Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 32
74 LÆKNABLAÐIÐ fluttir voru en slíkt hefur ekki verið tekið saman fyrr en nú. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Skriflegra og munnlegra heimilda um starfsemi og búnað þyrlusveitar LHG var aflað. Gerð var afturvirk athugun á sjúkraflugi þyrlu LHG, TF-SIF árið 1991 varðandi ýmis atriði er lúta að útkallinu sjálfu, aðstæðum á vettvangi, meðferð sjúklinga um borð í þyrlunni og afdrifum þeirra. Notuð voru gögn LHG, sjúkraskrár þyrluvaktar lækna og sjúkraskrár á þeim sjúkrahúsum þar sem viðkomandi sjúklingar fengu meðferð. TF-SIF, sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli, er tveggja hreyfla þyrla af gerðinni Aerospatiale Daupin II SA-365 N, smíðuð hjá Aerospatile í Frakklandi. Hún er vel búin til leitar-, björgunar- og sjúkraflugs hvort sem er á sjó eða landi. Hægt er að flytja fjóra sjúklinga á sjúkrabörum frá landi og tvo frá sjó. Góður búnaður til lækninga er fyrir hendi, meðal annars öndunarvél og hjartarafsjá/- stuðtæki (4). Flugskilyrði: Reynt var að meta flugskilyrði með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna. Þessar upplýsingar fengust úr flugdagbók ásamt gögnum frá stjórnstöð LHG. Veðurskilyrðum var skipt í þrjá flokka í samráði við flugstjóra. Auk þess var sérstakur flokkur, sá fjórði, fyrir erfiða staðhætti. Skilgreiningu þessara flokka er að finna í töflu I ásamt niðurstöðum. Næturflug var skilgreint þegar að minnsta kosti helmingur flugtímans var eftir sólsetur eða fyrir sólarupprás samkvæmt tímasetningum úr Handbók Tafla I. Flokkun flugs eftir veðri og aðstœðum ásamt skiptingu milli flokka. Flokkur Skilgreining Fjöldi i. Vindur 0-20 hnútar Skyggni yfir 10 km Flogið er í dagsbirtu Ef flogið er í myrkri fer flugið í II flokk 31 n. Vindur 20-40 hnútar 14 Skyggni 5-10 km Flogið er i dagsbirtu Ef flogið er í myrkri fer flugið í III flokk iii. Vindur yfir 40 hnútum Skyggni 0-5 km ísingarskilyrði 8 IV. Erfiðir staðhættir 4 Fjöldi sjúklinga Mynd 1. Fjöldi útkalla árið 1991og samanburður við fyrri ár. Fjöldi sjúklinga Feb. Apríl Júní Ágúst Okt. Des. Mánuðir □ Önnur útköll □ Sjúkraflug Mynd 2. Skipting útkalla eftir mánuðum. flugmanna (5). Hvert flug var yfirfarið og metið af flugstjóra. Utkallstími var reiknaður frá því að beiðni barst til stjómstöðvar, þar til þyrla var lent við skýli LHG. Mat á sjúklingum: Samkvæmt sjúkdómsgreiningum sem sjúklingar fengu á sjúkrahúsi var þeim skipt í flokka tvö til fimm eftir því hversu veikir eða slasaðir þeir voru, heilbrigðir teljast vera í flokki eitt. Stuðst var við flokkun ameríska svæfingalæknafélagsins (6). I öðrum flokki voru þeir sem höfðu hlotið væga áverka eða sjúkdóma, alvarlegri sjúkdómar og áverkar fóru í þriðja flokk. Sjúklingar með lífshættulega sjúkdóma fóru í þann fjórða og ef sjúklingum var ekki hugað líf fyrstu 24 klukkustundirnar skipuðust þeir í fimmta flokk. Upplýsingar sem fyrir lágu leyfðu ekki nákvæmari flokkun. Mat á gagitsemi þyrlu og lœknis: Hér var stuðst við flokkun sem notuð hefur verið í ársskýrslum þyrluvaktar lækna (7). Þyrla var talin nauðsynleg ef hún var eina tækið sem gat leyst verkefnið á viðunandi hátt, þýðingarmikil taldist hún ef notkun hennar veitti öryggi án þess að hafa úrslitaþýðingu og óþörf ef hægt var að leysa verkefnið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.