Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 66
Seth Godin er einn helsti markaðsgúrú heimsins í dag, metsöluhöfundur og sannkölluð rokkstjarna í markaðsfræðunum. Í fyrirlestrinum fjallar hann um mikilvægi skapandi hugsunar í starfsemi fyrirtækja og hvernig hún getur gerbreytt viðskiptahugmyndum og viðskiptaháttum með undraverðum árangri. Auk Seth tala á ráðstefnunni Magnús Scheving, stofnandi og hugmyndasmiður Latabæjar og George Bryant, stofnandi Brooklyn Brothers. Fundastjóri: Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona. Það vill enginn markaðsmaður missa af þessu! #imark Háskólabíó 29. nóvember kl. 09–12 Seth Godin Invisible or Remarkable? Skráning og nánari upplýsingar á imark.is 66 matur Helgin 16.-18. nóvember 2012  Mataræði JaMes Bond Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR M ataræði meistarans er nokkuð í takt við Atkins fæðið sem hrellir okkur næringar-fræðingana nokkuð reglulega,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur um mataræði James Bond. Í bókum Ians Fleming kemur margt fram um matarvenjur kappans. Þar ber hæst dálæti hans á rauðu kjöti og hvernig hann á ferðum sínum borðar helst kjöt, sjávar- fang, krabba, kavíar og humar. Einnig eru kebab og karríréttir í miklu upp- áhaldi svo og beikon og egg, sem eru hans staðlaði morgunverður. Bond drekkur áfengi með hverri máltíð, nema með morgunmatnum, sem hann skolar niður með svörtu kaffi. Fríða Rún útskýrir að mataræði þeirra sem kjósa Atkins lífsstílinn einkennist af miklu magni af kjöti, eggjum og feitum sósum með kartöflum. Grænmeti og annað af verulega skornum skammti. „Atkins fæðið hefur á sér stimpli fyrir að vera ekki það heilsusamlegasta þegar hjarta- og æðaheilsa er annars vegar. Það er vegna mettaðrar fitu og kólesteróls.“ Hún segir að hins vegar þá vegi neysla Bond á sjávarfangi eitt- hvað upp á móti óhollustunni, sé hún veruleg, og bætir við að næringarfræðingnum til mikillar gleði virðist Bond vera ötull við humar- inn og sjávarfangið. „Það er ánægjulegt að sjá mikið sjávarfang á matseðli James Bond en fólk borðar sjaldan nóg af því þrátt fyrir að ráðleggingar kveði á um að slíkt skuli gert tvisvar til þrisvar í viku. í bókunum er svolítið mismunandi hverskonar máltíðir eru ofan á hjá hetj- unni hverju sinni og skiptir þá ævinlega máli hvar í heiminum hann er staddur. Á Jamaíka boðar hann til að mynda mikið af mjólkurvörum, í Frakklandi bouillaba- isse (sjávarréttasúpa) og geitakássu í Tyrklandi. Fríða bendir á að kebab sé ekki það ákjósanlegasta, „en reyndar inniheldur kebabinn smá grænmeti og brauð, sem líklega er einn fárra kolvetnagjafa í fæðu Bond. Geitakássa frá Tyrklandi hljómar ekki illa en erfitt er þó að gera sér í hugarlund hvert innihald hennar er eða með hverju hún er borðuð.“ Fríða Rún segir að líta megi á það sem jákvæðan þátt að Bond snæði fjölbreytta fæðu og upplifi fjöl- breytta matarmenningu á ferðalögum sínum. „Hvað áfengið varðar þá er ekkert sem finna má jákvætt við það eða neyslu þess almennt. Þó vilja sumir halda því fram að hófleg neysla á rauðvíni sé af hinu góða og tengist því að veita líkamanum svokölluð andoxunarefni auk þess að vera verndandi gegn hjartasjúkdómum.“ Fríða Rún segir að ólíklegt megi telja að auðvelt sé að vera jafn sprækur og skarpur í hugsun og Bond sýnir okkur í ævintýrum sínum. Hún segir kolvetni mikilvæg til að viðhalda jafnri orku yfir daginn og góðri starfsemi heila og taugakerfis og fyrir snerputengd átök og líkamlega áreynslu. „Fyrir skarpa hugsun og einbeitingu eru kolvetni það sem málið snýst um og þessi kolvetni sem um ræðir þurfa að berast úr fæðu eða drykkjum. Því er ekki fyrir að fara nema í mjög svo takmörkuðu magni hjá Bond.“ Hún segir neikvæðu þætti mat- aræðisins vera yfirgnæfandi eins og skortur á græn- meti, ávöxtum og kornvörum sem leiði af sér skort á trefjum og fjörefnum, einnig hina miklu áfengisneyslu Bonds sem engan veginn getur talist holl. Er Bond þá kannski getulaus? „Það er erfitt að taka svo sterklega til orða að Bond sé mögulega getulaus. Hann er jú að nærast upp að vissu marki þó svo að líklega sé hann ekki að taka inn næga orku þar sem hann borðar mjög sjaldan, því vanti nokkuð upp á heildarmyndina og að mataræðið sé fullnægjandi.“ Fríða Rún bætir við að þar sem James Bond sé ólíkindatól og varla mannleg- ur þegar kemur að starfi hans og afrekum, sé hann líklega einnig með ofurmannlegan kraft og ómanneskjulegt orkukerfi, „sem á einhvern hátt skilar af sér mun meiri vinnu og afrekum en kerfi okkar hinna.“ Maria Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is James Bond á Atkins kúrnum Í fimmtíu ára sögu James Bond myndanna hefur það ekki farið fram hjá mörgum að þessi hold- gervingur karlmennskunnar drekkur sinn vodka martini hristan, ekki hrærðan. En hvað er það sem að maður í jafn krefjandi starfi leggur sér jafnan til munns. Ljóst er að ævintýrin krefjast mikillar orku og í bókum Ians Fleming um hetjuna má finna lýsingar á fæðu Bonds. Slíkt hefur þó ekki skilað sér inn í kvikmyndirnar. En er Bond að borða rétt? Fréttatíminn leitaði til næringar- fræðingsins Fríðu Rúnar Þórðardóttur. Fríða Rún Jónsdóttir næringarfræðingur veltir fyrir sér mataræði James Bond. Ljósmynd/Hari Venjulegur maður kæmi ekki vel undan mataræði Bond. Úrval af erlendum ostum! H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.