Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 44

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Síða 44
Björn Þorsteinsson: Samtíningur um Suðurnes Landið Helztu jarðfræðileg atriði á leiðinni frá Keflavík til Reykja- víkur. — Að mestu samkvæmt frásögn Guðmundar Kjart- anssonar jarðfræðings. Eitt helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grá- grýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, en yzt á kjálkanum til vesturs, og eru þær eldri. Þær jökul- rákir sýna, að á ísöld hefur Faxaflói verið hulinn jökli, en í lok hennar hefur flóinn myndazt og jöklar ekizt út af Suðurkjálkanum til norðurs og suðurs. Upp af Njarðvikum sjást skýr fjörumörk á stapanum í um 20 metra hæð yfir núverandi sjávarmál. Á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð eru slík fjörumörk í 33 m hæð, en 45 m hæð við Reykjavík. Þetta sýnir, að landið hefur risið úr sjó því meir sem innar dregur, en jökulfargið hefur auðvitað hvílt þyngra á mið- biki þess en útnesjum. Inn af stapa taka við Vatnsleysustrandarhraun. Þau eru einna forlegust hrauna á Suðurkjálka, sennilega um 8000 til 9000 ára; helztu aldursmerki eru m. a. fjörumörk hjá Kúa- gerði í um 10 m hæð. Það er eini staðurinn á íslandi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá og Aragjá, stóra og litla, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða. Um Suðurkjálka liðast engar ár, þar falla ekki einu sihni lækir; regn hripar í gegnum hraunin, og jarðvatn fellur eftir neðanjarðaræðum til sjávar. Við Straum eru miklar upp- sprettur í fjörunni, en Vatnsleysuströndin ber nafn með rentu, Synnöve Sigfússon, frú: Mér finnst sjálfsagt að vera hér með, hef alltaf verið á móti stríði. Eg er norsk og var heima undir hersetunni, hef því reynt að þetta er andleg og líkamleg áþján. Og ógnir síðustu styrjaldar væru smámunir hjá þvi, sem yrði, ef nú brytist út stríð. Dagbjört Eiríksdóttir, forstöðukona, Silungapolli: Ég sit mig aldrei úr tækifæri til að stuðla að því að herinn hverfi úr landi. Nanna Ólafsdóttir, magister: Erlendur her er mikil hætta fyrir okkur og fyrir friðinn í heiminum. Sigríður Sigvaldadóttir, ráðskona, Silungapolli: Stríð hefur alltaf verið andstætt minni hugsun frá því ég var bam og þessvegna einnig hersetan hér. Ég vona að bar- átta okkar sé liður í því að efla frið í heiminum. Oddný Guðmundsdóttir, rithöfundur: Það t.d., að sveitin mín er í hers höndum. Ef þið viljið ganga til mótmæla norður á Langanes, þá verð ég með. Vigdís Finnbogadóttir, frú: Ég er á móti erlendum her í landi, sem hefur haft mikið fyrir að endurheimta sjálfstæði sitt. Ég álít að fslendingar séu færir um að lifa fjárhagslega án þess að styðjast við hern- aðarfé. Gyða Sigvaldadóttir, fóstra: Hersetan er forsmán. Með baráttu okkar stuðlum við að friði í heiminum. Ég tek þátt í þessu sem móðir barna minna og dóttir móður minnar. Jón Júlíusson, prentnemi: Ég vil hafa landið hlutlaust, engan erlendan her, vildi leggja meira að mér, ef með þyrfti. Ég trúi á þessa göngu sem vakn- ingu. Ólafur Sigurðsson, verzlunarnemi: Ég mótmæli því að sjálfstæði þjóðarinnar sé stefnt í voða með hersetunni, því að herinn býður hættunni heim. Friðrik Kjarval, verkamaður: Island á að vera fyrir íslendinga eina. Ég trúi á sigurmátt þessarar göngu. 42 Keflavíkurgangan

x

Keflavíkurgangan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.