Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Síða 25

Fréttatíminn - 04.10.2013, Síða 25
„Hraðinn á færibandinu er orð- inn svo mikill að læknakandíd- atar upplifa að þeir eru ekki að fá neina kennslu eða þjálfun,“ segir Karl. Hann bendir á að spítalinn hafi þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að sinna sjúkum og í öðru lagi sé hann kennslustofnun. Í þriðja lagi ein öflugasta vísinda- stofnun landsins. „Það er enginn tími til að kenna læknanemum ef allir eru hér á hlaupum og álagið er eins og það er. Það sem er mest aðkallandi hverju sinni er alltaf sett í forgang og það er alltaf að sinna veika fólkinu. Kennslan kemur þar á eftir og vísindaþátturinn. En um leið og við gerum þetta erum við búin að gengisfella spítalann. Þá er hann ekki lengur háskólasjúkra- hús heldur bara, með fullri virð- ingu, eins og hvert annað lands- hlutasjúkrahús, þar sem minni áhersla er lögð á framþróun og vísindi. Það grefur undan Land- spítalanum,“ segir hann. Orðsporið skiptir máli Ómar Sigurvin Gunnarsson, for- maður Félags almennra lækna, tekur undir þetta. „Þetta er það sem hefur verið að gerast undanfarin ár, en ástandið er sínu verst á lyflækningasviði. Þar var hart gengið fram við að fækka stöðum í kjölfar hrunsins og það hafði þau neikvæðu áhrif að æ færri sóttust eftir að fara í sérnám í lyflækningum því fólk upplifði að það væri ekki að fá sérmenntun heldur væri í raun að slökkva elda allan daginn. Það væri bara vinnukraftur en ekki að fá frekari framhalds- menntun,“ segir Ómar. Hann segir álagið gífurlegt á öllu starfsfólki spítalans en kandíd- atar finni einna mest fyrir því. „Þeim er hent út í djúpu laugina án leiðbeininga því allir eru svo uppteknir. Við höfum gagn- rýnt spítalann fyrir að læknar fái enga aðlögun líkt og annað starfsfólk spítalans þegar þeir byrja í starfi. Það hefur áhrif á starfsöryggi og bein áhrif á starfsgetu einstaklings, ef fólk þarf sjálft að mennta sig í öllu sem getur komið upp. Það segir sig sjálft að fólk upplifir ekki öryggi og traust í starfi,“ segir hann Ómar segir að laga þurfi ótalmarga þætti á spítalanum. „Ákveðin vinna er farin í gang eftir að botninum var náð í sum- ar. Ég held að það hljóti að vera ljóst að það þurfi að búa svo um hnútana að fólk hafi áhuga á að vinna á öllum deildum spítalans,” segir hann og bætir við að orð- sporið af deildunum hafi áhrif á val lækna á sérfræðigrein. „Að- stæður á lyflækningasviði eru óboðlegar og fara því læknar sem vilja sérmennta sig í lyflækning- um annað hvort út í sérnám eða velja aðra sérgrein,“ segir Ómar. Þess má geta að nýlegar aðgerðir til að bæta ástandið á lyflækningasviði hafa skilað því að fjórir læknar sóttu nýverið um stöðu almennra lækna á sviðinu. Hefur lengi sigið á ógæfu- hliðina Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélag Íslands, hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Land- spítalanum og heilbrigðiskerf- inu öllu. „Það var stigið ágætt byrjunarskref nú í haust þegar brugðist var við neyðarástandinu á lyflækningasviði en það þarf meira til. Það hefur sigið á ógæfu- hliðina í langan tíma og það leið- réttist ekki umsvifalaust,“ segir Þorbjörn. „Ég þykist skynja það á því sem nýr forstjóri segir, að hann átti sig á því að það sé nauðsynlegt að beita sér í því að bæta starfsand- ann og að hann muni gera það,“ segir Þorbjörn Hann hefur áhyggjur af því að læknar og hjúkrunarfræðingar séu að minnka við sig starfshlut- fall. „Það er einungis vegna þess að fólk er farið að starfa í auknum mæli erlendis. Það má ekki halda áfram. Ég batt vonir við að nýtt fjárlagafrumvarp væri byrjunin á því að snúa þessari þróun við – en það virðist ekki vera. Ég veit ekki hvað hægt er að gera til að bæta ástandið ef það er rétt sem forstjórinn segir, að við séum að horfa á 2,5-3 prósenta niðurskurð. Þá erum við í mikilli klemmu,” segir Þorbjörn. Hann segist hafa átt von á inn- spýtingu í heilbrigðiskerfið líkt og aðrir læknar. „Yfirlýsingar stjórnarflokkanna í aðdraganda kosninga og jafnvel nú í sumar gáfu tilefni til þess að vonast eftir viðsnúningi og að heilbrigðismál- in fengju aukið vægi í ríkisrekstr- inum á kostnað einhvers annars. Þeirri forgangsröðun stýrir eng- inn nema stjórnmálamennirnir sjálfir, en hún er nauðsynleg ef við ætlum að halda uppi svipuðu heilbrigðiskerfi og er í Skandi- navíu,“ segir Þorbjörn. „Stofnun eins og Landspítalinn er drifin áfram af fjármagni. Þótt á henni vinni gott fólk verður það að hafa úr að moða full meðöl – og það felst fyrst og fremst í meira fjármagni,” segir Þorbjörn. Kristján Þór júlíusson heilbrigðisráðherra Heilbrigðiskerfi í vanda Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir vanda Landspítalans gríðarlegan að vöxtum og mikið verkefni sé þar að vinna. „Vandinn er ekki einskorðaður við Landspít- alann, nýlega sögðu fjórir læknar upp á sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum og læknar voru að segja upp á Ísafirði. Aðrar heilbrigðis- stofnanir en Landspítalinn eiga einnig í verulegum vanda,“ segir hann. „Ég vil leggja áherslu á að stór hluti af þeirri þjónustu sem verið er að inna af hendi á Landspítalanum sem annars staðar í heilbrigðiskerfinu, er í góðu lagi. Við eigum afbragðs heilbrigðisstarfsfólk sem er hæft í þeim verkefnum sem heilbrigðisþjón- ustan kallar á og hefur sinnt þessum störfum undir miklu álagi eins og allir aðrir í íslensku þjóðfélagi. Við megum ekki gleyma því góða sem við eigum. Við sjáum það í viðhorfskönn- unum sjúklinga á Landspítalanum að það er gríðarlega mikil ánægja með þá þjónustu sem þar er veitt,“ bendir Kristján á. Mórallinn og starfsandinn sé hins vegar ekki eins góður og best væri kosið. „Það er eitthvað sem við þurfum að vinna að breytingum á,“ segir hann. „Óánægjan snýst ekki að- eins um laun heldur nær hún einnig til vinnuskipulags, tækjakosts, starfsað- stöðu og fleiri þátta,“ segir hann. Fyrsti fasi spítalans í undir- búningi Hann segir umræðuna um fjárlaga- frumvarpið á villigötum. „Það er ekki óbreytt ástand ef mörg- hundruð milljónum er var- ið í að létta undir með lyf- lækningasviði með opnun hjúkrunarheimilis að Vífil- stöðum. Við verjum jafn- framt 1,5 milljörðum til að byggja undir launagrunn heilbrigðisstarfsfólks og hefjum undirbúning fyrsta áfanga nýs spítala með því að veita fjárveitingar til fullnaðarhönnunar sjúkra- hótels á lóð spítalans,“ segir hann. „Sumar deildir á Landspítalanum eru að blómstra – þetta er ekki allt niður á við. Ég legg hins vegar áherslu á að við eigum líka að horfa til hins góða. Vissulega má segja að verkefnið er ærið. Þetta er hins vegar staða sem hefur verið að byggjast upp á mörgum árum. Starfsfólk Landspítalans og annars staðar í heilbrigðiskerfinu er langþreytt yfir því að við sjáum ekki enn fyllilega til lands út úr þeirri kreppu sem skall hér á. Hið sama gildir einnig um aðrar starfsstéttir,“ segir Kristján. Tækjakaupaáætlun til 2017 Heilbrigðisráðherra tilkynnti á dögun- um um gerð svokallaðar tækjakaupa- áætlunar til ársins 2017 sem næði yfir tækjakaup fyrir Landspítalann og sjúkrahúsið á Akureyri. „Ég vonast til að hún liggi fyrir áður en lokaumræða fjárlaga fer fram og að hún verði fest í þinginu,“ segir Kristján en getur ekki sagt fyrir um hversu miklum fjár- munum hann vonast til að hægt verði að verja til tækjakaupa til viðbótar þeim fjármunum sem þegar er gert ráð fyrir. Kristján Þór Júlíusson Framhald á næstu opnu VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði hennar. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is | Finndu okkur á Facebook FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA, FRÆÐSLA OG FJÁRFESTINGARAÐFERÐIR SKILA ÁRANGRI Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. FAGMENNSKA SKILAR ÁRANGRI Í nýlegu vali breska fjármálaritsins World Finance þótti VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka standa fremst íslenskra eignastýringaraðila. Við valið er horft til margra þátta og þá helst árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu. Besta eignastýringin Frábær ávöxtun 40,2% 1 ár 25,6% 2 ár 24,7% -19,2% 4 ár 5 ár 24,7% 3 ár Hlutabréfasjóðurinn hefur skilað frábærri ávöxtun síðastliðin ár og er góð leið til þess að taka þátt í uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. * Skv. www.sjodir.is Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Öflugt fræðslustarf Fylgstu með fræðslustarfi okkar á www.vib.is Frá byrjun árs 2011 hefur VÍB staðið fyrir hafa sótt eða fylgst með á vef okkar SEM YFIR 20.000 manns 150 fræðslufundum Niðurstaða netkönnunar Capacent Gallup í maí 2013 var sú að Íslendingar myndu leita fyrst til VÍB - eignastýringarþjónustu Íslandsbanka þyrftu þeir á eignastýringar- þjónustu að halda. 30,9% þeirra sem tóku afstöðu nefndu okkur sem fyrsta val. Við erum fyrsta val 31% VÍB/Íslandsbanki 26% 22% fréttaskýring 25 Helgin 4.-6. október 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.