Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 55
IÆKNABLAÐIÐ 213 RÖNTGENTÆKNAR — HJÚKRUNARNÁM LJÓSMÆÐRA Lög um tæknimenntaðar heiIbrigðisstéttir voru gefin út 16. apríl 1971 og eru nr. 64. Ýmsir hópar tæknimenntaðra manna eru nú starfandi innan heilbrigðisþjónustunnar og fer þeim fjölgandi. Menntun þeirra og starfssvið er mismunandi. Með tilkomu þessara nýju laga skapaðist nauðsynlegur grundvöllur til að stofna nýja skóla og námsbrautir fyrir heilbrigðistækna og til að veita þeim viðurkenningu til starfa í formi löggildingar að námi loknu. Gert er ráð fyrir, að reglugerð verði sett fyrir hverja stétt heilbrigðistækna, þar sem fjallað verður um menntunarskilyrði þeirra og þau nánar mörkuð. Ein af þeim nýstéttum, er undir þessi lög heyra, eru röntgentæknar. Röntgentæknaskólinn Reglugerð fyrir röntgentæknaskóla var gefin út af ráðuneytinu 28. október 1971 og er nr. 209. Þar kveður á um markmið og stjórn röntgentæknaskóla, inntökuskilyrði, námstíma, námsefni og rekstur skólans. Hér verður drepið á nokkur atriði úr reglugerð- inni. Sjúkrahúsum, er hafa sérstakar röntgen- greiningardeildir með a. m. k. 15000 rann- sóknum á ári, er heimilt að starfrækja röntgentæknaskóla. Þeim er og heimilt að starfrækja sameiginlega skóla, þar sem bók- nám fer fram, en verknám á röntgendeildum viðkomandi sjúkrahúsa. Hlutverk skólans er að tæknimennta að- stoðarfólk við röntgengreiningu, er geti að- stoðað röntgenlækna, og framkvæmt sjálf- stætt sumar tegundir röntgenrannsókna eft- ir fyrirmælum. Það á að geta metið ástand sjúklinga að nokkru og aðstoðað þá eftir þörfum og samkvæmt fyrirmælum. Umsækjandi í skólann skal vera fullra 17 ára, hafa lokið gagnfræðaprófi eða lands- prófi miðskóla og framvísa heilbrigðisvott- orði og sakavottorði. Umsækjandi, er hefur lengri skólagöngu, skal að öðru jöfnu ganga fyrir um skólavist. Námstími er 2 ár og 6 mánuðir og er nám- inu skipt í 3 stig: Undirbúningsstig, bók- og verknámsstig og starfsþjálfunarstig. Nemandi fær engin laun fyrstu 6 rnánuð- ina, þá fær hann 50% byrjunarlauna röntgen- tæknis í 1 ár og síðan 75% sömu launa í annað ár. Kostnaði við rekstur röntgentæknaskóla er skipt þannig: Ríkissjóður greiðir laun kennara og kostnað vegna prófa. Allur annar kostnaður, svo sem laun nemenda, kennslu- efni og kennsluaðstaða, er greiddur af við- komandi sjúkrahúsi. Röntgentæknaskólinn tók til starfa 15. febrúar 1972. Skólastjóri er Ásmundur Brekkan, yfirlæknir á röntgendeild Borgar- spítalans. í fyrstu var skólinn rekinn af Landspítalanum og Borgarspítalanum, en á s.l. sumri bættist Landakotsspítali við. I stjórn skólans er fulltrúi skipaður af heilbrigðismálaráðherra, fulltrúar tilnefndir af sjúkrahúsunum og einn tilnefndur af nem- endum skólans. Fyrstu nemendurnir voru 12 alls, og munu þeir Ijúka námi um miðjan ágúst 1974. Einn nemandi hefur þegar lokið námi, var byrj- aður áður en skólinn tók til starfa. í ágúst s.l. innrituðust 17 nýir nemendur í skólann, svo að þar eru nú við nám 28 nemendur alls. Fyrstu 6 mánuðina leggja nemendur stund á svipað bóknám og nemendur í sjúkrahjálp og verknám þeirra fer að mestu fram á sjúkradeildum, slysa- og skurðdeildum. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.