Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 04.10.2013, Qupperneq 39
heilsa 39Helgin 4.-6. október 2013 Lesið vandlega mikilvægar upplýsingar á pakkningu um notkun. Nánari upplýsingar eru á husk.dk Husk®fibre fæst einnig með fersku sólberja- eða sítrónu bragði. Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar. Einfalt og fljótlegt að taka inn – duftið er hrært út í vatn og drukkið sam stundis. Að því loknu skal drekka annað glas af vökva. HUSK er 100% náttúrulegt „þarma stillandi“ efni. HUSK er hreinsuð fræskurn indversku lækninga jurtarinnar Plantago Psyllium. HUSK er án sykurs eða bragðefna og bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt. 85%FÆÐU-TREFJAR Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun er æskileg. Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fl jótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfi ð inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfi tt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfi ð. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða trufl anir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfi ð. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afl eiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfi ð a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfi nu. 10 desember 2008. BÆTIR STARFSEMI ÞARMANNA Á VÆGAN HÁTT 20% AFSLÁTT UR 2. TIL 16. OKTÓBER ! HUSK FÆST Í APÓTEKUM OG HEILSUVERSLUNUM HUSK FIBRE FÆST Í APÓTEKUM HÁTÍÐLEGT JÓLAHLAÐBORÐ FRÁ MÚLAKAFFI Sími: 553·7737 · mulakaffi @ mulakaffi.is · mulakaffi.is Við getum komið með veitingarnar til þín eða við útvegum sal og sjáum um jólahlaðborðið alla leið. Í NÓVEMBER OG DESEMBER FÖRUM VIÐ Í HLÝLEGAN JÓLABÚNING OG UMGJÖRÐIN VERÐUR ENGU LÍK KOKKARNIR OKKAR TÖFRA FRAM JÓLAHLAÐBORÐIÐ SEM AÐ SJÁLFSÖGÐU SVIGNAR AF FJÖLBREYTTUM OG GIRNILEGUM RÉTTUM. JÓLAHLAÐBORÐ ER ORÐINN ÁRVISS VIÐBURÐUR HJÁ FJÖLDA FYRIRTÆKJA OG EINSTAKLINGA Á AÐVENTUNNI I S amfélags- og þróunarverk-efnið Heilsueflandi samfé-lag er í fullum gangi nú á haustdögum í Mosfellsbænum en að því koma heilsuklasinn Heilsu- vin, Mosfellsbær og Landlæknis- embættið. „Mosfellsbær er fyrsta samfé- lagið sem tekur þátt í þessu til- tekna verkefni þannig að verið er að vinna þarft brautryðjendastarf í sveitarfélaginu,“ segir Ólöf Kristín Sívertsen sem situr í stýrihóp verkefnisins. Undirbúningur fyrir verkefnið hefur staðið yfir í um ár en Heilsu- klasinn átti í raun frumkvæði að því að sveitarfélagið Mosfellsbær myndi taka þátt í verkefninu en von er um að önnur sveitarfélög bætist í hópinn með tímanum og að reynsla Mosfellsbæjar af verk- efninu muni nýtast þeim. „Klasinn var stofnaður árið 2011 og er samstarfsvettvangur fyrir- tækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga sem tengjast með einhverjum hætti heilsu og heilsu- eflingu,“ segir Ólöf en öll þau fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í verkefninu koma að kostnaði annað hvort með vinnuframlagi eða peningum. Hugmyndin segir Ólöf sú að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi vettvang til þess að vinna í sameiningu og geti nýtt sér samtakamáttinn. Hvert og eitt fyrirtæki geti komið góðum hlutum á framfæri þó að þau séu í samkeppni hvert við annað. Embætti landlæknis hefur á undanförnum árum komið að verkefnum eins og heilsueflandi framhaldsskóli, grunnskóli og jan- fvel leikskóli sem hafa reynst mjög vel en Ólöf segir að nú sé kominn tími til að vinna að verkefni sem getur náð til allra aldurshópa. „Síðastliðið ár höfum við verið að vinna stöðugreiningar og undir- búningsvinnu. Niðurstöðuskýrsla lá fyrir í september og þá tókum við stöðuna á samfélaginu eins og hún er í dag. Í framhaldinu getum við ákveðið hvert við viljum stefna og hvernig við ætlum við að gera það,“ segir Ólöf. Áhersluatriðum verkefnisins hefur verið skipt í fjóra þætti sem eru mataræði og næring, hreyfing  LýðheiLSa MarkMiðið að taka heiLSuSaMLegar ákvarðanir Brautryðjendastarf unnið í Mosfellsbænum Markmið verkefnisins „Heilsueflandi samfélag“ er að koma á fót heilsu- eflandi samfélagi í þágu fólks á öllum æviskeiðum, auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir, draga úr ójöfnuði í heilbrigðismálum og draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með forvarnar og heilsueflingarstarfi. og útivist, líðan og geðrækt og almenn lífsgæði en sá flokkur leggur meðal annars áherslu á öryggismál og vímuefnavarnir. Verkefnið í heild miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan heildræna heilsueflingu allra aldurshópa og mun aðferðarfræði og niðurstöður vonandi geta nýst í öllum samfélögum á Íslandi í fram- tíðinni. Markmið verkefnisins eru í hnotskurn að koma á fót heilsueflandi samfélagi í þágu fólks á öllum æviskeiðum, nýta heildrænar aðgerðir til að auðvelda fólki að taka heilsusam- legar ákvarðarni, draga úr óljöfnuði hvað varðar heilbrigði og draga úr tíðni langvinnra sjúk- dóma með forvarnar og heilsueflingarstarfi. Maria Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Geir Gunnlaugsson landlæknir, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sylgja Dögg Sigurjóns- dóttir stjórnarformaður heilsuklasans Heilsuvinjar eru afar ánægð með samstarfið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.