Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 22
þriðjudagur 3. apríl 200722 Landið DV Þ ar sem leiðir á Suður- landi skerast við Ölfsá- brú er Selfoss. Byggðar- lag sem tók að myndast af alvöru um 1930, þegar Mjólkurbúa Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga hófu þar starfsemi sína. Í samræmi við þann vöxt og viðgang þessara fyrirtækja sem lengi var fjölgaði íbúum jafnt og þétt – og hefur ekkert bakslag komið í þá þróun. Nú er raunar svo komið að Selfoss og nærliggjandi byggðir telj- ast orðið hluti af höfuðborgarsvæð- inu, enda sækja margir sem búa eystra vinnu sína daglega til Reykja- víkur – jafnframt því sem mörgum sem búa syðra þykir ekkert tiltöku- mál að sækja vinnu austur fyrir fjall. Hálfgert Klondyk Selfoss er um margt sérstakur bær. Það er fyrst á seinni árum sem hægt er að tala um innfædda Selfossbúa, fólk sem þar er fætt og á allar sínar rætur. Framan af áttu allflestir bæjar- búar bakland sitt og heimaslóð í nær- liggjandi sveitum eða annarsstaðar á landinu, en settu sig niður á Selfossi vegna atvinnu. Bærinn er með öðr- um orðum afsprengi þeirrar miklu breytinga sem urðu í búsetuháttum þjóðarinnar á síðustu öld, þegar fólk- ið fór að flytjast úr sveitunum á möl- ina í leit að skárri afkomu og betra lífi. Að því leyti varð Selfossi hálfgerð- ur gullgrafarbær – Klodyk – enda þótt meðaltekjur á Selfossi hafi aldrei ver- ið tiltakanlega háar. Það var smíði Ölfusárbrúarinnar árið 1891, sem lagði grundvöllinn að þétt- býlismyndun á Selfossi. Rétt eins og brúin hefur jafnan verið táknmynd bæjarins var byggðin fyrstu áratug- ina ævinlega kennt við brúa og tal- að um húsin “við Ölfusárbrú”, eins og menn komust að orði. Það að bær- inn væri nefndur Selfoss kom ekki fyrr en löngu síðar og ef til vill öðlað- ist sú nafngift ekki fullan þegnrétt fyrr en með stofnun Selfosshrepps árið 1947. Til hans voru lagðar sneiðar úr þremur sveitarfélögum, það er Sand- víkur-, Hraungerðis- og Ölfushreppi. Á þeim tíma var byggðin á Selfossi orðin nokkuð blómleg, íbúar nokk- ur hundruð og allmörg fyrirtæki og stofnanir í sveitaþorpinu sem með tímanum breyttist í borg. Fkk Sel- foss kaupstaðaréttindi í maíbyrjun árið 1978 og þá voru bæjarbúar orðn- ir 3.199. Árið 1998 sameinuðust Sel- foss, Sandvíkurhreppur, Eyrarbakki og Stokkseyri svo í Sveitarfélagið Ár- borg árið 1998. Íbúar þess eru í dag nærri 7.300 og þar af búa á Selfoss um 6.000 manns; það er skv. tölum sem eru frá 1. desember sl. Þetta er góður staður Hafa mætti hér yfir langan fróðleik um ýmsa merkiskarla- og kerling- ar sem búið hafa á Selfossi og lagt sinn skerf af mörkum til uppbygging- ar samfélagsins. Við skulum sleppa upptalningu og löngu lista; sá Selfoss- fyssingur sem mest ber á í dag er án vafa Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra. Hann hefur búið á Selfossi í meira en þrjátíu ár – og á með fjölskyldu sinni fal- legt hús sem er áberandi á vinstri hönd þegar kom- ið er að Ölfusábrú úr norðurátt. Upphaflega var ætlun Guðna að verða bóndi í sveit, en sú ætlan gekk ekki eftir. Í við- tali við DV fyrir nokkrum árum rifjaði hann þá sögu upp og sagði: “Þá varð að taka næstbesta kostinn og við settum okkur niður á Selfossi ... Þetta er góður staður; samheldið samfélag og fjölskylduvænn bær. Fé- lagshyggja hefur alltaf einkennt man- lífið hér öðru fremur. Selfoss hefur líka upp á að bjóða allt það sem hvert samfélag þarf og eru gerðar kröfur um. Mér finnst líka gott að búa í sam- félagi þar sem ég þekki fólkið, það er mikilvægt fyrir stjórnmálamann sem þarf að hafa slík tengsl við grasrót- ina.” Ragnheiður bæjarstjóri Í bæjarstjórn Árborgar starfar meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar- innar og Vinstri grænna. Þeir flokkar stofn- uðu til samstarfs í desember á síðasta ári þegar meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar sprakk vegna ágrein- ings um skipulagsmál. Bæjarstjóri er Ragnheiður Hergeirsdóttir, sem er Selfossbúi í húð og hár. Landiðmitt Selfoss íbúar á Selfossi eru í dag 6.028 talsins. Byggðarlagið er nú hluti af Sveitarfélaginu Árborg – en íbúar þess eru samtals 7.280. Fyrr á tíð byggðu Selfossbúar afkomu sína mikið á úrvinnslu landbúnaðaraf- urða og þjónustu við sveitirnar. í seinni tíð hefur opinber starfsemi hverskonar, - svo sem stjórnsýsla, skólar og heilbrigðisstarfsemi – sem og þjónusta við ferðafólk orðið æ mikilvægari þáttur í atvinnulífi bæjarins, sem stækkar með nánast hverjum mánuðinum sem líður. Tónlistin gegnir stóru hlutverki á Selfossi: Margar þekktar hljómsveitir sem náð hafa miklum vinsældum hafa komið frá Selfossi. Þannig hefur á Suðurlandi verið sterk hefð fyrir sveitaböllum og hafa hljómsveitirn- ar öðrum þræði sprottið upp úr þeim jarðvegi. Þannig gerði Hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar – Steina spil – garðinn frægan í kringum 1970 – og átti aðdáendur um landið þvert og endilagt. Önnur sveit sem naut mikilla vinsælda á svipuðum tíma voru Mánar; þar sem stórsöngvarinn Labbi sem margir þekkja fór fremstur í fylkingu. Mánar léku einkum þunga rokktónlist, eins og hefð þess tíma bauð. Sveitin gaf út nokkrar hljómplötur og hefur stöku sinnum komið saman á síðustu árum, meðal annars í tengslum við tónleika Deep Purple sem haldnir voru í Laugardalshöll fyrir nokkrum árum. Þriðja Selfosssveitin sem riðið hefur á öldufaldi vinsælda meðal almennings er Skítamórall. Sveitin var á toppnum fyrir um um árið 2000 og meðal vinsæla laga hennar má nefna Skjóttu mig, Haltu á mér hita, Drakúla og Farin - sem var án vafa vinsælasta lag ársins 1998. Á heimasíðu Skítamórals segir: “Lagið Farin eftir Einar Bárðarson var frumlutt í 19:20, fréttaþætti Stöðvar 2, kvöldið fyrir skírdag og áður en bandið vissi af var lagið orðið það vinsælasta á Íslandi. Farin sat á toppi Íslenska listans samfleytt í 3 vikur, leiðin frá Selfossi var orðin greið á toppinn. Platan Nákvæm- lega leit dagsins ljós í sumarbyrjun 1998 og varð strax mest selda plata landsins og seinna um sumarið rauf Skítamórall 5.000 eintaka múrinn og fékk afhenta sína fyrstu gullplötu. Þetta voru góðir dagar fyrir sveitina og alls staðar var tóku áhorfendur henni opnum örmum.” Frá Steina spil til Skítamórals Selfoss GullGrafarabærinn við brúna Þorsteinn og Davíð Fjölmargir einstaklingar sem setja svip sinn á íslenskt samfélag eru frá Selfossi – eða hafa einhver tengsl við bæinn. Þar ber líkilega hæst nöfn Þorsteins Pálssonar og Davíð Oddssonar. Þeir eru æsku- félagar og ólust upp í húsum sitt hvoru megin við Austurveg- inn, aðalgötu bæjarins. Þeir fluttu báð- ir ungir til Reykjavíkur, en æskuvináttan lagði grunn að nánu samstarfi þeirra félaga sem lengi varði, eða allt að for- mannskjörinu á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins árið 1991 þar sem Þorsteinn tapaði formennskunni fyrir Davíð. En lífið er meira en pólítík. Nokkr- ir fjölmiðlamenn eru frá Selfossi og má þar nefna Valgerði A. Jó- hannsdóttur varafréttastjóra Sjón- varpsins, Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúa Icelandair og Svein Helgason umsjónarmann Morg- unvaktar Útvarpsins. Auk þeirra má nefna Kristj- önu Stefánsdóttur djasssöngkonu og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur leikonu sem er velþekkt fyrir leik sinn í þættinum Stelpurnar á Stöð 2. Landsmót framundan Á bæjarstjórnarfundi í Árborg um miðjan mars rætt um þá ákvörð- un stjórnar UMFÍ að 27. landsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi árið 2012. Hún felur í sér viðurkenn- ingu á því að í Árborg séu góðar aðstæður til móttöku fjölda kepp- enda og gesta og jafnframt “… mik- ið traust til sveitarfélagsins þar sem um er að ræða gríðarlega stóran og merkilegan viðburð. Sveitarfé- lagið mun kappkosta að hér verði fyrirmyndar keppnisaðstaða fyrir þær íþróttagreinar sem keppt er í á landsmóti og stærsta einstaka verkefnið þar er bygging aðalleik- vangs fyrir frjálsar íþróttir auk þess sem sundaðstöðu þarf að stór- bæta,” segir á heimasíðu Árborgar. Skítamórall Selfoss er þeirra heimabær. Íslendingar þekkja flestir eitthvað til Selfoss. Leiðir margra liggja í gengum þennan fagra og flatlenda bæ. Mikill uppgangur er á Selfossi, sem er stærsti byggðarkjarni sveitarfélagsins Árborgar. Guðni Ágústsson “þetta er góður staður; samheldið samfélag og fjölskylduvænn bær.” Selfoss Byggð á Selfossi tók að myndast um 1930. í seinni tíð hefur vöxtur bæjarins orðið æ hraðari og öll fyrri met hafa verið slegin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.