Fréttablaðið - 29.12.2011, Síða 66

Fréttablaðið - 29.12.2011, Síða 66
42 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR sport líS sport@fre sport@frettabIadid. is ELÍAS MÁR HALLDÓRSSON handknattleiksmaður er sagður vera á heimleið frá Noregi. Bæði Haukar og HK hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn sem spilaði áður með báðum liðum. ÚRSLIT Deildarbikar karla: Haukar-FH 25-20 Haukar - Mörk (skot): Stefán Rafn Sigurmanns- son 7 (15/1), Þórður Rafn Guðmundsson 5 (6), Gylfi Gylfason 4/3 (5/4), Jónatan Ingi Jónsson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (4), Heimir Óli Heimis- son 1 (1), Árni Steinn Steinþórsson 1 (3), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 17 (36/3, 47%), Birkir Ivar Guðmundsson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 2 ( Gylfi, Freyr) FÍskuð vfti: 3 ( Þórður 2, Árni ) Utan vallar: 6 mínútur. FH - Mörk (skot): Ari Magnús Þorgeirsson 5 (5), Þorkell Magnússon 4/4 (6/4), Sigurður Ágústs- son 3 (4), Hjalti Þór Pálmason 3 (7), örn Ingi Bjarkason 2 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Andri Berg Haraldsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (4), Baldvin Þorsteinsson (3), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 4 (23/2, 17%), Pálmar Pétursson 3/2 (9/3, 33%), Hraðaupphlaup: 4 (Ari 4) Fiskuð vfti: 1 (Atli ) Utan vallar: 6 mínútur. Valur-Fram 30-25 Valur Mörk (skot): Dagný Skúladóttir 7 (7), Hrafnhildur ósk Skúladóttir 6 (8/1), Þorgerður Anna Atladóttir 6 (9), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Ágústa Edda Bjórnsdóttir 3 (6/1), Kristín Guðmundsdóttir 3/1 (8/1), Heiðdís Guðmunds- dóttir 1 (1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (3). Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 11 (34/3, 32%), Sigrfður Arnfjörð Ólafsdóttir 1 (3/2, 33%), Hraðaupphlaup: 8 (Dagný 6, Karólfna 2) Fiskuð víti: 3 ( Anna Úrsúla 3) Utan vallar: 4 mínútur. Fram - Mörk (skot): Stella Sigurðardóttir 7/2 (14/2), Elísabet Gunnarsdóttir 5/3 (5/3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 (7), Birna Berg Haralds- dóttir 4 (9), Sunna Jónsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (10), Varin skot: Guðrún Maríasd. 16/1 (46/2, 35%), Hraðaupphlaup: 2 (Stella, Elísabet) Fiskuð víti: 5 ( Elfsabet 4, Ásta Birna ) Utan vallar: 6 mfnútur. Luis Suárez: Dæmdur í eins leiks bann fótbolti Luis Suárez, leikmaður Liverpool, hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að gefa stuðningsmönnum Fulham fingurinn í leik liðanna í upphafi mánaðarins. Suárez fékk á dögunum átta leikja bann fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Áfrýjun- arfrestur er þó ekki liðinn út og hefur bannið því ekki enn tekið gildi. Suárez játaði sök í þessu máli og verður því í banni þegar Liver- pool mætir Newcastle í ensku r úrvalsdeildinni á föstudagskvöld- ið. Hann var sektaður um 20 þús- und pund. Liverpool var einnig sektað um 20 þúsund pund fyrir að hafa ekki stjórn á sínum leikmönnum í umræddum leik gegn Fulham. - esá STAPPAÐ Gamla íþróttahúsið við Strandgötu var þéttsetið í gær. fréttablaðib/danIel Haukar og Valur fögnuðu Bestu handboltalið landsins í karla- og kvennaflokki um þessar mundir fögn- uðu sigri í deildarbikarkeppninni í gær. Úrslitaleikirnir báðir ollu nokkrum vonbrigðum enda var afar lítil spenna í þeim báðum. FH-ingar náðu að minnka mun- inn í eitt mark eftir gott hraðaupp- hlaupsmark um miðbik fyrri hálf- leiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru að lokum með fjög- urra marka forystu þegar flautað var til hálfleiks. Haukar skelltu í lás á upphafs- mínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH- ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. FH tókst að minnka muninn í sex mörk stuttu seinna með tveimur mörk- um frá Sigurði Ágústssyni en aftur svöruðu Haukar og voru þeir með átta marka forystu um miðbik hálfleiksins. FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn jafnt og þétt og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja mínútna brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að ísak Rafns- son var rekinn af velli fyrir ljótt brot í lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn og unnu að lokum fimm marka sigur. - kPt. shf handbolti Topplið Nl-deildanna, Haukar og Valur, lentu í litlum vandræðum með andstæðinga sína þegar úrslitaleikir deildar- bikarsins fóru fram í íþróttahús- inu við Strandgötu í gær. Valsstúlkur unnu í gær annað árið í röð sigur í deildarbikar- keppni kvenna í handbolta eftir sigur á Fram. Fyrstu mínútur leiksins voru í járnum en þegar korter var liðið af fyrri hálfleik í stöðunni 8-6 tók Valur leikhlé og eftir það var ekki aftur snúið. Þær kláruðu hálfleikinn á góðum 10-2 kafla og hleyptu Fram aldrei aftur inn í leikinn og unnu að Iokum öruggan sigur. „Það var auðvitað erfiður undirbúningur fyrir þennan leik, stelpurnar eru nýkomnar aftur frá Brasilíu og margar hverjar þreyttar. Við vinnum hins vegar mikið út frá liðsheild, þær spila alltaf allar fyrir sigrinum og þær fá hrós fyrir hvernig þær koma inn í alla leiki, þetta eru sannir afreksíþróttamenn," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals. „Þetta er þroskað lið sem veit að það þarf að hafa fyrir hlut- unum og ef þú leggur þig fram þá uppskerðu árangur. Þegar við tökum leikhlé fer vörnin okkar að virka, Jenný fer að verja í mark- inu og við fáum hraðaupphlaupin í gang, Fram náðu aldrei vinna BESTAR Valskonur lyfta bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANlEL sig aftur inn eftir það,“ sagði Stefán. „Það er alltaf sárt að tapa úrslitaleik en ég er að mörgu leyti mjög sáttur með liðið, það voru margir góðir hlutir hérna í dag. Á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik ná þær sex marka forystu og það er allt of mikið gegn liði eins og Val,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram. Öruggt hjá Haukum gegn FH Leikur Hauka og FH var rafmagn- aður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag. Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka byrjaði leikinn af krafti og var kominn með þrjú mörk á fyrstu mínutunum. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir mál- staðnum. Dimitar Berbatov: Orðaður við Leverkusen fótbolti Forráðamenn þýska liðs- ins Bayer Leverkusen eru sagðir hafa áhuga á að fá Búlgarann Dimitar Berbatov hjá Manchester United aftur í sínar raðir. Berbatov fékk lítið að spila framan af tímabili en hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð - nú síðast gerði hann þrennu í 5-0 sigri á Wigan. Berbatov var á mála hjá Leverkusen í fimm ár áður en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2006 og svo Manchester United tveimur árum síðar. Samningur hans við United rennur út í lok tímabilsins en Alex Ferguson, stjóri United, hefur hingað til ekki viljað selja hann. United á einnig þann kost að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar en fresturinn til þess rennur út 2. janúar næst- komandi. - esá GUÐMUNDUR Stendur í ströngu sem þjálfari RN Löwen. nordic PHOTos/CEnY Guðmundur nýtur trausts: Metnaðarfullur og nákvæmur handbolti Thorsten Storm, fram- kvæmdastjóri þýska úrvalsdeild- arfélagsins Rhein-Neckar Löwen, ber fullt traust til þjálfarans Guð- mundar Guðmundssonar. Guðmundur sagðist sjálfur í viðtali við Fréttablaðið á dögun- um finna fyrir trausti og óttaðist ekki að missa starfið. „Guðmundur er afar metnaðar- fullur og nákvæmur starfsmaður. Hann leikgreinir andstæðinginn 100 prósent og er eins vel undir- búinn og kostur er,“ sagði Storm við þýska fjölmiðla. „Hann er hins vegar að þjálfa lið sem er ekki eins vel samansett og æski- legt væri. Þjálfarinn þarf tíma til að móta sitt lið og þróa það. Það þýðir ekkert að gagnrýna þjálfarann þegar einstaklings- mistök leikmanna ráða úrslitum á vellinum. Mér finnst mjög gott að vinna með Guðmundi.“ - esá Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 14. janúar nk. í Árbæjarskóla Ungbarnasund Námskeiðið hefst 11. febrúar. 2012 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stella.gunnars@gmail.com stella.gunnarsdottir@reykjavik.is Aðkoma Jespers Nielsen að Rhein-Neckar Löwen: Óvissan er ólíðandi HANDBOLTI Síðustu þrjú árin hefur danski skartgripasalinn „Kasi-Jes- per“ Nielsen lagt meira en tíu millj- ónir evra í þýska handboltafélagið Rhein-Neckar Löwen. Nú virðast tengsl hans við félagið vera að rofna og var í gær fjallað um fjár- hagslega framtíð Löwen í þýska dagblaðinu Mannheimer Morgen. „Ég vona að þessi mál kom- ist fljótlega á hreint. Annars líða allir fyrir það og það væri ekki sanngjarnt," sagði framkvæmda- stjórinn Thorsten Storm í samtali við blaðið. Nielsen er þó enn með styrktarsamning við Löwen sem gildir til ársins 2015. Hvað tekur við er óvíst en sjálfur neitaði Niel- sen því að hann væri að stíga frá borði. „Framkvæmdastjórinn virð- ist vita eitthvað annað en ég. Það er óvenjulegt - í hefðbundnum við- skiptum ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig,“ sagði Nielsen. KASl-JESPER Rhein-Neckar Löwen hefur fengið háar upphæðir frá Jesper Nielsen síðustu fjögur árin. mvnd/ac Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að tíðinda væri að vænta af þessum málum. „Það mun koma í ljós fljót- lega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti.“ Alexander Petersson mun ganga til liðs við Rhein-Neckar Löwen í sumar. - esá

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.