Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Nýtt orlofshús í Mifldal í sumar Félagsfundur FBM haldinn miðvikudaginn 17. mars s.l. samþykkti samhljóða að kaupa nýtt orlofshús í Miðdal. Nefnd sem trúnaðarráð skipaði á haustmánuðum árið 2002 Iagði fram tillögu um að ganga til samninga við Húsasmíði Laugarvatns um kaup á 74 m2 húsi sem reist verður á lóð A - götu nr. 6 í neðra hverfi. Húsið er staðsett nálægt tjaldsvæðinu og hefur útsýni yfir það og leiksvæðið sem byggt hefur verið upp á siðastliðnum árum. Skipulag svæðisins hefur áður verið kynnt í Prentaranum 1. tbl. 2003 sem sýnir áætlaða uppbyggingu félagsins á næstu árum. Húsið er búið öllum þægindum se'm og góðri aðstöðu í hvívetna. M.a. verður heitur pottur við húsið, góð verönd með skyggni þannig að gott sé að njóta útivistar þrátt fyrir stöku rigningu. Einnig er reiknað með að aðstaða til útigrillunar sé með besta móti. Það er von og trú nefndarinnar að þessi fjárfesting verði bæði til ánægju og yndisauka fyrir félagsmenn og jafnframt komi hún til móts við auknar kröfur um hús til útleigu að vetrarlagi, en ljóst er af reynslu síðustu ára varðandi leigu á húsi nr.l í Miðdal að félagsmenn vilja í auknum mæli hafa stóra og notalega aðstöðu ásamt heitum potti til að njóta vetrardvalar. prentarinn Vepðlaunasamkeppni um lopsíðu Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ritnefnd PRENTARANS hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal félagsmanna um hönnun á forsíðu blaðsins í september n.k. Síður sem valdar verða til birtingar á forsíðu blaðsins fá verðlaun að upphæð kr. 25.000. Hugmyndum skal skilað inn í tölvutæku formi ásamt litaútkeyrslu í A4 300 dpi. Engin skilyrði eru fyrir útliti önnur en að merki PRENTARANS komi fram. Merki PRENTARANS, er hægt að nálgast á heimasíðu www.fbm.is Gögnin skal setja í umslag merkt dulnefni og annað umslag fylgja með, og í því nafn hönnuðar. Gögnum skal skilað á skrifstofu FBM, Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík, merkt FORSÍÐA PRENTARANS, eigi síðar en föstudaginn 17. september 2004. Allir félagsmenn FBM og FGT deildar eru fullgildir þátttak- endur og hvattir til að taka þátt. Til sölu í Miðdal er fallegt heilsárshús á frábærum stað við T-götu 10 í miðhverfi. Húsið er byggt 1992 og tekið í notkun 1994, Það stendur neðan við neðstu götuna í hverfinu og er því á afar góðum stað. Húsið er u.þ.b. 47 fm. auk svefnlofts. Húsið er með rafmagni og stórum hitakúti. Aðkoman að húsinu er sérlega falleg, timburgöngubraut frá bílastæði og upp á pallinn sem er umhverfis húsið allt. Á pallinum er geymsluskúr. Gengið er inn í forstofu með fatahengi, 3 svefnherbergi eru í húsinu auk stofu, eldhúss með furuinnréttingu og límtrésborðplötum, svefnlofts og baðherbergis með sturtu. Tvö herbergjanna eru með hjónarúmum en það þriðja er með kojum. Húsinu fylgir allt innbú, sérsmíðaðar álrimlagardínur eru fyrir öllum gluggum. Panill er á öllum veggjum en endanlegt gólfefni og ýmis smáfrágangur er eftir sem og girðing í kringum pallinn. Upplýsingar gefa Svavar s. 895 2811 og Ingvi s. 895 1133. 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.