Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 271 voru, og teknar voru trúanlegar skriflegar fullyrðingar um hjart- sláttartruflanir. Átti það siðarnefnda einkum við hjartsláttar- truflanir skömmu fyrir dauða, svo sem fibrillatio ventriculorum, en sjaldnast voru hjartarafrit finnanleg því til staðfestingar. Þessi tala er frambærileg fyrir ósérhæfða deild, en er fjarri sanni. Nýj- ustu tölur frá hjartagæzludeildum ná allt að 90%.8 10 12 Af okkar tölum er því ljóst, að mikið af hjartsláttartruflun- um hefur farið fram hjá starfsliðinu. Flestir telja nú, að mesta gagn hjartagæzludeildar liggi í fljótari og öruggari greiningu á hjartsláttartruflunum og skjótri meðferð þeirra. A töflu VII má sjá þær hjartsláttartruflanir, sem fundust. Eins og vænta mátti, reyndust aukaslög bæði frá fram- og aftur- hólfum algengust. Einnig var athugað, hvernig lyfjameðferð gegn hjartsláttartruflunum var háttað. Alls fengu 22 sjúklingar chinidin, einkum fyrri 2 árin, lidocain fengu aðeins 2 sjúklingar, procainamid fengu 11 sjúklingar, einkum siðasta árið. Þessar tölur þættu ekki háar í dag þegar miklar breytingar hafa orðið á meðferð við hjartsláttartruflunum um allan lieim. Ekki reyndist mögulegt að meta, hve margir liefðu fengið lost. Hins vegar reyndust 36 sjúklingar hafa fengið ln’áða blóð- þrýstingslækkun niður fyrir 85 mmHg.11 Af þessum sjúklingum dóu 20 eða 55,6%. Ljóst er, að þessir sjúklingar hafa ekki allir verið lostnir. Meðferð við losti var mismunandi, en yfirleitt var beitt sympatomimetiskum lyfjum og digitalis. Hjartabilun fengu 78, eða 49,7%. Sjá töflu IX. Gegn hjarta- bilun var beitt þvagleysandi lyfjum og oftast digitalis, en digitalis var notað al' mikilli varfærni á þessum árum við sjúklinga með infarctus myocardii. Alls fengu 66 sjúklingar digitalis, nokkrir vegna hjartsláttartruflana svo sem fibrillatio atriorum. Dánar- tala sjúklinga með hjartabilun er allmiklu hærri en hinna. Eru þessar tölur samhærilegar við aðrar rannsóknir af svipuðu tagi.s n ís Um meðferð að öðru leyti er það helzt, að segavörnum með heparini í upphafi og síðan dicumaroli var beitt alltaf, nema sér- stök rök mæltu á móti því. (Sjá töflu XVIII). Ekki er vitað um neina alvarlegri fylgikvilla við þessa meðferð, nema hjá einum sjúklingi, sem dó skyndilega. Heyndist hann hafa hæmorrhagia retroperitoneale, sem líklega var aðaldánarorsökin. Rúmlega var vanalega alger í eina viku og fótaferð síðan smáaukin allt til útskriftar. Flestir sjúklingar voru róaðir með librium eða öðru svipuðu lyfi. Gegn verkjum var ýmsum lyfjum beitt, en morphin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.