Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 30
Fimmtudagur 15. mars 200730 Síðast en ekki síst DV að lokum Í dagsins önn veðrið ritstjorn@dv.is föstudagurfimmtudagur Brúðkaupsveðrið Brúðhjón sem vonast eftir góðu veðri á brúðkaupsdaginn gætu gert margt vitlausara en að ganga í hjónaband 14. ágúst, að því þó gefnu að dagurinn sé ekki óhentugur að öðru leyti. staðreyndin er nefnilega sú að frá árinu 1949 er 14. ágúst sá dagur ársins sem oftast hefur boðið upp á gott veður. Næst á eftir koma 31. júlí og 3. ágúst. Í öllum tilvikum er miðað við reykjavík svo annað kann að eiga við annars staðar á landinu. Brúðhjón ættu hins vegar að forðast 22. ágúst eins og heitan eldinn nema þau séu spennt fyrir því að brúðkaupsgestir bregði upp regnhlífum. Frá 1949 hefur það gerst oftar en ekki að rignt hefur 22. ágúst, verið súld eða skúraleiðingar. 10. júlí hefur verið afskaplega blautur en þurrasti dagurinn er 9. júní sem þó hefur ekki endilega verið sérlega hlýr. Flesta hlýjustu dagana er að finna 20., 21. og 22 júlí. Þá hefur hitinn klukkan þrjú síðdegis samanlagt tíu sinnum mælst meiri en 15 gráður. Heimild: VeðurstoFa ÍslaNds. 4 17 1 1 2 0 4 0 42 112 4 7 2 1 24 7 4 47 1 1 1 0 4 1 73 719 3 7 3 7 24 7 Við elskum skurðgröfur Ísland fjárfest- ir í orkufrekum iðnaði, meðan toppríki heimsins fjárfesta í þekking- ariðnaði. Við höfum komið á fót orkuverum upp um öll fjöll, með- an toppríkin fjárfesta í rannsókn- um og þróun. Við sjáum risavaxn- ar raflínur meðfram þjóðvegum og rússneskt iðnaðarhverfi í Hafnar- firði, meðan toppríkin fjárfesta í Sílikon-dölum út um alla Evr- ópu. Meðan Bandaríkin, ríki og einkaframtak samanlagt, fjárfesta 1,5 milljón krónur á ári í hverjum stúdent, fjárfesta stóriðjusinnuð ríki á borð við Ísland minna en 0.5 milljón krónur á ári í hverjum stúdent. Við elskum skurðgröf- urnar. gleymdi dísil Ríkisstjórnin segist fíla vist- væna bíla. Hún hefur látið smíða frumvarp um að hvetja til kaupa á metan- og rafbílum, til dæmis með afslætti á gjöldum. Þar er samt ekki fjallað um raunveru- lega bíla, sem eru í fjöldaframleiðslu og eru vistvænni en benzínbílar. Það eru dísilbílarn- ir, sem nú eru farnir að menga mun minna en benzínbílar og eru nærtækari en metan- og rafbílar. Ríkisstjórnin skattleggur dísilolíu upp fyrir benzín við pumpurnar. Góðsemi hennar í garð náttúru og umhverfis er því marklítil. Frum- varpið á að telja fólki trú um, að stjórnin sé vistvæn. Það er spuni á kosningavori. Klofningur í Evrópu Evrópa er að klofna í tvennt í viðhorfum sínum til rannsókna og þróunar. Annars vegar eru Svíþjóð og Finnland, Þýzka- land og Bretland, sem fjárfesta meira en 2% af þjóðarframleiðslu í rannsóknum og þróun. Hins vegar eru Ísland og Portúgal, Ítalía og Grikkland, sem fjárfesta miklu lægra hlutfall af þjóðarframleiðslu í rannsóknum og þróun. Annars vegar eru ríkin, sem horfa fram á veg nýrra atvinnuvega. Hins veg- ar eru ríkin, sem eru læst inni í gömlu atvinnuvegunum, þar sem stóriðja er fremst í flokki. Að ráði ríkisstjórn- arinnar sökkvum við enn dýpra niður í for- tíðina. jonas@hestur.is grísir á teikniborðinu Tónlistarmaðurinn Erpur Ey- vindarsson situr nú með sveitt ennið í miðjum klíðum við að klára útskriftar- verkefni sitt við Margmiðlunar- skóla Íslands. Ef allt gengur að óskum út- skrifast Erpur í vor, en hann hefur undanfarin ár sótt skólann, þó með nokkrum pásum á milli. Það vita eflaust ekki margir en Erpur þykir afar liðtækur teikn- ari. Herma fréttir að lokaverkefni hans sé nokkurskonar teikni- mynd og heitir hún, Arnarnes- grísirnir og fjallar um siðblinda fjölskyldu svína, búsetta í Arnar- nesinu. Vin diesel kemur ekki Eins og DV greindi frá fyrr í mánuðnum stóð til að taka upp heljarinnar hasarmynd með leikaran- um Vin Diesel á Íslandi. Það var fyrirtæki Snorra Þóris- sonar, Pegasus sem átti að koma að upp- tökunum á Íslandi, en skyndi- lega hafa tökur á Íslandi verið teknar af dagskránni. Segir sagan að á endasprettinum þegar allt var nánast klappað og klárt, hafi leikstjóri myndarinnar mathieu kassovitz hætt við allt saman útaf ágreiningi við framleiðend- ur. Veðramót tekur á sig mynd. Og meira úr kvikmyndageiran- um. Fyrsta „klipp“ Kvikmynd- ar Guðnýjar Halldórsdótt- ur Veðramót var sýnt fyrir luktum dyrum í Smárabíói í gær. Myndin fjallar um unga byltingarsinna sem fara vestur í land til þess að reka unglinga- heimili, en komast fljótlega að því að ekki er allt með felldu. Enn á eftir að taka upp lokasenu kvikmyndarinnar, en það verður gert í Kaup- mannahöfn, fyrstu helgina í apríl. Það er Ragnhildur Gísladóttir sem sér um tónlist mynd- arinnar sem áhorfendum gærdagsins þótti frábær. Til þess að reka smiðshöggið á hafa ýms- ir þekktir kappar verið fengnir til aðstoðar, meðal annars Bergur Ebbi Benediktsson söngvari Sprengjuhallarinnar og gítar- goðsögnin Björgvin Gíslason. Áætluð frumsýning myndarinn- ar er í ágúst. Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is Hundruð kvenna hafa horfið á voveiflegan hátt í Chihuahua-hér- aði í Norður-Mexíkó undanfarin 13 ár. Sumar hafa aldrei sést aftur en lík annarra eru skilin eftir og bera oftar en ekki merki um kynferðislegt of- beldi og jafnvel pyntingar. Samfélagið hefur þagað þunnu hljóði og stjórnvöld neitað að viður- kenna vandamálið. Marisela Ortiz hefur glímt við að fá valdamenn á öll- um stigum til þess að rannsaka mál- ið, draga sakamennina til ábyrgð- ar og tryggja öryggi kvennanna sem búa á svæðinu en það hefur gengið treglega. Hæfileikaríkur nemandi hvarf Marisela kom til landsins í gær- kvöldi til að segja söguna af konun- um sem hafa horfið. Hún hefur reynt undanfarin ár að ná eyrum alþjóða- samfélagsins, því stjórnvöld í Mexíkó skella skollaeyrum við vandamálun- um. Hún segist fyrst hafa leitt hug- ann að vandamálinu þegar nemandi hennar hvarf sporlaust árið 2001. „Lilia Alejandra Andrade var einn af mínum bestu nemendum. Hún var gífurlega hæfileikaríkur penni og tók frábærar myndir. Hún hafði skrif- að mikið í skólablaðið og ég sá fyrir mér að hún myndi verða mjög góður blaðamaður þegar hún yxi úr grasi. Hún var 17 ára þegar hún hvarf og ég varð harmi slegin þegar hún virt- ist allt í einu hafa gufað upp án nokk- urra vísbendinga.“ Vissi af kvennamorðunum Manuela segist aldrei einu sinni hafa gert sér vonir um að Lilia Alej- andra fyndist á lífi. „Ég vissi af því að þetta viðgengist í Ciudad Juárez, þar sem við búum. Ég gerði strax ráð fyr- ir því að hún hefði líklega verið pynt- uð eða jafnvel aflimuð og síðan myrt eftir á.“ Hún segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir því strax hvað það væri erfitt að fá fram réttlæti í málinu. „Ég hélt eiginlega að það væri nóg að tilkynna þetta og kæra. Mig renndi ekki í grun þá hverslags skrímsli væri við að glíma,“ segir hún og á þar við embættismannaveldið sem hefur lokað augum og eyrum fyrir vanda- málunum. Þagmælt samfélag Ástæðurnar segir hún liggja í samfélagsgerðinni. „Fólkið hérna reynir að þegja málið í hel, það vill helst enginn tala um þetta. Aðstand- endur kvennanna sem hafa horfið hafa einnig átt mjög erfitt því lög- reglan hlustar ekki og þeir hafa ekki fengið neina aðstoð til þess að glíma við sorgina. Héraðsstjórarnir, bæði sá sem var undir fyrri forseta og eins sá sem tók við í desember um leið og nýi forsetinn Calderon, þeir reyna að þagga niður í málinu til þess að það komi ekki óorði á héraðið.“ Hún segir heldur ekki vinsælt að hún og samtökin sem hún stofnaði séu að rugga bátnum og reyna að vekja athygli á málinu. „Mér hefur verið hótað og ég hef verið rægð og niðurlægð. Fólk vill helst ekkert að neinn sé að tala um þetta.“ aðgerða þörf „Við höfum reynt að berjast við yfirvöld á öllum stigum í Mexíkó en engan hljómgrunn fengið,“ seg- ir Marisela. „Alþjóðleg mannrétt- indasamtök á borð við Amnesty Int- ernational hafa hins vegar hjálpað okkur við að ná athygli á alþjóðavett- vangi og við vonum að það skili ein- hverju. Það verður augljóslega að ná glæpamönnunum og tryggja öryggi kvennanna. En það verður líka að kippa spilltum embættismönnum úr umferð. Okkur er engin þægð í dómsvaldi sem reynir að dylja sann- leikann.“ Marisela heldur fyrirlestur á veg- um Amnesty International klukkan 16 í dag í stofu 101 í Odda. Fyrirlest- urinn fer fram á spænsku en verður túlkaður. herdis@dv.is Mexíkóska mannréttindakonan marisela Ortiz hefur barist fyrir því að stjórnvöld taki á hvarfi hundruða kvenna í Chihuahua-hér- aði í Mexíkó. Lík margra kvennanna hafa fundist og á þeim merki um pyntingar og kynferðislegt ofbeldi. Til annarra hefur ekkert spurst. Stjórnvöld hafa þó sýnt þessu lítinn áhuga og lítið gert til að sporna við þessu. Bleiku krossarnir Voru reistir til minningar um konurnar sem hafa horfið. sumar hafa aldrei fundist aftur. Þau lík sem finnast bera oft merki um kynferðis- legt ofbeldi eða pyntingar. stjórnvöld skella skollaeyrum við vandamálinu.Berst gegn kvennamorðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.