Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 10
fimmtudagur 15. mars 200710 Fréttir DV Lögfræðingur frá Lúxemborg lét fyrstur reyna á þessi réttindi snemma á síðasta áratug. Hann hafði keypt sér gleraugu í Belgíu nálægt landamærunum að Lúx- emborg en þegar hann ætlaði að fá kaupverðið endurgreitt úr al- mannatryggingakerfi heimalands- ins var því hafnað. Skýringin sem hann fékk var sú að aðeins væri greitt fyrir gleraugu sem keypt væru í Lúxemborg. Þetta þótti honum skjóta skökku við þar sem landið væri hluti af Evrópusambandinu og gæti því ekki þvingað þegna sína til að eiga viðskipti við innlenda gler- augnasala. Fór hann því með mál- ið fyrir Evrópudómstólinn og hafði sigur árið 1998. Fjöldi sams konar mál hafa fylgt í kjölfarið og niðurstöður þeirra allra verið á sama veg og heima- lönd sjúklinganna verið dæmd til að greiða fyrir meðhöndlun þeirra í nágrannaríkjunum. Á síðasta ári féll til dæmis dómur í máli breskrar konu sem hafði gefist upp á margra mánaða biðlistum þar í landi og sótti sér því lækningar í Frakklandi. Sá dómur jók hins vegar enn á óvissuna í þessum málum þar sem að í honum segir að sjúklingar hafi rétt á að fá lækniskostnað frá út- löndum greiddan sé biðtíminn eft- ir þjónustunni „óeðlilega langur“ í heimalandinu, samkvæmt grein danska læknatímaritsins Ugeskrift for Læger. Sjúklingar hafa því rétt til að leita lækninga út fyrir landa- mærin en vita ekki hvaða skilyrði þeim eru sett. Reglur kynntar í haust Unnið er að undirbúningi reglu- gerðar um þessi mál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins og verða þær kynntar í haust. Samkvæmt grein blaðsins er það von margra hagsmunaaðila að mál- inu verði vísað til aðildarríkjanna. Þá yrði að taka málið fyrir á þingi hvers lands fyrir sig. Haft er eftir talsmanni Evrópska læknafélags- ins í Ugeskrift for Læger að nauð- synlegt sé að eyða þeirri óvissu sem sjúklingar búi við í dag. Til dæmis þarf að setja reglur um hvort sjúk- lingar þurfi framvísun frá heima- landinu, hvort þeir megi taka þátt í rannsóknum í öðrum löndum og eins þarf að setja upp ferli fyrir eftir- fylgni og jafnvel kærumál. Málið er því mjög umfangsmikið. Velferðarkerfið í hættu Sumir Evrópuþingmenn sjá ekkert nema kosti við það að sjúk- lingar geti farið milli landa og vilja gera allt til að auðvelda þeim það. Breski íhaldsmaðurinn John Bowis sem á sæti á Evrópuþinginu segir sambandið eiga að vinna að því að gera læknum og sjúklingum fært að nýta sér læknisþjónustu ann- arra landa og jafnvel koma upp kerfi sem myndi auðvelda greiðsl- ur milli sjúkrastofnana. Aðrir eru ekki eins hrifnir. Til dæmis heyr- ist gagnrýni frá þingmönnum á vinstrivæng danskra stjórnmála sem óttast að þetta kunni að grafa undan velferðarkerfinu. Enda yrði hvatinn til að koma upp nógu góðri þekkingu á ýmsum sviðum heilbrigðiskerfisins ekki sá sami ef sækja mætti þá þjónustu ann- að. Undir þetta tekur sérfræðingur í þessum málaflokki í grein blaðs- ins, sem telur að þessi þróun gæti aukið einkavæðingu í heilbrigðis- Óvissa ríkir innan Evrópusambandsins um réttindi sjúklinga til að leita sér aðstoðar í nágrannaríkjunum. Evrópudómstóllinn hefur endurtekið kveðið upp dóma um að sjúk- lingar sem búsettir eru innan Evrópusambandsins geti sótt læknishjálp til annarra ríkja sambandsins og fengið kostnaðinn greiddan í heimalandinu. Þeir þurfa hins vegar að ganga á eftir þessum réttindum sjálfir. Hagsmunaaðilar kalla eftir skýrum reglum. Sjúklingar geta flúið biðliSta heimalandSinS John Bowis Evrópuþingmaðurinn vill að sjúklingar geti sótt læknisþjónustu hvar sem er í Evrópusambandinu. Læknisþjónusta í heima- landinu Eins og er þurfa borgarar Evrópusambandsins að sækja læknisþjónustu í sínu heimalandi. Þetta brýtur gegn fjórfrelsinu að mati Evrópudómstólsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.