Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 34

Fréttatíminn - 18.05.2012, Side 34
2 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012 Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, hand-heflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hvernig vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur. Dalvegi 10-14 201 Kópavogur Sími: 595 0570 Parki.is G óður undirbúningur fram-kvæmda í hvívetna er lykil-atriði og mjög mikilvægur og einnig það að velja hæfan, góðan og ábyrgan ráðgjafa og verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsfram- kvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað með ósköpum og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og lélegri ráðgjöf og einnig röngu vali á verktökum. Það er skammgóður vermir að spara á undirbúningsstiginu. Þar er grunn- urinn lagður og ef hann er veikur þá er ekki við góðu að búast. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðun. Þegar hún liggur fyrir er rétt að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand húss- ins og viðgerðarþörf. Húseigendur eru hvattir til að snúa sér til tækni- manna og fyrirtækja sem fram- kvæma slíkt mat en framkvæma það ekki sjálfir né fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á verklýsingu. Við stærri verk eru úttektaraðilar og ráðgjafar oftast fegnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði. Mikilvægt er fyrir eigendur að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverkum. Hús- eigendur verða að forðast eins og heitan eldinn að skipta við fúskara og töfra- og kraftaverkamenn sem ekki hafa fullnægjandi fagréttindi. Að velja verktaka er ekki auðvelt verk. Alls ekki er víst að sá sem býður lægst sé með hagstæðasta tilboðið þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri atriða svo sem hvort verktaki hafi fagréttindi, hvort af honum fari gott orðspor. Er hann vandaður og traustur? Má treysta því að hann hafi fjárhagslegt bol- magn til að ljúka verkinu? Er hann engilbjartur í hvívetna eða með vafasama og flekkótta fortíð í fjár- málum og skuldahala? Það er hæg- ur leikur fyrir ábyrgðarlausa fúsk- ara að bjóða lágt og lofa miklu. Það er létt að lofa ef vilji og geta til efnda er ekki að flækjast fyrir mönnum. Um það vitna mörg dæmi. Afla þarf upplýsinga um þessi at- riði og vega og meta heildstætt en ekki bara einblína á tilboðsfjárhæð- ina. Reyndir, færir og ábyrgir ráð- gjafar eru helsta trygging, skjöldur og slysavörn verkaupa gagnvart vafasömum verktökum. Þeir þekkja gjörla til fyrirtækja og manna í bransanum og verka þeirra og þá reynslu og það orðspor sem af þeim fer. Góður ráðgjafi er þannig gullsí- gildi, ekki síður en góður verktaki Seint verður fullbrýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Allt of títt er að enginn skriflegur samningur sé gerður eða að ekki sé vandað til samningsgerðar. Skapar það hættu á ágreiningi og deilum. Mikilvægt er að í verksamningi séu skýr og ákvæði um skyldur aðila, verklaun- in, verktímann og framvindu verks- ins og hvaða verkþætti sé um að ræða. Hafi verið samið um fast verð getur verktaki almennt ekki krafist hærri verklauna, nema hann hafi unnið fleiri verkliði en samið var um og með samþykki viðsemjanda. Ef gengið er flausturslega frá verksamningi er hætt við að ágrein- ingur rísi og aðilar, annar eða báðir, telji sig fara hallloka. Eitt af því sem er til þess fallið að draga úr slíkum málalokum er að aðilar geri með sér skriflegan samning, þar sem fram koma að minnsta kosti upp- lýsingar um öll nauðsynleg atriði, hvað skuli gert, verklaun og verk- tíma. Ekki er að lögum skylda að gera skriflegan samning um verk er tengist fasteign og er algengt að minni háttar og einfaldir samningar séu munnlegir. Munnlegir samn- ingar eru hins vegar mjög til þess fallnir að ágreiningur verði með að- ilum um efni þeirra eða jafnvel til- vist samnings. Spakvitur kaupsýslumaður sagði eitt sinn að munnlegir samningar séu ekki pappírsins virði sem þeir eru ekki skrifaðir á og eru það orð að sönnu. Það er beggja aðila hagur að skriflegur samningur sé gerður. Ákvæði laga um þjónustukaup gilda um samskipti eigenda íbúðar- húsnæðis og verktaka. Þar er svo mælt fyrir að verktaki eigi ekki að vinna önnur verk en samning- ur kveður á um. Ef í ljós kemur að eðlilegt sé að vinna önnur verk til viðbótar, ber verktaka að tilkynna eiganda um það og óska eftir fyrir- mælum hans. Geri hann það ekki á hann ekki rétt til aukagreiðslna vegna slíkra verkþátta. Í þessum geira eru því miður margir svartir sauðir á sveimi sem oft hafa enga eða takmarkaða fag- þekkingu á viðgerðum. Þessir að- ilar bjóða gjarnan töfralausnir. Húseigendur þurfa að varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og enginn verksamningur er gerður og jafnvel reikningsleysi sem er bæði ólöglegt og stórvarasamt. Án reiknings hef- ur húseigandi ekkert í höndunum um verkið og ábyrgð á því. Svart er svart. Því miður eru tölu- verð brögð að reikningslausum við- skiptum og virðast sumir húseig- endur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verk- kaupi hag sinn í þeim viðskiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokk- urs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikilvægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins end- urgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði að fyrir liggi fullgildir reikningar. Fundað um framkvæmdir. Í greinasafni Húseigendafélagsins er mikinn fróðleik að finna um við- haldsmálefni og málefni húsfélaga. Þá skal minnt á að félagsmönnum stendur til boða lögfræðiþjónusta um húsfélög og verksamninga, sem og flest önnur málefni er varða fast- eignir. Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur að húsfundir séu rétt haldnir þannig að ákvarðanir þeirra verði ekki vefengdar með þeim leið- indum og fjárhagslegu skakkaföll- um sem því fylgir. Til að stuðla að öryggi og hús- friði býður Húseigendafélagið upp á húsfundaþjónustu sem felur í sér ráðgjöf og aðstoð við húsfundi og tryggir lögmæta fundi og að rétt sé staðið að töku ákvarðana um viðhald og annað. Fundarstjóri er lögmaður sem hefur þekkingu og reynslu í fundastjórn og málefnum fjöleignarhúsa. Fundarritarar eru laganemar. Lögfræðingar Hús- eigendafélagsins aðstoða við allan undirbúning, fundarboðun, tillögu- gerð og fleira og eru ráðgefandi um öll atriði. Með því að nýta sér þessa þjónustu geta húsfélög, eigendur og viðsemjendur húsfélaga; bank- ar, verktakar, iðnaðarmenn, efnis- salar, verktakar, treyst því að hús- fundur sé lögmætur og ákvarðanir hans séu teknar með réttum hætti. Árétting: 1. Fáið hæfan og hlutlausan ráð- gjafa, sérfræðing, til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf. 2. Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum, byggðum á magntöl- um og verklýsingu. Við stærri verk fer yfirleitt fram útboð. 3. Meta þarf tilboð í samhengi við útboðsgögnin, heildarverð, ein- ingaverð, uppsetningu tilboðsins og verktíma. 4. Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samn- inga við viðkomandi verktaka. Seint verður fullbrýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verk- taka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. 5. Eftirlit með þarf að vera í vel skil- greint og í föstum farvegi og í hönd- um hæfs og óháðs séfræðings eða fagmanns. 6. Lokauppgjör fer fram þegar telst lokið. Mikilvægt er að taka út verkið áður en lokagreiðsla fer fram. Húseigendafélagið Sigurður Helgi Guðjónsson hrl  Viðhald undirbúninGur er lykilatriði Fyrirhyggja og framkvæmdir Við hverskonar framkvæmdir skiptir öllu máli að velja rétta manninn til verksins, enda ákvarðar vinna viðkomandi gæði verksins. Við val á verktaka er mikilvægt að neytendur líti til þess hvort að um sé að ræða fagmenntaðan einstakling, svo sem löggildan iðnmeistara á viðkomandi sviði. Hversvegna iðnmeistara? Iðnmeistari hefur hlotið staðfestingu þess að hann hafi fullnægjandi færni til að sinna verkum á sínu sérsviði og eru flestir iðnmeistarar aðilar að meistara- félögum sem hægt er að leita til ef viðkomandi iðnmeistari skilar ekki verki í samræmi við samning. Í þeim tilfellum sem iðnmeistari er innan Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins (MSI), yfir 500 iðn- meistarar, þá er jafnframt hægt að leita til ábyrgðarssjóðs MSI . Mikilvægi samninga, verð- samanburðar og meðmæla. Æskilegt er að leita tilboða á meðal fag- manna og líta til meðmæla sem fyrri við- skiptavinir hafa veitt við val. Þegar komist hefur verið að samkomulagi er síðan skyn- samlegt að skjalfesta samning um verkið, enda fer þá ekki á milli mála hvað samið var um og réttarstaða mun betri ef eitthvað óvænt kemur upp á s.s. galli. Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna berast á hverju ári nokkur fjöldi kvartana vegna viðskipta neytenda við iðnaðarmenn og má rekja ástæður slíkra kvartana m.a. til þess að ekki var gerður verðsamanburður, ekki voru fengin með- mæli og hvorki var fengið skriflegt tilboð né skriflegur samningur gerður. Hvernig er best að leita til- boða og afla meðmæla? Oft á tíðum þá þekkja vinir eða vanda- menn góðan iðnaðarmann sem viðkom- andi er tilbúinn að mæla með, en engu að síður er æskilegt að leita tilboða til þess að fá ekki eingöngu góðan mann í verkið heldur einnig á sanngjörnu verði. Lausnin á ofangreindum vandamálum gæti verið vefsíðan nagli.is sem nýverið opnaði. Nagli.is – hvað er það? Nagli.is er markaðstorg á netinu þar sem neytendur geta með einföldum hætti birt lýsingu á verki og fagmenn boðið í. Neyt- endur eru öryggir með að aðeins fagmenn sendi þeim tilboð og geta neytendur borið saman fagmenn út frá þeim upplýsingum sem þeir birta á síðunni auk ummæla og einkunna frá fyrrum viðskipavinum. Þegar fagmaður hefur verið valinn þá þurfa aðilar að samþykkja staðlaðan samn- ing um verkið sem byggir á lagareglum og almennt viðurkenndum stöðlum hér á landi. Hægt er að skjalfesta öll samskipti á verktímanum í gegnum síðuna og það að bæta við fyrir fram samþykktum auka- og viðbótarverkum er leikur einn. Við verklok gefa aðilar hvor öðrum einkunn/umsögn og stuðla þannig að áframhaldandi uppbyggingu viðskiptasögu og ábyrgum verktakaviðskiptum. Húsfélög Inn á nagli.is geta húsfélög haldið utan um og skjalfest sínar framkvæmdir. Aðeins einn aðili getur haft umboð til að skuldbinda félagið í gegnum síðuna, en allir aðilar viðkomandi húsfélags geta fylgst með þeim tilboðum sem berast og samskipum á verktímanum. Nagli.is veitir því húseigendum einfalda og fljótlega leið til að finna færustu fagmennina á hagstæðu verði. Guðmundur Kárason og Þorsteinn Gestsson Að velja rétta manninn til verksins Leitið faglegrar ráðgjafar og fáið tilboð.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.