Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Page 34

Fréttatíminn - 04.10.2013, Page 34
Dúnmjúkur draumur Við fögnum 12.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á dúnsængum. Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna. 30% af rúmfötum Áður 34.990 kr Nú 24.990 kr Þú sparar 10.000 kr Stærð: 140x200 Fylling: 100% hvítur dúnn Dúnmagn: 790 gr með hverri dúnsæng Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun Dúnsængurnar koma með 3 ára ábyrgð. Ekkert fiður Sængin er aðeins um 1.150 gr og er því létt og þægileg. Þar sem ekkert fiður er í sænginni er hún bæði mjúk og hlý. Ábyrgð Sængurtilboðinu lýkur á laugardag Dagfinnur Stefánsson 2013 / Google Maps Brotlending á Bárðarbungu Að námi loknu hóf Dagfinnur störf hjá Loftleiðum og var í áhöfn Geysis sem brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli 14. september 1950. Áhafnarinnar var leitað í fimm daga og fundust þau öll á lífi við erfiðar aðstæður. Aðrir í áhöfninni voru Magnús Guðmundsson flugstjóri, Einar Runólfsson vélamaður, Guð- mundur Sívertsen loftsiglinga- fræðingur, Bolli Gunnarsson loftskeytamaður og Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja. Á þessum tíma voru Loftleiðir að byrja með fraktflug og leigði bandaríska fyrirtækið Seabo- ard flugvélina Geysi sem var af gerðinni DC-4, með áhöfn. „Þetta var fyrsta ferðin og var henni heitið til Lúxemborgar þar sem við áttum að taka frakt og fara með til Bandaríkjanna. Þetta var að kvöldi til og það var vont veður á hafinu. Svo var Catalina flug- bátur frá Loftleiðum sem átti að fara með danska leiðangursmenn sem höfðu verið á Grænlandi frá Íslandi til Kaupmannahafnar en vegna slæms veðurs var ákveðið að við myndum taka þá á leiðinni til Lúxemborgar og lenda með þá í London. Þess vegna fór Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja með.“ Áhöfnin var í Lúxemborg allan daginn og beið eftir því að vélin yrði hlaðin. Svo í eftirmiðdaginn lögðu þau af stað til Íslands en voru þá búin að vera lengi á vakt. „Við skiptumst á að vera fram í og það var koja aftur í. Þegar við lögðum af stað frá Lúxemborg með fraktina tók ég við stjórn vélarinnar á meðan Magnús flug- stjóri lagði sig. Svo yfir Færeyjum tók hann við. Ég man vel að ég sá ljósin yfir Færeyjum, það var komið myrkur.“ Þegar Magnús tók við lagði Dagfinnur sig en var svo vakinn og heyrði þá að hreyflar vélarinnar voru komnir á fullt afl. „Ég fór fram í og þá var komin það mikil ísing á vél- ina að hún hélt varla hæð og við reyndum eins og við gátum að hækka okkur. Svo rétt eftir að ég var sestur í aðstoðarflugmanns- sætið sagði Magnús flugstjóri að við yrðum að reyna að brjóta ísinguna af en það var gert með því að ýta á takka fyrir ofan mig. Ég tók af mér beltið og stóð upp en þá brotlentum við á Bárðar- bungu.“ Kápuefni frá Dior í París veitti yl Dagfinnur rotaðist við höggið þegar hann skall á mælaborði vélarinnar. „Svo vaknaði ég úr rotinu og heyrði að þau voru að kalla á mig því þau vissu ekki um mig. Þá var ég í sætinu mínu en þau öll komin út úr vélinni. Það var myrkur, skafrenningur og blindbylur þarna uppi og mjög kalt. Ég fór út til þeirra og það blæddi mikið úr mér. Svo fann ég að það var að líða yfir mig aftur.“ Dagfinnur fór þá aftur inn í flakið og segir að hinir hafi óttast að það myndi kvikna í því. „Mér var alveg sama og bara henti mér þangað inn og sofn- aði.“ Þegar hann vaknaði voru hin komin inn í flakið og byrjuð að dúða sig saman í kuldanum. „Það sem bjargaði okkur var að það var mikið af vefnaðarvöru frá Dior í París sem var á leiðinni til Bandaríkjanna. Alls konar fín kápuefni. Við gátum vafið okkur inn í þau og legið í einni kös til að halda á okkur hita. Þarna vorum við í fimm daga þangað til við fundumst.“ Áhöfnin vissi ekki hvar hún var fyrr en á fimmta degi þegar fólkið fannst og veðrið var orðið betra. Í björgunarbátum vélarinnar voru neyðarsendar og sendi Bolli Gunnarsson loftskeytamaður skeyti sem barst varðskipinu Ægi sem var statt austur af Langa- nesi. Í skeytinu stóð: „Erum á jökli, allir á lífi.“ Í framhaldinu voru leitarvélar sendar af stað og gerðu Dagfinnur og aðrir í áhöfninni vart við sig með því að kveikja bál. „Við sóttum bensín úr tönkunum og svo biðum við eftir leitarfólkinu sem kom gangandi upp jökulinn.“ Dagfinnur segir hópinn aldrei hafa misst vonina um að finnast þó þau hafi verið farin að íhuga að ganga til byggða. „Sem betur fer gerðum við það ekki því við vissum ekki hvar við vorum. Við vorum norðarlega á jöklinum en héldum að við værum sunnar. Ef við hefðum gengið af stað í suður hefðum við þurft að ganga yfir allan jökulinn.“ Skíðaði niður Vatnajökul Skíðaflugvél varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var send upp á Vatnajökul til að sækja áhöfn- ina en komst svo ekki á loft af jöklinum. Þá voru settar tréplöt- ur undir skíðin svo hún myndi ekki sökkva í snjóinn. „Allir voru settir í land nema ég til að létta vélina því ég þurfti að komast til læknis eins fljótt og auðið var. Svo komst vélin bara rétt svo á loft en þá fauk ein platan og lenti í hliðarstýrinu á vélinni og það kom smá högg og þá hætti flug- maðurinn við flugtak. Þá voru björgunarmennirnir að koma Hugsanlegt flugvallarstæði á Bessastaðanesi. Dagfinnur segir flugvöll þar hafa mikið notagildi þar sem miðstöð innanlands- flugs yrði, ásamt kennslu- og æfingaflugi auk þess sem völlurinn gæti orðið varaflugvöllur fyrir stærri vélar sem annars treysta á völl í Skotlandi. 34 viðtal Helgin 4.-6. október 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.