Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 10
þriðjudagur 3. apríl 200710 Fréttir DV Forseti Úkraínu, Viktor Jútsjenkó hefur leyst upp þingið og boðað til nýrra kosninga. Eftir nokkurra daga þrátefli og sjö tíma árangurslausar samningaviðræður hefur Jútsjenkó höggvið á hnútinn og stjórnarkreppa í Úkraínu er orðin staðreynd. Þrátt fyrir að helsti andstæðing- ur Jútsjenkó, Viktor Janúkovítsj, hafi hvatt hann til að endurskoða ákvörð- un sína, stendur hún óhögguð og kosningar hafa verið ákveðnar 27. maí. Í uppsiglingu eru enn á ný hörð átök milli þeirra sem vilja efla tengsl- in við Rússland og hinna sem horfa til Evrópu. Þrátt fyrir að Evrópusam- bandið hafi hvatt til friðsamlegra lausna, en enn sem komið er ekki hægt að sjá fyrir hverjar lyktir þess- ara deilna verða. Hæst ber valdabar- áttu Viktors Jútsjenkó og Viktors Jan- úkovítsj en þeir hafa löngum eldað grátt silfur saman. Júlía Tímósjenkó hefur fagnað ákvörðun forsetans og nokkuð víst er að hún mun blanda sér í kosningabaráttuna. Í forsetakosningunum í Úkraínu árið 2004 voru tveir frambjóðend- ur öðrum fremur líklegir til sigurs. Þeir voru Viktor Jútsjenkó og Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra. Kosn- ingabaráttan einkenndist af mikilli spennu og bar á stundum mörg ein- kenni besta njósnareifara. Janúkov- ítsj, sem naut stuðnings fráfarandi forseta, Leóníds Kútsjma, og nóta hans, beitti stjórnarandstöðuna þvingunum með fulltingi sitjandi ríkisstjórnar. Í september veiktist Jút- sjenkó alvarlega vegna grunsamlegr- ar díoxín-eitrunar, en náði heilsu og sneri aftur til kosningabaráttunnar, en andlit hans er síðan þá afskræmt vegna eitrunarinnar. Í fyrstu umferð kosninganna fengust ekki afgerandi úrslit og Jút- sjenkó og Janúkovítsj voru hnífjafnir, með tæplega 40% atkvæða hvor. Aðr- ir frambjóðendur fengu mun minna og þar sem enginn hafði fengið meira en helming atkvæða var ljóst að úrslit væru hvergi nærri ráðin. Í kjölfarið dró einn frambjóðenda sig í hlé og lýsti yfir stuðningi við Jút- sjenkó auk þess sem Júlía Tímós- jenkó, þekktur stjórnarandstæðing- ur, ákvað að styðja Jútsjenkó frekar en fara sjálf í framboð. Eftir fyrstu umferð kosninganna kom upp há- vær orðrómur um kosningasvindl af hálfu Janúkovítsj og stuðnings- manna hans, en í ljósi þess að eng- inn hafði hlotið afgerandi meirihluta voru þær ásakanir ekki rannsakaðar í þaula, en ákveðið að nýjar kosning- ar skyldu fara fram mánuði síðar. Appelsínugula byltingin. Að morgni 21. nóvember hvatti Jútsjenkó stuðningsmenn sína til mótmæla. Þá þegar voru ásakan- ir um kosningasvindl orðnar mjög háværar. í gjörvallri Úkraínu hófust mótmæli sem þó voru háværust og fjölmennust í höfuðborginni Kænu- garði, þar sem hátt í fimmhundruð þúsund manns íklæddir appelsínu- gulum fatnaði eða veifandi appels- ínugulum fánum, tóku þátt í frið- samri mótmælagöngu til stuðnings Jútsjenkó fyrir framan úkraínska þinghúsið. Appelsínugulur var litur kosningabaráttu Viktors Jútsjenkó og síðan þá hefur þetta verið kallað Appelsínugula byltingin. Þrátt fyrir hávær mótmæli og ásakanir um kosningasvindl lýsti kjörstjórn Janúkovítsj sigurvegara kosninganna. Í kjölfarið hófust víð- tæk verkföll og mótmælastöður. Um tíma einkenndist ástandið af pól- itísku þrátefli sem var á endanum rofið af hæstarétti Úkraínu, sem úr- skurðaði að nýjar kosningar skyldu fara fram þann 26. desember. Það gekk eftir og kosningarnar fóru fram undir vökulum augum almennings og alþjóðasamfélagsins. Og þann 10. janúar 2005 lýsti kjörstjórn Viktor Jútsjenkó loks forseta Úkraínu og var hann settur í embætti forseta þann 23. janúar. Meðan á öllu þessu stóð héldu herinn og leyniþjónustan að sér höndum þannig að Appelsínu- gulu byltingunni lauk á friðsaman máta. Flestir sem fylgdust með fram- gangi kosningabaráttunnar eru sammála um að Rússar hafi með beinum hætti reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Sumt byggir á get- gátum en annað er óumdeilanlegt svo sem fundir sem Janúkovítsj, og Kútsjma, fráfarandi forseti, áttu með Pútín fyrir kosningar og á meðan kosningabaráttan stóð sem hæst. Einnig er talið að framboð Janúkov- ítsj hafi fengið mikinn fjárhagslegan stuðning frá rússneskum viðskipta- jöfrum. Viktor Jútsjenkó hefur alla sína forsetatíð háð baráttu við nafna sinn Janúkovítsj forsætisráðherra sem fer fyrir þingmeirihluta. Jútsjenkó hefur horft til Evrópu í viðleitni sinni til að koma á efnahagslegum endurbót- um og styrkja lýðræðislega þróun í Úkraínu. Viktor Janúkovítsj, sem að margra mati er ótíndur bófi, hefur aftur á móti ræktað tengsl við rúss- JÚTSJENKÓ HEFUR LEYST UPP ÞINGIÐ Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Viktor Janúkovítsj Forsætisráðherrann atti kappi við jútsjenkó í forsetakosningum árið 2004 og hafa þeir löngum eldað grátt silfur saman. Það hefur verið á brattann að sækja fyrir Viktor Jútsjenkó, forseta Úkraínu, á leið hans til lýðræðis- og efnahagslegra um- bóta síðan hann tók við embætti forseta árið 2004 eftir harðvítuga kosningabar- áttu, þar sem öllum brögðum var beitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.