Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 3

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 3
gæfust þá upp, er þeir hefðu verið prettaðir nógu oft og greypilega. En þeir hafa ekki gefizt upp, heldur jafnan farið á stúfana af nýju að hverjum svikum afstöðnum — vitandi Einar Bragi: að þau hitta, þegar alls er gætt, aldrei aðra en svikarana sjálfa. Tuttugu ar í hernámsfjötrum Tuttugu ár. Já, tuttugu ár eru liðin siðan fsland var í fyrsta sinn í sögu landsins hernumið af erlendu stórveldi. Vaxin er upp í landinu ný kynslóð sem þekkir ekki óher- numið fsland nema af sögn foreldra sinna. Þetta unga fólk er sem óðast að stofna heimili og verða foreldri sjálft: önnur kynslóðin er að stíga fyrstu skrefin á hemuminni grund. íslendingar hafa löngum kallað ungu kynslóðina erfingja landsins og hinir eldri verið stoltir, ef þeir gátu skilað henni betra landi en þeir tóku við — sérstaklega ef þeim hafði um sína daga tekizt að þoka sjálfstæðismáli þjóðarinnar ofur- lítið í rétta átt. Æskuna sem nú er að komast til manns gerðum við nauðuga að erfingja hersins, en fjarri fer því að við skilum henni þeim arfi með stolti. Við blygðumst okkar fyrir hann. Því aðeins getum við horfzt kinnroðalaust í augu við hið unga fólk, að við linnum ekki andófi gegn smáninni. Raunverulega er öll okkar barátta gegn hernáminu yfir- bótastarf, unnið til að bæta fyrir afbrot núverandi valda- manna við látnar frelsishetjur okkar og til að firra kynslóð okkar, eftir því sem hægt er, ámæli alinna og óborinna sem nauðugir urðu að veita viðtöku hinum dapurlega arfi: her- stöðvunum, vígtólunum og bandarísku dátunum. Góðu heilli eru þó ekki svo fá nöfn þeirra íslenzku karla og kvenna, sem framtiminn getur minnzt með þökk fyrir að þeir lögðu ekki árar í bát, létu ekki þreyta sig, þó að þeir væru beittir skipulögðum svikum á svik ofan, eins og í von um að þeir glötuðu smám saman trú á hinn góða málstað og Hér er ekki tækifæri til að rekja hina þrautseigu baráttu íslenzku þjóðarinnar gegn hernáminu um tuttugu ára skeið. Aðeins verður drepið á nokkra áfang.a, sem teljast mega að- dragandi Keflavíkurgöngunnar. Eins og menn rekur minni til samþykkti Alþingi fyrir rúm- um fjórum árum ályktun um endurskoðun herverndarsamn- ingsins svonefnda með það fyrir augum, að herinn færi úr landi. Við myndun vinstristjórnarinnar var framkvæmd þess- arar ályktunar tekin upp í málefnasamning stjórnarflokk- anna. Um haustið fengu þeir, sem deigir voru í málinu, kærkomið tækifæri til að hlaupast frá loforðum sínum, þegar upp úr sauð í Ungverjalandi og Bretar og Frakkar hófu herhlaup gegn Egyptum. Auðvitað notuðu þeir tækifærið, og síðan mátti heita að ekki væri á málið minnzt í þing- sölunum um langa hríð. Hernámsandstæðingum voru þetta sár vonbrigði, en væntu sér nú lítils stuðnings frá háttvirtum þingmönnum, enda hefði krafa um brottför hersins trúlega fengið áþekkar undir- tektir í þeim hópi þá og fróm bæn, borin fram við veiði- bráða skyttu sem skutlar hvali upp á hlut, að þyrma lifi þessara tígulegu höfðingja úthafanna. Virtist því ekki um annað að gera en fá fólkið sjálft til að taka málið í sínar hendur, knýja á um efndir. Rithöfundar riðu á vaðið. I október 1957 var samþykkt á fundi Rithöfundafélags íslands tillaga þess efnis, að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi til að herða á kröfunni um brottför hersins. Skömmu síðar samþykkti Félag íslenzkra myndlistarmanna að taka upp baráttuna með rithöfúndum, og var nefnd skipuð fulltrúum beggja félaganna falið að ann- ast framkvæmd málsins. I nóvember boðaði nefndin til fund- ar við sig töluverðan hóp hernámsandstæðinga úr röðum rit- höfunda og annarra listamanna, háskólastúdenta og annarra menntamanna. Var þar einróma samþykkt að boða til al- menns fundar um herstöðvarmálið sunnudaginn 8. desember og gefa út blað skömmu fyrir fundinn. Jafnframt var þar samþykkt svohljóðandi Ávarp til íslenzku þjóðarinnar Eins og alþjóð er kunnugt samþykkti Alþingi íslendinga hinn 28. marz 1956 ályktun um að endurskoðun herstöðva- samningsins frá 5. maí 1951 skyldi fara fram með það fyrir augum að bandaríski herinn færi úr landi. í þingkosningun- um 24. júní 1956 veitti þjóðin þremur af þeim flokkum, er að samþykktinni stóðu, meirihlutavald á Alþingi til að fram- kvæma stefnuyfirlýsingu sina. I júlímánuði 1956 mynduðu flokkar þessir ríkisstjórn þá, sem nú situr að völdum, og Keflavíkurgangan 1

x

Keflavíkurgangan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.