Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 28

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 28
350 LÆKNABLAÐIÐ þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, sem talist geta höfundar, er rétt að skrá í greinar- lok undir yfirskriftinniþakkir. Þar eru skráðir samstarfsmenn og ráðgjafar (collaborators and advisers) og þess getið, hvað hver um sig hefur lagt af mörkum. Til eru ýmis afbrigði af því, hvernig höfundum er raðað. 1. Höfundar, semsettireruuppistafrófsröð, ættu allir að hafa lagt jafn mikið af mörkum til verksins. 2. Sá sem fyrstur er nefndur endranær, ætti að hafa dregið þyngsta hlassið. Hinum er þá raðað í samræmi við framlag hvers og eins. 3. Ef tveir eru saman á grein, er hugsanlegt að annar hafi unnið mest að undirbúningi og hinn skrifað greinina. 4. Séu höfundar tveir, má vera að sá reyndari taki annað sætið, vegna þess hversu miklu það getur varðað hinn að fá nafn sitt skráð á þennan hátt. Ef framhald verður á samstarfi geta höfundar skipt um sæti á næstu grein. 5. Oft er nafn forstöðumanns deildar (stofnunar) skráð síðast á lista, þar sem höfundar eru margir og framlag hvers og eins svipað að vöxtum. 6. Ef birting greinar varðar viðurkenningu að einhverju leyti, t.d. sérfræðiviðurkenn- ingu, þarf nafn þess, sem eftir slíku leitar að koma fremst. Dæmi eru um það, að fyrir hafi legið yfirlýsing meðhöfunda um það, að tiltekinn höfundur hafi unnið mestan hluta verksins. Þessi eru helstu afbrigðin. Ungum höfundi á byrjun ritferils verður aðeins ráðlagt að fylgja ábendingu Asher (1) og taka mið af orðum Calnan og Barabas (6): »Creative thinking should not be confused with expert consultation. Our own rule is that an author must have contributed something worth while. If he has only corrected the typescript this can be acknowledged at the end of the Paper.« (6). Að öðru leyti er vísað til þess sem segir almennt um þakkir síðar í þessum kafla. HVAR, HVAÐA TlMARIT? Óþarfi er að eyða miklu i þá umræðu, þegar hægt er að fá mynd 1 að láni hjá ritstjóra breska læknablaðsins (7). Þegar þú ert búinn að gera það upp við þig, hvar þú hyggst leita eftir birtingu, kynntu þér þá gaumgæfilega reglur viðkomandi tímarits. Reglur ritstjórnar Læknablaðsins (8) er að finna í Viðauka I. » Why did you start, what did you do, what answer did you get, and what does it mean anyway? That is a logical orderfor a scientific paper. Austin Bradford Hill (9) ÚTDRÁTTUR (Abstract) er samanþjöppuð, nákvæm lýsing efnisins. Þar á að koma fram í örstuttu máli tilgangur greinarinnar, aðferðafræði, niðurstöður og skil. Efnisútdrátturinn á að geta staðið sjálfstœtt, óháður greininni. Þetta fær vax- andi þýðingu á tölvuöld, þegar slíkir textar eru settir óbreyttir í upplýsingabanka. Efnisútdráttar er oft krafist af þeim, sem eiga að flytja erindi á ráðstefnum. Ráð- stefnustjórn sendir þá út eyðublað. Á það er fært heiti erindis, nöfn höfunda, heiti stofn- ana. Textinn er settur innan ákveðinna marka og er hann oft fjölfaldaður beint af þessum eyðublöðum. Hvort sem um er að ræða efnisútdrátt úr grein eða erindi, á hann að fullnægja eftir- farandi skilgreiningu (10); »An abbreviated, accurate representation of a document, without added interpretation or criticism and without distinction as to who wrote the abstract. An abstract should be as informative as is permitted by the type and style of the document; that is, it should present as much aspossible of the quantitative and/or qualitative information contained in the document.« (10) Til þess að auðvelda öðrum upplýsingaleit eru notuð lykilorð. Gildir þá einu, hvort um er að ræða tilvísun í gögn í bókasafni eða tölvutækar upplýsingar (computerized litera- ture retrieval system); »A keyword is a single word or a group of coordinated words used to characterise the contents of a document.« (11) Lykilorð, sem látin eru fylgja efnisút- drætti, eiga að gefa viðbótarupplýsingar um efnið, umfram það, sem fram kemur í titli. Lykilorð eiga að vera einkennandi og nákvæm. Þau eiga að vera eins fræðandi og kostur er.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.