Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 18
„Ég hafði lengi haft áhuga á skartgripum og langaði að verða gullsmiður en það var ekki möguleiki á fá samning þegar ég var á Íslandi. Á þessu skart- gripaverkstæði fékk ég að læra demantaísetningu í skiptum fyrir að koma demöntum og peningum á milli staða,“ segir Orri og Helga skýtur inn í: „Þetta kallast að vera „diamond runner“ eða demant- ahlaupari.“ Orri þurfti alltaf að vera tilbúinn til að sendast en þess á milli nýtti hann tímann vel til að læra. „Í raun hefði helst þurft að fá brynvarinn bíl með vopnuðum vörðum til að fara með sendingarnar. Verkstæðin voru samt flest með svona sendla því yfirleitt voru þau tæp á tíma að klára verkefnin og þá væri allt of mikið mál að fá alltaf brynvar- inn bíl. Þetta varð bara að gerast strax. Margir sem voru í þessu voru handjárnaðir við töskuna sína, vopnaðir og jafnvel tveir eða þrír saman. Fyrst um sinn var ég bara með sendingarnar í umslagi í bakpokanum mínum og hlustaði á vasadiskó á meðan ég var í neð- anjarðarlestinni og fór kannski í gegnum Bronx og Harlem á leið á áfangastað,“ segir Orri sem upp- lifði þetta ekki sem hættulegar ferðir þó vissulega væri hann með verðmætar sendingar. „Oft vissi ég ekkert hvað ég var að fara með í það skiptið. Ég veit samt að dýrasti steinninn sem ég fór með var bleikur demantur sem kostaði mörg hundruð þúsund dollara. Og hann var þá bara hluti af sendingunni. En það kom að því að þeir sem unnu á verk- stæðinu fóru að segja mér að fara nýjar leiðir og reyna að vera lítið áberandi. Síðan í eitt skiptið sá ég gaur rændan sem var að gera það sama og ég. Þetta var bara á 47. stræti, einn maður kom labb- andi að honum, kýldi hann niður og hljóp í burtu, sem mér fannst skrýtið. Síðan kom annar maður hlaupandi úr annarri átt og reif af honum töskuna. Eftir það fór ég að verða aðeins stressaðri. Þegar þetta gerðist var ég búinn að vera í þessu í um tvö ár.“ Ólöglegur innflytjandi En það er dýrt að búa í New York og Orri skipti sífellt yfir í ódýrara og ódýrara húsnæði. „Ég endaði í suður-amerísku gettói. Ég fékk íbúð í byggingu þar sem allir aðr- ir voru innflytjendur frá Suður- Ameríku. Ég var þarna á fimmtu hæð, var ekki með nein húsgögn, bara dýnu og gítar. Svo á kvöldin þegar maður lagðist til svefns heyrði maður í músum og kakka- lökkum,“ segir Orri grettinn á svip en bætir við glaðlega: „En þarna var ótrúlega fínt að vera og allir mjög indælir.“ Vegna fjölda ólöglegra innflytjenda í fátækari hverfunum kom innflytjendalög- reglan reglulega og gerði rassíur. „Ég kom að húsinu mínu þegar ein rassían stóð yfir. Þar voru allir settir upp við vegg og þurftu að framvísa pappírum. Ég var bara með sex mánaða landvistarleyfi og var því ólöglegur innflytjandi. Þegar röðin kom að mér og lögg- an sá framan í mig sagði hún mér bara að fara inn. Örugglega af því ég var hvítur. Ég fylgdist með hópnum út um gluggann og sá að það fengu allir að fara þannig að eini ólöglegi innflytjandinn hefur verið ég, Íslendingurinn.“ Fimm ár voru liðin þegar Orri fékk skilaboð frá Íslandi um að gullsmiður væri að auglýsa eftir nema. Hann setti sig í samband við hann og flutti heim um mán- uði seinna. Áður fann hann til forláta kaffikrús sem hann hafði safnað gullögnum í öll árin fimm og seldi. „Þegar verið er að bora í og saga gullið falla til gullagnir. Á kvöldin og um helgar mátti maður eiga það sem varð eftir. Ég safnaði þessu í kaffikrús. Einn daginn fór ég síðan í skartgripa- götuna og til að selja. Þetta var um sumar, í 40 stiga hita og ég var léttklæddur á hjóli. Þegar ég kom á staðinn var gullið hreinsað og vigtað og gaurinn setti miða í gluggann með upphæðinni sem hann bauð í gullið. Þetta var miklu meira en ég bjóst við og kinkaði bara kolli. Hann rétti mér síðan fullt af seðlum sem ég reyndi að troða í vasana mína. Þetta var stór bunki af dollurum og ég var ekki einu sinni með tösku. Ég hjólaði síðan aftur til baka úttroðinn af seðlum.“ Barnfóstra hjá Björk Þegar Orri flutti aftur til Íslands hafði hann mikið forskot vegna þess hversu laginn hann var orð- inn við demantaísetningu. Hann stofnaði Orri Finn og starfaði einn framan af en kynntist síðar Helgu sem hafði starfað í skart- gripageiranum í nokkur ár og hanna þau núna saman. „Ég eign- lega slysaðist inn í þennan bransa en eftir að við kynntumst hefur mér fundist svo gaman að fá útrás fyrir mínar hugmyndir,“ segir hún. Það kom þeim líka skemmti- lega á óvart þegar þau komust að því að þau höfðu búið í New York á sama tíma án þess að vita hvort af öðru. „Okkur fannst það mjög fyndið. Við föttuðum það ekki fyrr en við fórum að tala um hvar við hefðum búið og í ljós kom að ég bjó alveg rétt hjá honum, alveg við Jersey. Við vorum því eigin- lega nágrannar. Ég bjó þarna í hálft annað ár. Ég fékk vinnu sem einkakennari og barnfóstra hjá Björk Guðmundsdóttur söng- konu. Ég var að kenna dóttur hennar og fór með í tónleika- ferðalög á þessum tíma. Þetta var virkilega gaman,“ segir Helga. Þau Orri hafa verið par í um þrjú ár og í gærkvöldi kynntu þau Scarab-línuna sína. „Við notum gull, brons og silfur. Við blöndum saman efnum og erum farin að nota liti. Okkur hefur langað til að gera demantaútgáfu en erum ekki viss um að það sé markaður fyrri það á Íslandi. Nú vonum við bara að það verði skordýrajól hjá Íslendingum,“ segir Orri og kímir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Forn-Egyptar litu á scarab-bjölluna sem verndartákn og eru bæði Helga og Orri heilluð af þessu merkilega skordýri. Ljósmyndir/Hari 18 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 201 Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100km í bLönduðum akStri C02 útbLáStur aðeinS 94 g Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr. 3.840.000 Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-d te C e xe cu tiv e. Honda CiviC 1.6 dÍSiL 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.