Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 90
Ekki einn í heiminum Páll Magnússon stendur í ströngu þessa dagana, blóðugur upp að öxlum með niðurskurðarhnífinn á lofti og er ekki vinsælasti maðurinn innan veggja RÚV í Efstaleitinu. Palli er þó ekki alveg einn í heiminum og þannig steig Egill Helgason fram fyrir skjöldu á Facebook og furðaði sig á því hversu fólk geti verið „skrítið“, að beina reiði vegna upp- sagnanna að Páli en ekki „þeim sem hafa skorið niður fjárveitingar til stofnunarinnar hvað eftir annað síðasta hálfa áratuginn.“  BÆKUR hafnfiRsKaR sKemmtisögUR Ingvar Viktorsson er í góðum gír í bókinni Húmör í Hafnarfirði þar sem hann segir gamansögur af sjálfum sér og sveitungum sínum. Mynd/Hari g aflarinn Ingvar Viktorsson er maður sem getur að eigin sögn allt, nema fara í megrun. Hann hefur upplifað margt, séð enn meira og heyrt ótal gamansögur og hnyttin til- svör þá áratugi sem hann hefur haldið til í Hafnarfirði. Hann var bæjarstjóri í Firðinum, á fullu í félagsmálunum og að sjálfsögðu áberandi innan FH. Ingvar hefur nú safnað saman og gefið út á bók skemmtisögur af sjálfum sér og samferðafólki í Hafnarfirði en eins og alkunna er þykja gaflarar með fyndnara fólki. Hann segir bók sína, Húmör í Hafnarfirði, þó ekki vera neina Hafnarfjarðarbrandarabók enda sé fólk löngu hætt að gera slíkt grín að Hafnfirðingum. Enda má víst telja það stjórnarskrárbrot að gera grín að minnihlutahópum þótt Ingvar vilji að vísu ekki kannast við að Hafnfirðingar flokkist sem slíkir. Ingvar kenndi við Flensborgarskóla frá 1963 og hefur fylgt ófáum æringj- unum úr Hafnarfirði einhvern spöl á menntaveginum og skólastarfið kemur þó nokkuð við sögu í bókinni. Ingvar segist fyrst og fremst vilja með bókinni halda til haga frábærum karakterum sem megi ekki falla í gleymskunnar dá og viðbrögðin hafa verið slík að fólk er farið að senda honum sögur af Hafnfirðingum og hann er að sjálfsögðu byrjaður á næstu bók. Á golfvellinum Á upphafsárum golfklúbbsins Keilis var skrásetjari að berjast við að ná tökum á golfíþróttinni og gekk það satt best að segja brösuglega. Ég vildi endilega fá vin minn og félaga, Þóri heitinn Jóns- son, með í sportið og tók hann því með út á Hval- eyri einn góðan veðurdag og ætlaði að kenna honum undirstöðuat- riðin í íþrótt- inni. Ég stillti upp bolta og tók upp kylfu og sló, en hitti ekki boltann. Ég reyndi í annað sinn en allt fór á sama veg, bolt- inn hreyfðist ekki, og þegar ég hafði reynt í þriðja sinn með sama árangri sagði Þórir, sem fylgst hafði með af miklum áhuga: „Já, þetta er helvíti sniðugt, en til hvers er boltinn?“ Áhaldahúsið Einn daginn mætti Guðmundur Valdimarsson, kallaður Gummi Valda, draghaltur í vinnuna. Elías Már smiður vatt sér að honum og spurði: „Varst þú að meiða þig, Guðmundur minn?“ Guðmundur svaraði að bragði. „Nei, Elli minn, ég var ekki að meiða mig, heldur eru það stígvélin mín sem eru misdjúp.“ Úr Víðistaðaskóla Í Víðistaðaskóla hafa komið margar skemmtilegar ritgerðir frá yngstu nemendunum eins og þessar tvær. Þær eru stuttar en segja allt sem nemand- inn vildi að fram kæmi. Sú fyrri er um nytsamasta húsdýrið og hljóðar svona: „Hænan er nytsamasta húsdýrið af því að það er hægt að borða hana áður en hún fæðist og líka eftir að hún er dauð.“ Hin ritgerðin fjallar um kúna og er á þessa leið: „Kýrin. Barnið hennar heitir kálfur. Kýrin er kvendýr og er spendýr, karl- dýrið heitir naut og sko ekki spendýr.“ Hildur Guðmundsdóttir Hildur Guðmundsdóttir hefur lengi kennt við Grunnskóla Hafnarfjarðar og átt þar mjög farsælan feril og hefur öllum nemendum hennar þótt vænt um hana. Hún hefur frá ýmsu að segja eftir öll þessi ár. Einn nemandi minn, stúlka sem stundum fór mikið fyrir, átti það til að koma of seint að morgni. Henni líkaði þetta illa og fór oft mikið fyrir henni þegar hún var að koma sér fyrir. Einu sinni sem oftar er hún seint á ferðinni og hafði greinilega gengið mikið á heima, því hún kom með þjósti miklum inn í stofu, slengdi upp hurð- inni og sagði hátt og skýrt: „Sko, Hildur, ég kem alltaf of seint þegar mamma og pabbi fara saman í sturtu.“ Eitt sinn kom nemandi minn, stúlka nokkur sem oft leit lífið öðrum augum en við hin, of seint. Ég spurði hana hverju það sætti. Þá svaraði hún: „Ég kom of seint, af því að við pabbi vorum að grilla tígrisdýr á svölunum.“ Ingvar Viktors- son, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar með meiru, hefur tekið saman gaman- sögur af sveit- ungum sínum í bókinni Húmör í Hafnarfirði. Hafnfirðingar eru annálaðir fyrir gott geðs- lag og að hafa ekki síst húmor fyrir sjálfum sér. Þess sjást glögg merki í Húmör í Hafnarfirði en Ingvar lætur hér nokkrar vel valdar sögur flakka. Grillað tígrisdýr á svölunum Bragi Þór unir hag sínum vel í konungsríkinu Bafokeng og vonast til þess að fólk styðji hann til þess að koma með kórinn sinn til Íslands.  BRagi ÞóR stjóRnaR KóR í afRísKU KonUngsRíKi Hrellir ekki kórfélaga með miklu eldfjallatali Tónlistarmaðurinn Bragi Þór Valsson hefur búið í Suður-Afríku undanfarin þrjú ár og starfar nú sem tónmenntakennari og kórstjóri hjá tónlistarskólanum Lebone II College of the Royal Bafokeng í kon- ungsríkinu Bafokeng. Skólinn telur 800 nemendur og nýtur sérstakrar velvildar konungsins sem fylgist náið með starfinu. Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar hefur boðið kammerkór Lebone að koma fram á 50 ára af- mælishátíð Tónskólans í Eldborgar- sal Hörpu 30. mars 2014 og Bragi Þór hefur hafið söfnun á vefnum Karolinafund til þess að reyna að fjármagna ferðalagið sem eins og gefur að skilja gæti orðið mesta ævintýraferð lífs meðlimanna. „Kórfélagarnir eru mjög spenntir fyrir Íslandsferðinni,“ segir Bragi. „Þau vita náttúrulega ekkert um Ísland nema það sem ég hef sagt þeim. Ég hef samt verið frekar rólegur í tali um eldfjöll og jarð- skjálfta, svo foreldrar þeirra fríki ekki út. Fyrir flest þeirra verður þetta óneitanlega mesta ferðalag sem þau hafa nokkurn tíma farið í.“ Bragi unir hag sínum vel í Afríku. „Það er frábært að búa í Suður-Afr- íku. Veðrið er æðislegt, verðlag er um 30% lægra en á Íslandi og hús- næði líklega 60% ódýrara. Maturinn er góður og fólkið er skemmtilegt. Það er náttúrulega ekki hjá því komist að Suður-Afríka hefur hæstu glæpatíðni í heimi en maður lifir bara með því, svipað og maður býr við eldgosahættuna á Íslandi. Það er alls staðar eitthvað neikvætt,“ segir Bragi sem vonast til þess að geta komið með kammerkórinn sinn í ævintýraferð til Íslands. GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 KLASSÍSK AÐVENTULJÓS Frá Svíþjóð Frá Svíþjóð 16 GERÐIR Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 16 sunnudag Geðveik jól á RÚV Vikan hefur verið erfið fyrir starfsfólk Ríkisút- varpsins í Efstaleiti og hollvini stofnunarinnar. Margt þekkt fjölmiðlafólk missti vinnuna og eftir helgi verður kynnt hvernig dagskrá út- varps og sjónvarps verður skert vegna niðurskurðarins. Það eru þó ekki bara slæmar fréttir sem berast þaðan því RÚV hefur tryggt sér sýningarrétt á Geðveikum jólum sem undan- farin ár hafa verið á Skjá einum. Hið ástsæla tvíeyki Gunna Dís og Andri Freyr mun stýra þáttunum. Að þessu sinni munu 12 fyrirtæki keppa um besta jólamyndbandið. Vefurinn Gedveikjol.is opnar föstudaginn 6. desember. Afneitar svínshausum Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur hvergi farið leynt með andstöðu sína gegn byggingu mosku í Reykjavík og hefur meðal annars tekist að tengja umræðuna Tyrkjaráninu og teygt málið í ýmsar aðrar frumlegar áttir. Hann þvoði þó hendur sínar á Facebook af blóði svínanna sem áttu höfuðin sem skilin voru eftir á lóðinni þar sem moskan á að rísa þegar hann kvartaði yfir því að DV reyndi að tengja hann svínshausunum. „Ég fyrirlít ofbeldi og þar með þá sem stóðu að þessum gjörningi. Lögreglurannsókn verður að fara fram á þessu athæfi, því að nær allir aðilar málsins, bæði andstæðingar og stuðningsmenn moskunnar eru líklegri en ég til að gera svona.“ Skrifaði Ólafur og var talsvert niðri fyrir. 90 dægurmál Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.