Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 10
GERIR GÆFUMUNINN! N ánast jafnmikið fé fæst árlega til tækjakaupa frá velunnurum Landspítalans og ríkið veitir beint til tækjakaupa. Á áru num 2010-2012 fengust, 909 milljónir fengjust í gjafafé og fjár- veiting frá ríki var 983 milljónir. Af þeim greiddi spítalinn um 200 milljónir í virðisaukaskatt til ríkis- ins enda hagnast ríkið um sjötíu milljónir árlega vegna virðisauka- skatts sem Landspítalinn greiðir af tækjakaupum árlega. Árleg fjárþörf til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja nemur 1,5-2 milljörðum króna, samkvæmt við- miði sambærilegra spítala á Norð- urlöndunum. Á árunum 2006-2013 voru framlög ríkisins á bilinu 233- 383 milljónir á núvirði, auk 600 milljóna sérstakrar fjárveitingar á þessu ári sem fór í að kaupa nýtt geislatæki vegna krabbameins- lækninga, svokallaðan línuhraðal. Á síðustu átta árum hefur ríkið veitt tæpum þremur milljörðum til tækjakaupa en þörfin á tímabilinu er metin á bilinu 12-16 milljarðar. Vantar því að minnsta kosti 11 milljarða upp á að mæta þörf Land- spítalans til endurnýjunar tækja- búnaðar á síðustu átta árum. Halda sér á floti með gjafafé „Við höfum náð að halda okkur á floti með gjafafé, til að mynda fær Barnaspítalinn ekki krónu frá ríkinu til tækjakaupa, öll tæki eru keypt fyrir gjafafé,“ segir Jón Hilmar Friðriks- son, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hið sama gildir um margar deildir spítalans en gallinn við þetta fyrirkomulag er að sögn Jóns Hilmars sá að gjafafé er í langflestum tilfellum eyrnamerkt sér- stökum tækjum. „Það er mjög eðlilegt að gjafafé og söfnunarfé fari í ákveðin tæki, við höfum ekkert á móti því, það gerir það hins vegar að verkum að minna spenn- andi tæki og búnaður, svo sem rúm, skurðarborð eða blóðþrýst- ingsmælitæki geta orðið útund- an,“ segir hann. Aðspurður segir hann æskilegt að verja að minnsta kosti 200-300 milljónum á ári í að endurnýja slíkan smærri búnað. Alþingi úthlutar fjármunum til tækjakaupa á Landspítalanum og sérstök nefnd innan spítalans for- gangsraðar til tækjakaupa miðað við bráðaþarfir sviðanna. Jón Hilmar fer fyrir nefndinni. Hann segir þær rúmar tvö hundruð millj- ónir sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að veitt verði til tækja- kaupa á næsta ári þýði að engin ný tæki verði keypt, fjármunirnir dugi einvörðungu til þess að mæta eldri skuldbindingum. „Við höfum verulegar áhyggjur af tækja- málum og þurfum að endurnýja mörg stór sem smá tæki á næst- unni,“ bendir hann á. Jón Hilmar segist vongóður um að framlög til tækjakaupa verði aukin og bendir á orð heilbrigðisráðherra því til stuðnings sem hefur látið vinna sérstaka tækjakaupaáætlun fyrir Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri til ársins 2014 sem að sögn heilbrigðisráðherra verður lögð fram við 2. umræðu fjárlaga- frumvarpsins sem fram fer í næstu viku. „Það er nauðsynlegt að vita hver fjárveitingin verður nokkur ár fram í tímann því liðið getur allt að ár frá því að ákveðið hefur verið að kaupa tiltekið tæki þangað til það er komið í hús. Bjóða þarf út stærri kaup á evrópska efnahagssvæð- inu og er ferlið umfangsmikið,“ bendir Jón Hilmar á. „Ef við fáum 1-2 milljarða í nokkur ár náum við að vinda ofan af vandanum,“ segir hann. Á forgangslista um tækjakaup á Landspítala eru til að mynda nýtt æðaþræðingatæki sem kostar um 150 milljónir, nauðsynlegt er að endurnýja á þriðja tug svæfinga- véla á næstu tveimur til þremur árum og kostar sá búnaður 300- 400 milljónir, að sögn Jóns Hilmars. Auk þess þarf spítalinn að kaupa stórt ísótópatæki, sem kostar 120 milljónir og speglunartæki sem kostar um 100 milljónir. „Svo eru smærri tæki eins og hjartaómtæki og fleira, greiningatæki fyrir sýkla- og veirurannsókn- ir, aðgerðatæki fyrir háls- , nef- og eyrnalækningar og búnaður vegna skurð- stofu, svo fátt sé nefnt,“ segir Jón Hilmar. „Þá má nefna að nýverið bilaði dauðhreinsunarofn sem óhjákvæmilegt er að endurnýja og kostar það 60 milljónir. Ef við fengjum einungis 200 milljónir til tækjakaupa líkt og fjárlögin gera ráð fyrir færi þriðjungurinn bara í þennan ofn,“ segir Jón Hilmar. Spurður hvað gerist á Landspít- alanum ef ekki verði undið ofan af tækjavandanum segir Jón Hilmar að á endanum muni hluti starfsem- innar stöðvast eða dragast saman. „Einhvern tímann verða sum nauð- synleg tæki einfaldlega ónýt og þá getum við ekki gert neinar nauð- synlegar aðgerðir eða rannsóknir sem krefjast viðkomandi tækja- búnaðar. En það mun vonandi ekki koma til þess,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Landspítali greiðir ríkinu 70 milljónir árlega í skatt vegna tækjakaupa Landspítalinn greiðir árlega tæpar sjötíu milljónir í virðisauka- skatt vegna tækja- kaupa. Spítalinn fær nær jafnmikið í gjafafé og hann fær frá ríki til tækjakaupa. Fjárfram- lög ríkisins til tækja- kaupa eru venjulega um 300 milljónir en sambærilegir spítalar á Norðurlöndunum verja 1,5-2 milljörðum í endur- nýjun tækja árlega. Jón Hilmar Friðriks- son, framkvæmda- stjóri kvenna- og barnasviðs Land- spítalans. Á síðustu átta árum hefur ríkið veitt tæpum þremur milljörðum til tækja- kaupa en þörfin á tímabilinu er metin á bilinu 12-16 milljarðar. Vantar því að minnsta kosti 11 milljarða upp á að mæta þörf Land- spítalans til endurnýj- unar tækjabúnaðar á síðustu átta árum. Ljósmynd/Hari Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti9. milljónir 2006 325 2007 289 2008 323 2009 383 2010 268 2011 233 2012 273 2013 862 2014 ? Gjafafé til tækjakaupa* 2010 285 2011 218 2012 480 *Uppreiknað á verðgildi ársins 2013 FjármuNir til tækjakaupa Frá 2006* 10 fréttir Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.