðu það frá körlunum að þar sem þessi kona er búin að vera forseti þá sé ekki eðlilegt að verði önnur kona forseti. Ég held að staða karlmanna sé nú ansi sterk hvern- ig sem á það er litið. Eins og ég segi, ég get ekkert kommenterað á þetta, ég hef aldrei velt þessu mikið fyrir mér. Maður hefur engan samanburð sem slíkan. „... karlmenn eru bara karlmenn. Þeir eru til staðar." Þessi athugasemd birtir um margt í hnotskum það sem virtist vera afstaða langflestra karlanna. Það að vera karl er ekkert vandamál, ekkert sem maður leiðir hugann sérstaklega að. Þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla í gúrkutíð til að draga upp mynd af „körlum í kreppu" er staðreynd málsins einfaldlega sú að langflestum körlum líður ágæt- lega með sfna karlmennsku, hún er nokkuð sjálfgefin. A vv íF A® vVn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.