Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 18
þriðjudagur 3. apríl 200718 Sport DV Barátta þeirra átta Bestu © G RA PH IC N EW S Meistaradeildin 2006 - 2007 LEIKIR 4. APRÍL: Leikdagur LiverpoolPSV Eindhoven Markatala Innbyrðis viðureignir Jafntei 1 Bayern München Meðaltal skota í leik Heppnaðar sendingar Hornspyrnur Unnar tæklingar Aukaspyrnur 8.0 307 4.25 8.38 18.3 11.25 376 4.50 7.75 15.9 11.9 319 4.75 11.1 18.1 10.25 321 4.63 10.5 15.0 14.75 412 7.13 6.63 14.6 13.38 325 4.38 10.6 18.8 8.0 356 4.50 10.1 12.6 11.75 262 4.25 9.50 15.5 Meðaltal skota í leik Heppnaðar sendingar Hornspyrnur Unnar tæklingar Aukaspyrnur AC Milan Markatala Innbyrðis viðureignir Jafntei 2 S4 J3 T1 14-7 Sigrar 1 S4 J2 T2 9-4 Sigrar 5 S5 J1 T2 13-7 Sigrar 1 S4 J2 T2 8-7 Sigrar 0 Dida Canizares Doni Kahn Gomes van der Saar Reina Cech 4.5 Alex Carvalho Mendez van Bommel, Sagnol Albiol Essien, Boulahrouz Sissoko, Finnan Tonetto, de Rossi da Costa Bayern 14 13 11 11 10 10 Valencia Chelsea Liverpool Roma PSV Chelsea PSV PSV AC Milan Valencia Chelsea Bayern Valencia Liverpool Man. Utd Roma 10 10 10 3.6 Valencia AC Milan2 mörk fengin á sig 7 4 7 7 5 5 3 3.4 Roma 3.3 Bayern 2.9 2.9 PSV Man. Utd 2.7 Liverpool 2.5 Chelsea Scholes Carrick Seedorf Pirlo Lahm de Rossi Sagnol Simons, Mendez Manchester Utd Manchester Utd AC Milan AC Milan Bayern Roma Bayern PSV Kaka Morientes Drogba Pizarro Villa Crouch Saha Totti 6 5 5 4 4 4 4 4 381 373 370 352 322 316 310 301 LEIKIR 3. APRÍL: S6 J0 T2 12-5 Töp 7 Markatala Roma gegn enskum liðum: Jafntei 8 S4 J2 T2 10-4 Sigrar 6 Manchester UnitedRoma ValenciaChelsea Goals for-against Chelsea gegn spænskum liðum: Jafntei 4 W4 D3 L1 14-8 Töp 8 W5 D2 L1 13-6 Sigrar 9 9 LEIKMENN Í FARARBRODDI (í liðum sem eru enn í keppninni) MARKVERÐIR - Markvörslur að meðaltali í leik VÖRNIN EINS OG VEGGUR VARNARMENN - Unnar tæklingar AUGA ARNARINS MIÐJUMENN - Heppnaðar sendingar GULLSKÓRINN SÓKNARMENN - Mörk Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld með tveimur leikjum en hin fjög- ur liðin eigast við annað kvöld. Mikil- vægt er fyrir liðin að ná hagstæðum úrslitum í þessum fyrri viðureignum. Karl-Heinz Rummenigge, stjórn- armaður þýska liðsins Bayern München, er æfur yfir því að rúss- neskur dómari var settur á leik liðsins gegn AC Milan á Ítalíu í kvöld. „Þetta kom okkur mjög á óvart eftir það sem gerðist í fyrra,“ sagði Rummenigge en Iouri Baskakov sér um að dæma leik- inn. Þeir þýsku kvörtuðu mikið und- ir frammistöðu rússneska dómarans Valentin Ivanov sem dæmdi viður- eign þessara liða í fyrra. „Baskakov er ekki mjög reynslu- mikill dómari og eftir það sem gerð- ist í fyrra getum við ekki ekki ver- ið ánægðir með val á dómara. Við kvörtuðum í Volker Roth sem er yf- irmaður dómaramála. Það er skrýtið að svona ákvörðun sé tekin af Þjóð- verja,“ sagði Rummenigge. Paolo Maldini mun líklegast snú aftur í lið AC Milan eftir að hafa jafn- að sig á meiðslum í hné. Ronaldo er ólöglegur í Meistaradeildinni og því verður Alberto Gilardino í fremstu víglínu. Enski landsliðsmaður- inn Owen Hargreaves er kominn af meiðslalistanum og snýr aftur í lið Bayern en Michael Rensing verður í markinu þar sem Oliver Kahn er í leikbanni. Craig Bellamy ferðaðist með Liverpool sem mætir PSV Eind- hoven í kvöld. Hann gat ekki spilað með gegn Arsenal um helgina vegna meiðsla en hann fer í skoðun rétt fyr- ir leikinn. „Meistaradeildin skiptir mig miklu máli og ég mun gera allt til að spila þennan leik,“ sagði Bellamy. Steven Gerrard er til í slaginn og þeir Steve Finnan og Sami Hyppia sem voru hvíldir um helgina koma aftur í hópinn. Mohamed Sissoko er hins- vegar í banni í leiknum í kvöld. Hjá PSV verður Alex fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Á morgun fær Chelsea spænska liðið Valencia í heimsókn. Frank Lampard verður með Chelsea í leikn- um en hann mun leika í gegnum smávægileg meiðsli. Arjen Robben verður ekki með en hann þarf að fara í aðgerð og gæti orðið frá út tímabil- ið. Mörgum Chelsea-mönnum er væntanlega létt yfir því að Fernando Morientes getur ekki leikið með í leiknum annað kvöld, þar sem hann fór úr axlarlið í landsleik Spánar og Íslands. Carlos Marchena og David Navarro verða í leikbanni. Á sama tíma og Chelsea og Val- encia eigast við verður enn einn stórleikurinn í Rómarborg. Ítalska liðið Roma fær Manchester United í heimsókn. Amantino Mancini, leik- maður Roma, segist ekki óttast enska liðið. „Þetta verður erfiður leikur en Roma óttast ekkert lið. Þeir hafa mikla reynslu af svona leikjum en ég vona að þeir geri sömu mistök og Lyon gerði og við komumst áfram,“ sagði Mancini. Mikið er um meiðsli í vörn Manchester United en Nem- anja Vidic hefur bæst við meiðslalist- ann þar sem Gary Neville og Mikael Silvestre voru fyrir. Louis Saha er að jafna sig af meiðslum og mun ekki spila þennan leik. Roma verður án David Pizzarro í fyrri leiknum þar sem hann tekur út leikbann. Eiður Smári Guðjohnsen var í viðtali við Sunday Mirror þar sem hann var beðinn um að spá fyrir um úrslit leikja í þessum átta liða úrslit- um keppninnar. Hann spáir því að England muni eiga þrjá af fjórum fulltrúum í undanúrslitum keppn- innar. „Ég held að Chelsea nái að leggja Valencia þó það verði ekki auðvelt. Valencia hefur David Villa sem er magnaður leikmaður,“ sagði Eiður. Hann furðar sig á því að Liverpool skuli ekki láta Steven Gerrard spila í sinni stöðu á miðjunni en segist þó reikna með að Liverpool fari áfram. Hann segir Manchester United vera besta lið Englands í dag. „Ég er mjög hrifinn af því hvernig þeir eru að leika í augnablikinu. Ég vona að þeir fari áfram og held að þeir geri það,“ sagði Eiður Smári. elvargeir@dv.is Frábær leikmaður Brasilíski snillingur- inn Kaka hjá aC Milan kann ýmislegt með knöttinn. Halda til Rómar leikmenn Manchester united verða hvítklæddir gegn roma annað kvöld. Jafntefli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni: Agbonlahor tryggði Aston Villa stig Einn leikur fór fram í ensku úr- valsdeildinni í gær. Gabriel Agbon- lahor reyndist hetja Aston Villa og tryggði liðinu dýrmætt stig gegn Ev- erton með því að skora seint í leikn- um. Úrslitin 1-1 jafntefli og fælir það falldrauginn frá Villa Park í bili. Jo- leon Lescott skoraði mark Everton með skalla eftir stundarfjórðungs leik en sjö mínútum fyrir leikslok náðu heimamenn að jafna. Villa lék illa í upphafi leiks en leikur liðsins batnaði eftir hálfleik og John Carew komst tvívegis ná- lægt því að skora en Tim Howard varði. Lið Aston Villa er enn ekki ör- uggt með að halda sæti sínu en út- litið er þó ekki mjög dökkt. Martin O´Neill og hans menn hafa ekki náð að vinna leik síðan 3. febrúar en þeg- ar sjö leikjum er ólokið er liðið fimm stigum frá fallsætinu. Markið frá Lescott var hans fyrsta fyrir félagið en það kom eftir auka- spyrnu frá Arteta. Þeir tveir voru bestu leikmenn Everton í leiknum en Gareth Barry fór fyrir liði Aston Villa og átti skínandi leik. „Fyrri hálfleik- urinn var mjög slakur af okkar hálfu og við vissum það sjálfir. Það var leiðinlegt að áhorfendur skyldu púa á okkur þegar við héldum til bún- ingsherbergja en svona er þetta bara í boltanum. Við náðum sem betur fer að bæta leik okkar og ná í stig,“ sagði Barry eftir leikinn. „Maður er orðinn ansi hungraður í sigur enda langt síðan maður hefur upplifað þá tilfinningu að vinna leik. Ég veit að liðsfélagar mínir eru einn- ig hungraðir og þess er ekki langt að bíða að við vinnum leik,“ sagði Barry. elvargeir@dv.is Lescott fagnar Mark Everton á fimmtándu mínútu dugði ekki til sigurs gegn Villa í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.