Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 24
Egill Jónsson var fæddur í Reykjavík 21. febrúar 1818. Eftir því sem Benedikt Gröndal scgir þá lærði Egili bókband h já Kristófer Finnbogasyni, en Egill fékk sveinsbréf 27. janúar 1841 og þá var Kristófer löngu fluttur til Akraness. Hefur því Egill hafið nám hjá Kristófer í Reykjavík, en lokið því síðan í Viðey, eða fylgt Kristófer til Akraness. Hvernig sem það var, þá var Egill í Viðey árið 1841 og áfram þar til er prentsmiðjan var flutt til Reykjavíkur 1844, en við flutninginn var bók- bandið lagt niður. í Reykjavík bjó hann í Einarsbæ og hefur mögulega haft þar sína fyrstu vinnustofu, en 1849 byggði hann tvflyft hús við Suðurgötu, er þá nefndist Kirkjugarðsstræti, og þótti það eitthvert hið fegursta hús hér þá, en það brann árið 1883. Þegar í Viðey fór Egill að fást við bókaútgáfu og varð hann mjög afkastamikill á því sviði er tímar liðu, en 1849 fór hann að fást við bóksölu og átti hann þar fyrst mikið samband við Þorgeir Guðmundsson prest í Nysted á Lálandi og síðar Pál Sveinsson bókhindara í Kaupmannahiifn. Tók Egill að sér að selja bækur fyrir sr. I>orgeir og gáfu þeir saman út Vigfúsarhug- vekjur árið 1851. Fékk Egill sent upplagið (2.000) sem hann batt að mestu í velskt band og talsvert í aðalskinn. Hann keypti árið 1853 forlagsréttinn til Mynsters huglciðinga af Þorgeiri, en sá ávallt eftir að hafa ráðist í þá útgáfu, því ritið seldist ckki vel. Var ritið sett í sölu í materíu um haustið, en innlnindið um vcturinn og sett þannig í sölu næsta vor. Bækur Péturs Péturssonar biskups gaf Egill út, en þær scldust vel. Meðal vinsælla söluhóka var Vídalín. Sr. Þorgeir hafði gefið hann út og fékk Egill þau ein- tök, er hann scldi, send til sín í materíu, en Einar prentari Þórðarson, sem var keppi- nautur Egils í bóksölu, seldi einnig mikið af postillunni. Fékk Einar sín eintök eftir að Hyltoft bókbindari í Kaup- mannahöfn hafði l'arið höndum um þau og síðar íslenskur bókbindari, sennilega Asgeir Finnbogason sem var aðal- bókbindari Einars. Egill Jónsson hafði sölumenn rita sinna um allt land og útveg- aði þeim aðrar sölubækur. Kristján var dugnabar- forkur en braskari og kallabi Jón Borgfirbingur hann pen- ingasjúkan aula og vindbeig. Einnig voru ávallt einhverjir sem lifðu að nokkru leyti á farandbóksölu um sveitir lands- ins. Var Jón Borgfirðingur einn þeirra. Jón lærði bókband hjá Erlendi Ólafssyni í Kaupangi, eftir að hafa áður reynt að komast í læri hjá Agli. Páll Sveinsson gaf út inargar bækur í Kaupmannahöfn. Voru það aðallega rit íslenskra skálda er þar voru, en Egill var aðal- "1 Egill var gáfu- mabur og hafbi ýmis trúnabarstörf á hendi fyrir bæinn og var alla jafna mikilsvirtur borgari. Hann var mesti snyrtimabur, lipur og skemmtinn. umboðsmaður forlagasbóka Páls á íslandi. Páll var milli- göngumaður Egils við útvegun erlendra bóka eða annars sem við þurfti, t.d. efnis og verkfæra til bókbands, sem Egill pantaði einnig fyrir aðra bókbindara. Egill hafði yfirleitt tvo til þrjá starfsmenn, sveina og nema, í bókbandinu og bjuggu lærling- arnir hjá Agli. Erfitt reyndist oft að komast í læri, enda var iðn eina mennt- unin er fátækir drengir áttu kost á. Gátu því meistararnir sctt drengjum barða kosti og kröfðust oft meðgjafar. Yfirleitt voru lærlingar í fullu starfi í fjögur ár kauplaust, en höfðu fæði og húsnæði hcima hjá meistaranum. Lærðu margir hjá Agli, eins og bróður- og uppeldissonur hans Björn Friðriksson, Arni Þorvarðar- son, er lengi var í Kaupmanna- höfn og seinast í Kanada, Brynjólfur Oddsson, Eyjólfur Ijóstollur, en hann lauk ekki námi, Friðrik Guðmundsson bókbindara Péturssonar, Guðmundur „bóki“ Guð- mundsson, Jóhann Friðriksson bókbindari í Flatey, Stefán Stcfánsson og Kristján Ó. Þorgrímsson. Stefán starfaði senni- lega lengst allra hjá Agli. Hann var slærnur drykkjumaður og ráðdeild- arlítill, var hann stuttan tíma í Kaupmannahöfn og reyndi fyrir sér sjálfstætt í Reykjavík, en gafst upp eftir mánuð vegna óreglu. Lauk Stefán ævinni með því að kasta sér í Grímsá. Kristján var einn sá síðasti til að læra hjá Agli. Hafði hann ekki lokið námi er Egill lést, en fékk sveinsbréfið í aprfl árið cftir. Varð hann eftirmaður Egils í bóksölunni og bókband- inu, en lagði bókbandið niður eftir fá ár. Kristján var dugnað- arforkur en braskari, kallaði Jón Borgfirðingur hann pen- ingasjúkan aula og vindbclg. 2 4« PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.