Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 5
GARMAN & WORSE. 35 en hún hafði haldið. Hann var ekkert feim- inn eða vandræðalegur — ekkert ráðalaus innanum þetta ókunnuga fólk; það var þvert á móti hægt að sjá það á honum,.að hann var sjer þess fyllilega meðvitandi, að hann bar sig eitthvað einkennilega til, en hann gerði það samt. Rakel áttaði sig ekki á neinu í svipinn. sHefir herra skólastjórinn aldrei komið til Vesturlandsins áður?« spurði Ríkarður frændi, til þess að koma henni úr klípunni. »Nei,« svaraði hann, »jeg hefi aldrei sjeð neitt til sjávar, nema á Kristianíufjörðinn«. »Hvernig lítst yður þá á landslagið hjerna?« bætti gamli maðurinn við. »Jeg geng út frá, að þjer sjeuð búinn að koma þangað sem víðsýnast er, hjerná í kringum kaupstaðinn.* »Hjer er Ijómandi fallegt,« sagði Johnsen kandídat. »En mjer finst náttúran hjerna eitt- hvað svo stórfengleg og áhrifarík, að manni hlýtur altaf að finnast eins og einhver byrði hvíli á sjer í þessu umhverfi.« »Yður finst Iíklega heldur þunglyndislegt hjerna,« sagði Rakel, til að segja eitthvað. »Ó-nei — ekki beinlínis það!« svaraði hann stillilega. »Jeg vildi heldur segja, að náttúran hjerna sje — já, hvað á jeg nú að kalla það — sje eitthvað svo kröfuhörð: Pað er eins og sú tilfinning vakni í brjósti manns, að maður sje skyldugur til að gera eitthvað — láta eitthvað eftir sig liggja, eitthvað, sem hefir töluverð áhrif og getur sjest langt að.« Hún horfði undrandi á hann, en sendiherra- skrifarinn sagði góðlátlega: »Mjer finst nú fyrir mitt^ leyti, að auðnin á ströndinni og víðátta hafsins komi flestum frekar til að dreyma og íhuga, en að það kveiki í mönnum löngun til að hefjast handa.« »Regar jeg er kominn á yðar aldur — herra sendiherraskrifari, og verð búinn að koma ein- hverju til leiðar í lífinu, þá getur verið að jeg líti svipuðum augum á tilveruna og þjer Iítið nú.« »Guð hjálpi okkur!« andvarpaði Ríkarður frændi hálfbrosandi, en þó alvarlegur, »hvað því viðvíkur, að hafa komið einhverju til leið- ar — þá —.« í sama bili opnaðist hurðin og hin unga frú Fanney Garman kom inn. Hún var svo fríð og glæsilega búin, að öllum varð það ó- sjálfrátt að horfa á hana. Ljósgrái silkikjóllinn með ljósrauðu borðunum bar annað snið en fólk átti að venjast þarna á ströndinni. En það var ekki einungis hægt að sjá það bæði á henni sjálfri og kjóinum, að þau voru sjald- sjeð í þessu umhverfi, heldur sást það einnig við fyrsta tillit, að þetta tvent var í fullu sam- ræmi hvað við annað — skrjáfandi silkið og konan, hávaxin og fingerð með leiftrandi augu. Og þegar hún gekk Ijettstíg og brosandi yfir gólfið, til þess að heilsa tengdaforeldrum sínum, þá var eitthvað svo frjálst og óþvingað í fasi hennar og hreyfingum, eitthvað allsendis ólíkt varasemi þeirri og önuglyndi, sem oft einkennir ungar frúr, þegar þær koma á manna- mót í dragsíðum silkikjólum. »Rarna er hún búin að fá sjer einn nýjan enn!« tautaði frú Aalbom við sjálfa sig. »Guð minn góður, ea hvað hún erfalleg!« hvíslaði sendiherraskrifarinn frá sjer numinn. Á eftir frú Fanneyju kom kandídat Delphin, lítill vexti en kvikur í spori, hann var skrifari hjá amtmanninum, þvínæst Jakob Worse og loks Marteinn Garman. Hinn síðastnefndi var hár og gildvaxinn. Pað leit út fyrir að hann hefði erft það frá móður sinni, að vera nokkurskonar krossberi í lífinu. En ennþá bar hann byrði sína upp- rjettur, og án þess að kikna undir henni. Marteinn Garman hafði frítt andlit og góð- legt, en augun voru orðin eitthvað stirðgljá- andi með aldrinum. Georg Delphin var búinn að vera rúmt miss- iri í kaupstaðnum, sem skrifari amtmannsins; og þar sem frú Fanney Garman var dóttir Holsts amtmanns, þá komst Delphin brátt í kynni við Garmansfólkið, og var tíður gestur í Sandgerði. Pessvegna hafði Marteinn líka sótt hann upp

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.