Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 74

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 74
566 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 unnar án milligöngu lögreglu eða björgunarsveita. Við förum oft út á land, til dæmis þegar við tökum þátt í æfingum Slysavarnaskóla sjó- manna eða björgunarsveita, og þá notum við tækifærið og fræðum fólk um starfsemi okkar. Við kennum lögreglu og björgunarsveitarfólki að umgangast þyrluna og að benda okkur á heppilega lend- ingarstaði. Við segjum fólki hvaða aðferðum við beitum til þess að nálgast sjúklinga, svo sem þegar við erum að hífa.“ - Hvernig eru samskiptin við heilbrigðiskerfið á lands- byggðinni? „Þau hafa gengið mjög vel. Við reynurn að vera passa- samir með að láta héraðs- eða heilsugæslulækna vita ef við erum kallaðir út í björgunar- aðgerðir á þeirra svæði. Það vildi brenna við að við færum og sæktum sjúkling án þess að láta neinn vita en nú eru það hrein mistök ef það gerist. Það er ekki óalgengt að við förum með sjúklinga á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eða sjúkrahúsið á Isafirði. Einnig kemur fyrir ef við er- um langt frá Reykjavík að við förum með sjúklinginn á næsta flugvöll þar sem sjúkra- flugvél tekur við honum og flytur hann til Reykjavíkur." Ekki spurning um kostnað - Nú heyrist sú gagnrýni oft að það skorti allt heildar- skipulag á sjúkraflutningum og björgunarstörfum. Háir þetta ykkur? „Þetta er alveg rétt hvað varðar sjúkraflutningana. Hjá okkur er ágætis skipulag inn- anbúðar en því miður kemur það oft fyrir að það er seint haft samband við okkur eða jafnvel ekki, þrátt fyrir það að við gætum gert mikið gagn.“ - Hvað veldur? „Það kemur sjálfsagt ýmis- legt til. Eg heyri oft þá afsök- un að það sé svo skelfilega dýrt að kalla okkur út. Sann- leikurinn er hins vegar sá að flugmenn þyrlunnar þurfa að fljúga henni tiltekinn lág- markstíma til að halda hæfni sinni við svo ef við förum í sjúkra- eða björgunarflug þá er hægt að fella niður æfinga- flug í staðinn. Ef lítið er um útköll þá þarf að fjölga æf- ingaflugunum sem líka kosta sinn pening. Það er því engin ástæða til að hika við að kalla okkur út kostnaðarins vegna. En að sjálfsögðu er rétt að menn hugi að öðruin leiðum til þess að flytja sjúklinga því ýmislegt getur tafið för okkar, bilanir og slíkt. Svo finnum við fyrir því að skipulagið á neyðarþjónust- unni er ekki nógu gott. Það getur birst í því að útkallsleið- ir bregðist. Oft er ástæðan sú að allt of margir eru að standa í að kalla út mismunandi flokka. Þessu þyrfti að koma þannig fyrir að útkallið væri á einni hendi og að einn aðili sæi um að kalla út alla flokka.“ Mjög brýnt að fá sérhæfða sjúkraflugvél - En væri það ekki hagur ykkar hjá þyrluvaktinni að skipulag sjúkraflugsins væri betra en það er nú? „Jú, það er alveg ljóst, ekki síst sjúklinganna vegna. Það er ekki óalgengt að við séum að sinna verkefnum sem við vitum vel að hægt er að vinna betur á annan hátt. En þó við séum hægfleygir erum við oft besti kosturinn því við erum með tækin og kunnáttuna sem þarf, til dæmis ef flytja þarf mikið veikan eða slasaðan sjúkling. Það væri hins vegar betra ef til væri hraðfleygara tæki með sama útbúnaði og sömu þjónustu og við erum með. Við höfum einstaka sinnum notað TF-SÝN með góðum árangri í flug þar sem um er að ræða flutning af flugvelli um langa leið. Það getur skipt miklu máli að koma sjúklingi á sérhæft sjúkrahús á hálfri þriðju klukkustund í stað sex stunda með þyrlunni. Því mið- ur eru dæmi um að menn hafi látist, til dæmis af höfuð- áverkum, sem hefði verið hægt að bjarga ef hægt hefði verið að koma þeim fyrr á sjúkrahús." - Hvernig líst þér á að kom- ið verði upp sjúkraflugvél á Akureyri? „Mér sýnist þetta vera skyn- samleg hugmynd. Lands- byggðin liggur vel við Akur- eyri og það er mjög brýnt að fá sem allra fyrst sérhæfða sjúkraflugvél til þess að sinna sjúkraflutningum. En á meðan verið er að koma þessari vél í gagnið ættu menn að hugleiða þann möguleika að nota TF- SÝN oftar en við gerum. Það mætti með fremur litlum til- kostnaði útbúa hana til sjúkra- flugs. Gallinn er hins vegar sá að TF-SÝN getur verið upp- tekin við önnur verkefni. Það er þó gott að vita af henni ef stórslys verður en það mætti alveg athuga þann möguleika að koma upp búnaði sem setja mætti í vélina á skömmum tíma ef stórslys verða, snjó- flóð eða aðrir mannskaðar,“ segir Friðrik Sigurbergsson yfirlæknir þyrluvaktarinnar. -ÞH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.