Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 26
30 L Æ K N A B L A Ð I Ð TAFLA II. Karlar Albata.................. 3 Lömun I útlim........... 4 Lömun í 2—4 útlimum .... 2 Lömun í andliti ............ 2 Lömun í bol og útlimum .. 1 Sjúkl., sem ekki er vitað um 3 Samtals 15 lítill. Einkum á þetta við þá, sem höfðu heila útlimi lamaða. Miklu betri varð árangurinn þar sem veiklanirnar voru í einstök- um vöðvum á víð og dreif. Lang- mestur varð batinn fyrstu 3 mánuðina, en geklc stöðugt hæg- ar eftir því sem lengra leið. Tafla II sýnir ástand hinna lömuðu sjúldinga í árslok 1957. Allir þeir niu sjúklingar, er hurfu úr meðferð og síðan hef- ir ekki verið fylgzt með, voru lítillega lamaðir og er líklegt, að þeir hafi enga teljandi ör- orku. Sextán mega teljast al- hata enda var lömun þeirra alltaf lítil. Nú*) koma áÆfinga- stöðina 55 sjúklingar til með- ferðar og eftirlits. Þeir eru allir meira eða minna lamaðir. Af þeim eru 30 eldri en 12 ára, en 25 yngri. Meðal þeirra fullorðnu er ein kona algjörlega ósjálf- bjarga, en önnur með mjög mildar lamanir í háðum fótum og lærir sennilega aldrei að ganga. Getur unnið nokkuð í liöndum. Þrir sjúklingar nota spelkur á báðum fótum, og geta Konur Börn innan 12 ára Samt. 5 8 16 11 11 26 4 6 1 3 11 8 20 5 19 32 33 80 gengið dálítið og hafa góða krafta í höndum. Tveir hafa spelku á öðrum f æti. Þá eru f imm sjúklingar, sem sennilega er hægt að laga með skurðaðgerð. Vinnugeta er minnkuð að meira eða minna leyti hjá seytján, en tólf mega teljast full vinnufær- ir. Erfitt er að dæma um endan- legar batahorfur hjá mörgum harnanna. Einn drengur er og verður algjör öryrki. Ellefu nota gönguspelkur, en nokkur munu losna við þær, er skurðaðgerð hefir verið gerð á þeim. Ein stúlka hefir mjög miklar lam- anir í hol og útlimum og hefir fengið slæma hryggskekkju og er í ráði að gera festingu á hryggnum. Önnur tvö börn hafa væga skekkju í baki. Ég tel lík- legt, að ekki færri en átján hinna 25 lömuðu barna muni hafa minnkaða vinnugetu. Þannig verða alls 42 sjúkl. af þeim, sem veiktust af mænu- veiki 1955, með minnkaða vinnugetu, en 2 algjörir öryrkj- ar. ) Jan. 1957.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.