Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 33
MISREIKNINGUR. 63 er veikur, mjög veikur, og jeg hefi ákveðið, að þú fengir aðgöngumiðann hans. í stúku hans verður ung stúlka, ungfrú Skovstrúp er hún nefnd; henni verður þú að kynnast og segja henni hvað heilsulaus og afsjer genginn bróðir minn er. Segðu henni, að hann helli í sig sterku whisky-púnsi á hverju kvöldi, iáti aldrei út úr sjer tóbakspípuna, enda sje kom- in af honum megnasta tóbakssósu lykt; að hann sje úrillur, jögunarsamur, og síbölvandi og nöldrandi — úf! sje útlifaður karlfauskur.« »Ætli hún hafi eigi hugmynd um þetta hörmulega ástand? — En látum svo vera! Sje ungfrú Skovstrúp ung og elskuleg, þá skal jeg reka þetta erindi vel og samviskusamlega, en sje hún ljót og leiðinleg, bið jeg mig afsakað- an. Og eitt er víst, að allan kostnað verð jeg að fá greiddan fyrirfram. Fyrst og fremst 10 krónur fyrir kvöldverð á eftir leiknum, 3 krón- ur fyrir nýtt hálsbindi og 2 krónur fyrir vagn, til að fylgja ungfrúnni heim í. Rað eru 15 kr. fyrirfram út í hönd, og svo verð jeg að fá te með bollu í rúmið í fyrramálið. — Þetta get- ur ekki orðið ódýrara.* Friðrika systir varð að gera sjer að góðu að leggja út þennan kostnað, til þess að ófrægja bróður sinn, og Axel lagði af stað á ákveðn- um tíma, eftir að hún hafði endurtekið við hann, hvað hann ætti að spjalla við ungfrú Skovstrúp. Klukkan var orðin nokkuð margt, þegár Axel ljet sjá sig daginn eftir. Hann hafði sofnað eftir að hann fjekk morgunteið. »Hamingjan hjálpi mjer, jeg þarf að hlýða á háskólafyrirlestur klukkan ellefu. Rú fær því ekki nema stutta skýrslu, systir, meðan jeg fæ mjer ofurlítinn bita.« Hann settist við borðið og sagði svo, tyggjandi: »Hún er hrífandi fögur — já, sú yndislegasta ung stúlka, sem jeg hefi sjeð — þvílíkur svipur, augu og yfir- bragð. — u, systir, komdu með kaffið! Rökk fyrir! — Eins og þú veitst, ætlar pabbi og mamma að koma á þriðjudaginn. Viltu eigi vera svo væn, að skrifa þeim fáeinar línur, þau taka svo ákaflega mikið tillit til alls, sem þú segir. Og segðu þeim hreint og beint, að jeg sje trúlofaður, svo þau viti það áður en þau leggja af stað. Þú veitst, hvernig pabbi er. Hann mundi gera alt til að spilla því, ef hann gæti. En þegar hann veit, að þetta er full- ráðið, er hann kemur, og að það er gert með þínu ráði, vona jeg að hann átti sig og fari pigi að reyna að rifta því eða hefja nein ill- indi út af því, eða heldurðu það ekki.kæra systir?« »En góði Axel — um hvað ertu að tala — hvað á jeg að skrifa ?« »Um trúlofun mína auðvitað. Pabbi er hátt- standandi tollembættismaður, og ákaflega æru- kær. Hann heldur því fram, að jeg megi ekki trúlofast fyr en jeg hafi tekið embættispróf, en það er nú ekki svo gott að koma því heim og saman, en það þekkir þú nú auðvitað ekki. — Pökk fyrir matinn.* »En hvað er þetta drengur! Erlu nú þegar trúlofaður?« »Já, svona nokkurn veginn — og skrifaðu nú eins innilega og vel og þú getur gert, ef þú vilt, og mæltu sem best með þessari fyrir- ætlun minni.« »Já, en — jeg þekki alls ekki unnustu þína og get því ekki lýst henni —.« »lh, lýstu henni eins og þú getur hugsað þjer fullkomnustu og indælustu unga stúlku. O, kæra systir skrifaðu nú strax og komdu brjefinu með lestinni klukkan 2. Pað er ávalt best að hamra járnið á meðan það er heitt. Vertu sæl! jeg set alt mitt traust til þín.« »Ih, drottinn minn, en sá flýtir á drengnum. Hann virðist vera milli vita af ástarvímu,« taut- aði hin aldurhnigna kona við sjálfa sig, um Ieið og Axel hentist út úr húsinu. Á þessu hafði hún ekki átt von. Pað var eins og hún hefði kveikt í púðurtunnu, og það hafði þó aldrei verið áform hennar. En svona voru karlmenn- irnir ávalt. Petta voru þeirra ær og kýr. Pegar þeir hafa ákveðið að koma einhverju í fram- kvæmd, er áfergja þeirra eins mikil og hjá börnum. Samt fór hún að skrifa, en var þó ekki laus við samviskubit, því hún þekti bók- staflega ekki neitt þessa ungu stúlku, sem hún átti nú að hæla og mæla með sem konuefni Axels. Enginn tími var heldur til að heimsækja hana, því brjefið átti að fara með póstinum um miðjan daginn. Hún hjet því þá að heimsækja ungfrú Skovstrúp næsta dag, svo hún hefði þó eitthvað kynst henni, þegar systir hennar og mágur kæmu. Pegar skipstjórinn kom inn litlu síðar, tll að borða morgunverð, gat hún ekki stilt sig um að fara að spyrja hann eftir Skovstrúps-fjöl- skyldunni, og komu þær spurningar mjög flatt upp á Lúðvík. Hann svaraði henni glaður í bragði: »Petta er ágætisfólk, skal jeg segja þjer, Frið- rika. — Hann er eldri en jeg, en getur þó alls ekki talist gamall. Konan er myndarleg og vel látin og Pálína afbragðs stúlka, jeg á við ung- frú Skovstrúp. — Fjölskyldan á ágætt hús og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.