Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 29 Framhaldsmeðferð sjúklinga úr mænusóttarfaraldrinum 1955 JJjtir ^Jiaul ^JJriítjániíon. Af sj úklingum þeim, er veikt- ust í mænuveikifaraldrinum síðla árs 1955, hafa komið til eftirlits og meðferðar í Æfinga- stöð lamaðra og fatlaðra alls 110 manns. Langflestir, einkum þeir, sem lítið eða ekkert höfðu lamazt, liöfðu verið stund- aðir í heimahúsum. Oft var langt um liðið frá því þeir veikt- ust þar til þeir komu í stöðina til eftirlits og því erfitt að dæma um ástand þeirra á fyrsta stigi veikinnar. Vöðvapróf höfðu yf- irleitt ekki verið gerð nema á þeim, er lágu í sjúkrahúsum. Þess má og geta, að um sömu mundir og mænuveikin geisaði, gekk einnig annar faraldur, a. m. k. á tveim stöðum á landinu, sem mjög líktist mænuveiki og var í sumum tilfellum erfitt að dæma um hvor sjúkdómurinn var. Tafla I sýnir ástand sjúlc- linganna, er þeir komu fyrst í æfingastöðina. Vafalítið hafa nokkrir þeirra 30 sjúkl., er reyndust ólamaðir, haft einhverjar vöðvaveiklanir í fyrstu, þótt þær væru nú horfn- ar, enda bentu frásagnir þeirra í sumum tilfellum á að svo hefði verið. Margir liöfðu fram að færa ýmsar kvartanir, svo sem þreytu, stirðleika og vöðva- verki. Við skoðun var yfirleitt litið að finna, en stundum voru þó vöðvaeymsli og rigiditet tals- vert áberandi. Nokkrir þessara sjúkl. fengu fysiurgiska með- ferð og batnaði sumum alveg, en öðrum nokkuð. Fæstir komu til eftirlits síðar, og er því ekki vitað um afdrif þeirra. Flestir hinna 80 sjúkk, er lam- aðir voru, hafa notið stöðugrar meðferðar og komið reglulega til eftirlits. Fáeinir hafa þó helzt úr lestinni og er ekki með fullri vissu vitað um ástand þeirra nú. Hjá þeim, er miklar lamanir höfðu í upphafi, hefir batinn vfirleitt verið mjög hægfara og TAFLA I. Karlar Konur Börn innan 12 ára Samt. Engar lamanir 2 21 7 30 Lömun í útlim 9 17 14 40 Lömun í 2 útlimum eða fl. 3 2 6 11 Lömun í andliti 2 1 3 Lömun í bol og útlimum .. 1 13 12 26 Samtals 17 53 40 110

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.