Prentarinn - 01.03.2000, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.03.2000, Blaðsíða 16
SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGl (frh.) því ljóst að athuga verður með aðra möguleika. TRÚNAÐAR- OC ÖRYCGIS- TRÚNAÐARMENN Á þessu ári rennur út tveggja ára kjörtímabil trúnaðaiTnanna og öryggistrúnaðarmanna á vinnu- stöðum og því miður höfum við lent í miklum erfiðleikum með að fá félagsmenn til að starfa sem öryggis- og trúnaðarmenn. Ljóst er að félagið þarf að leggja mikla rækt við þessi störf til að vekja áhuga félagsmanna á því að takast á við þessi verkefni. Skipað er nú í stöður trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna á allflest- um vinnustöðum. Við höfum reynt að hafa þá reglu að vera með námskeið fyrir trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn annað hvert ár. Fyrirhugað var námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn nú í febrúar, en af því varð ekki vegna lélegrar þátttöku. Einnig höfum við lent í erfiðleikum með að fá næga þátttöku á trúnaðarmanna- námskeið. Þama þurfum við að endurskoða málin og ef til vill er það staðreynd að við ættum að sameina þessi námskeið í eitt námskeið á kjörtímabilinu sem er tvö ár. Gjöld: 1999 1998 Kostnaður Styrktar-og tryggingasjóðs....................................... 1.204.150 1.033.975 Húsnæðiskostnaður.......................................................... 1.524.466 1.031.333 Vaxtagjöld og verðbætur...................................................... 385.382 218.658 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga................................... 1.785.876 353.283 Afskriftir................................................................. 1.258.275 1.106.576 6.158.149 3.743.825 Hagnaður (tap) Styrktar- og tryggingasjóðs................................. (105.488) 3.213.239 Orlofssjöður : Tckjur: 3% af félagsgjöldum (skv. aðalfundarsamþykkt)............................... 597.396 581.897 Leiga orlofsheimila....................................................... 2.071.950 1.789.950 Orlofsheimilasjóðsgjald................................................... 5.209.107 4.993.996 Framkvæmdagjald f Miðdal og leiga í tjaldstæði............................ 1.218.000 764.500 9.096.453 8.130.343 Gjöld: Rekstur orlofsheimila..................................................... 8.922.654 6.062.209 Hagnaður Orlofssjóðs......................................................... 173.799 2.068.134 Félagssjóður: Tekjur: 80% af félagsgjöldum (skv. aðalfundarsamþykkt)............................ 15.930.548 14.547.420 Dráttarvaxtatekjur........................................................... 995.214 727.750 16,925.762 15.275.170 Gjöld : Kostnaður................................................................. 16.677.300 15.706.551 Hagnaður (tap) Félagssjóðs.................................................. 248.462 (431.381) Samandregið: Styrktar-og tryggingasjóður............................................. (105.488) 3.213.239 Orlofssjóður............................................................. 173.799 2.068.134 Félagssjóður............................................................ 248.462 (431.381) 316.773 4.849.992 6. Útistandandi iðgjöld í árslok 1999 nema 6,6 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og hefur þá verið dregin frá skuld við Prenttæknisjóð að fjárhæð 4,1 millj.kr. FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA Sjóðurinn styrkir m.a. nám- skeið sem félagsmenn sækja hjá Tómstundaskólanum um 50% eða allt að kr. 12.000 á önn. Einnig hafa almenn tungumálanámskeið verið styrkt. Sjóðurinn stendur straum af kostnaði námskeiða hjá Prenttæknistofnun fyrir atvinnu- lausa félagsmenn. Felst það í því að greiða námskeiðsgjöld og í greiðslu iðgjalda fyrir atvinnu- lausa félagsmenn í Prenttæknisjóð sem var kr. 156.342 á síðasta ári. Einnig styrkir hann félaga til 16 ■ PRENTARINN náms erlendis. Alls voru veittir 42 styrkir til almenns náms eða tóm- stunda, 14 styrkir vegna atvinnu- lausra á námskeið hjá Prenttækni- stofnun, 7 styrkir voru veittir að upphæð kr. 303.000 til lengra náms innanlands, 25 styrkir kr. 640.000 til náms erlendis á stutt námskeið og 2 styrkir voru veittir til lengra náms, að upphæð kr. 297.500. Stjóm Fræðslusjóðs skipa Ge- org Páll Skúlason, Sæmundur Ámason fyrir hönd FBM og Þór- arinn Gunnarsson frá Samtökum iðnaðarins. SJÚKRASJÓÐUR Sjúkrasjóðurinn hefur nú sem hingað til komið sér vel fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna veikinda. Eins hefur sjóðurinn styrkt félaga í forvamastarfi og þegar sjúkraþjálfun eða sjúkra- nudd hefur verið nauðsynlegt. Á síðasta ári fengu 30 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga að upp- hæð u.þ.b. 10,3 milljónir. Afar mismunandi er hve lengi hver og einn þarf á sjúkradagpeningum að halda. Réttur til sjúkradagpeninga er 80% af launum fyrstu 26 vik- umar og 50% næstu 78 vikumar.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.