Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 8
fimmtudagur 15. mars 20078 Fréttir DV Tugmilljarða arður Það er gott að eiga hlutabréf í fjármálafyrirtækjum. Hluthafar sem eiga hlut í fyrirtækj- um í Kauphöllinni fá greidda 64 milljarða króna í arð vegna hagnaðar á síðasta ári. Þar af eru 62 milljarðar vegna fjármálafyrirtækja. SPRON er ekki í Kauphöllinni en greiðir 8,9 milljarða í arð. Styr stóð um fyrirtækið fyrir nokkrum árum og reyndu stjórnmála- menn að setja skorður við völd stofnfjáreigenda. Reynslan sýnir að engin hlið eða veggir halda aftur af gullkálfinum segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjármálafyrirtæki landsins skera sig úr þegar kemur að arðgreiðslum til hluthafa. Nær allur arður sem hlut- hafar fyrirtækja í Kauphöllinni fá vegna rekstrar síðasta árs er vegna fjármálafyrirtækja. Eina fyrirtækið sem greiðir meira en milljarð í arð og er ekki fjármálafyrirtæki er Bakkavör. Arðgreiðslur þess nema 1.100 millj- ónum króna, 14 milljörðum minna en FL Group, það fjármálafyrirtæki sem greiðir hæstan arð. Hluthafar FL Group hafa ástæðu til að gleðjast þessa dagana. Þeir fá greidda samanlagt fimmtán millj- arða króna eftir þrjár vikur. Þá greið- ir félagið út arð til hluthafa vegna hagnaðar félagsins á síðasta ári sem er sá mesti í sögu FL Group. Félagið skilaði ekki mestum hagnaði á síð- asta ári, það gerði Kaupþing, en arð- greiðslur FL Group eru meiri en hjá nokkru öðru félagi. Fimmtán milljarða arðgreiðsla FL Group er rúmum fjórum milljörð- um krónum hærri en arðurinn sem Exista greiðir til sinna hluthafa. Arð- greiðslan er jafnframt tæpum fimm milljörðum króna hærri en sú sem Kaupþing, verðmætasta fyrirtæki landsins, greiðir í arð til sinna hlut- hafa. Fjármálafyrirtæki í sérflokki Fjármálafyrirtækin skiluðu mest- um hagnaði á síðasta ári og þau greiða mestan arð til hluthafa sinna. Arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöll- inni nema 64 milljörðum króna. Þar af eru 62 milljarðar vegna fjár- málafyrirtækja. Eina framleiðslufyr- irtækið í Kauphöllinni sem kemst inn á lista yfir þau tíu fyrirtæki sem greiða hæstan arð er Bakkavör. Arð- ur Bakkavarar á síðasta ári nemur 1,1 milljarði króna, 100 milljónum króna meira en það fjármálafyrirtæki í Kauphöllinni sem greiðir lægst- an arð til hluthafa. Það fyrirtæki er Tryggingamiðstöðin. Sem fyrr segir greiðir FL Group mestan arð og síðan koma Exista og Kaupþing. Á fætur þeirra koma Glitn- ir, Straumur Burðarás og Landsbank- inn. SPRON kemst reyndar þarna upp á milli, næst á eftir Glitni en er ekki skráð í Kauphöll enda sjálfs- eignarstofnun en ekki hlutafélag. Meira um það síðar. Allnokkur fyrirtæki greiða engan arð. Þeirra á meðal eru nokkur fyr- irtæki þar sem ákveðið var að greiða ekki út arð heldur nota hagnað til að auka eigið fé fyrirtækisins, þeirra á meðal má nefna Össur og Icelandair. Önnur fyrirtæki voru rekin með tapi og því ekki greiddur neinn arður. Þar má nefna Teymi og 365 sem áður voru eitt félag og Icelandic. Gróði stofnfjáreigenda Meðal þeirra fyrirtækja sem greiða út mestan arð er SPRON. Þetta byggir á þeirri breytingu sem orðið hefur á starfsemi sjóðsins á fáeinum árum. Miklar deilur risu um tilraunir stofnfjárhafa til að ná auknum völd- um í sjóðinum fyrir nokkrum árum. Þá var málið rætt á þingi og lög sam- þykkt til að koma í veg fyrir að þetta. Ekki dugði það þó til að koma í veg fyrir breytingar á rekstrinum og að stofnfjárhafar næðu eigin fé sjóð- anna undir sig. Nú greiðir SPRON út 8,9 millj- BrynjóLFur Þór Guðmundsson blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is ARÐGREIÐSLUR 21 FYRIRTÆKIS Allar tölur gefnar upp í milljörðum króna Enn er óljóst með arðgreiðslur Alfesca, Atlantic Petroleum og Mosaic 15,0 10,8 10,4 9,4 8,9 7,8 4,4 3,4 1,1 1,0 0,5 0,1 0,1 0,03 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 FL Group Exista Kaupþing Glitnir Spron Straumur Burðarás Landsbanki Atorka Bakkavör Tryggingamiðstöðin Vinnslustöðin Marel Nýherji Sláturfélag Suðurlands Actavis Eimskip Icelandair Icelandic Teymi Össur 365 Bakkavararbræður Lýður og Ægir guðmundssynir fá sjö og hálfan milljarða króna í arðgreiðslur vegna eignar sinnar í Exista, Kaupþingi og Bakkavör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.