Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 15
GARMAN & WORSE. 45 að því Ieyti, að hann lagði til ölföngin. Á bekknum við hlið hans stóð rommflaska, og helti hann hvað eftir annað úr henni í staupin handa öllum. Handa sjálfum sjer helti hann velmældu staupi af rommi saman við ölið í glasinu »til þess að taka af því vatnsbragðið« — eins og hann komst að orði. Hann var nú að tálga niður tóbaksplötu, til þess að troða í pípu sína. »Petta er ágætis tóbak — Mr. Robson,« sagði Andrjes gamli. »Gerðu svo vet — fáðu þjer í pípu — if yoa please — « svaraði Tom Robson, góðlátlega. »Pakka þjer fyrir — Mr. Robson —« sagði gamli maðurinn, ánægður, og dró krítarpípuna sína upp úr vasanum. Pípuleggurinn var ekki yfir hálfan annan þumlung á lengd, og pípu- krílið var alveg biksvart, eins og alt, sem Andrjes hafði hönd á. Hann þrýsti röku tóbakinu niður í pípuna, eins þjett og hann gat; það var um að gera að koma svo miklu í hana, að það gæti enst í nokkra daga. Síðan náði hann sjer í móglóð í ofninum, og ljet ofan á. Pað gekk heldur illa að kveikja í tóbakinu; en þegar loks var kviknað, þá var brennandi heitur reykurinn svo góður og bragðsterkur. Parna sat hann álútur á bekknum, og gætti þess að vera til taks í hvert sinn, sem Tom bauð honum glasið: »Þökk, Mr. Robson« — svo spýtti hann, þurk- aði sjer um munninn og saup á. En Marinó varð æstari og æstari: »Er það ekki nóg —« æpti hann, »að við slítum út kröftum okkar og heilsu fytir þessa menn! — Peir vilja líka fá að ráða yfir hverj- um bita, sem við leggjum okkur til munns, og hverju glasi, sem við drekkum! — Lítið þið bara á, hvernig þeir búa um sig, hvernig þeir lifa þarna innfrá! — Hvaðan fá þeir þetta, altsaman? Frá okkur auðvitað, okkur, sem stritum hjerna heima og í veiðistöðvunum norðanlands, eða þá á skipunum úti um höfin — ár eftir ár — mann fram af manni! Við stritum og berjumst í stormunum og vökum Um nætur í hagli og hríðarbyljum, til þess að flytja auðæfin óskemd heim til þeirra. Og takið svo eftir, hvernig okkar kjör eru. Híbýli okkar eru eintómar svínastíur — sem við eig- um ekki einu sinni — við eigum ekki nokkurn skapaðan hlut, þeir þarna innfrá eiga alt — alt! fötin, skófatnaðinn, hús og heimili, líkama og sál; every bit!« Andrjes gamli reri fram og aftur, spýtti og tottaði pípúna. »Eignir eru þjófnaður« — byrjaði »veggja- lúsin«, því hann sá að það var þögn. En Marinó Ijet ekki þagga niður í sjer: »Enginn Iifandi maður í öllum heiminum mundi þola s!íkt,« æpti hann. »Hversvegna förum við ekki til þeirra og segjum: Látið okkur hafa okkar hlut — okkur, sem höfum stritað! — nú eruð þið búnir að sjúga nógu lengi úr okkur merg og blóð! — En, nei, nei! við erum ekki annað en kararkerlingar — allir hjerna! þetta og þvíumlíkt hefði aldrei verið Iátið viðgangast í Ameríku!« »Hahaha! þarna fórstu nú alveg með það!« sagði Tom Robson. »Pú heldur líklega, að fólk skifti bróðurlega á milli sín í Ameríku? Nei — drengur minn! þar mundirðu svei mjer komast að alt annari niðurstöðu.* »Viltu þá halda því fram, að verkalýðurinn í Ameríku lifi öðru eins hundalífi og við hjerna? spurði Marinó, hálfhikandi. »Nei, en þar gera menn annað, sem þú getur ekki,« svaraði Tom. »Hvað gera þeir? —« spurði Marinó. »Peir vinna — lagsmaður! en það gerir þú ekki, og ekki heldur neinn hjerna heima!« hrópaði Tom Robson, og barði hart í borðið; hann var farinn*að verða kendur. »Hvað þá — vinna! — Já, fjandinn hafi það —« sagði Svíinn, en komst ekki lengra. »Haltu kjafti!« hrópaði Tom. »Lofaðu gamla manninum að tala.« »Pað er syndsamlegt af þjer — Marinó!* sagði Andrjes, án þess að stama; hann var búinn að súpa oft á, og gamla manninum vöknaði um augu. »Pað er stórsynd fyrir þig að tala syona um verslunina. Hjer hafa bæði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.