Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 27
DV Helgarblað FÖSTudagur 1. júní 2007 27 Dugir skammt að vera fannst alveg magnað að lesa frásögn þessarar ungu konu sem kom fram í fjölmiðlum nýver- ið og lagði nafn sitt að veði til að staðfesta það sem kom fram í portúgölskum fjölmiðlum um aðstæðurnar þarna. Bubbi er mikill náttúruunnandi, en hann er á báðum áttum þegar kemur að virkjunum. „Ég get alveg skilið að við þurfum að virkja fyrir okkar innlenda orkubúskap, en ekki að erlend- ir aðilar séu að fá orkuna okkar á spottprís. Til- finningarök eru góð og gild – þau skipta gífur- lega miklu máli. Mér finnst að það eigi að taka tillit til þeirra, en þau ein og sér gilda ekki allt- af. Ég er mjög tengdur náttúrunni og er meira að segja að byggja mér hús uppi í sveit, með fjallið í bakgarðinum og vatn fyrir framan hús- ið og mér finnst yndislegt að finna lyktina af trjánum. Ég er ekki fylgjandi stóriðjustefnunni – hún er svona eins og nýjasta fótanuddsgeð- veikin hjá íslensku þjóðinni. Einu sinni áttu allir fótanuddtæki og núna eiga allir Íslend- ingar að vilja vera heimsmeistarar í álverum. Þetta sýnir kannski fyrst og fremst heimsku, í jákvæðri merkingu. Þetta er þröngsýni og það má segja að þeir sem halda þessari stefnu mest á lofti séu ekki ósvipaðir hestunum á búgarði móðurfjölskyldunnar minnar í Dan- mörku, sem voru með leppa fyrir augunum svo þeir sáu ekki til hliðar heldur æddu bara beint áfram með tækin á eftir sér úti á akrin- um. Kannski hafa íslenskir pólitíkusar ekki haft getu til að líta í kringum sig. Þekkingariðnað- urinn er til dæmis mjög vanmetinn og íslensk- ir pólitíkusar virðast ekki hafa látið sér detta neitt annað í hug en að virkja landið til helvít- is. Svo getur vel verið að eftir hundrað ár verði hlegið að köllum eins og Ómari Ragnarssyni og Bubba, og sagt: „Hvernig hefði þetta nú allt farið ef ekki hefði verið virkjað?“ En ég trúi því sjálfur að þetta séu mistök sem við eigum eftir að súpa seyðið af. Bubbi hefur sterkar skoðanir á pólitík og hann segir vexti hérlendis til dæmis allt of háa. „En þjóðin kaus um daginn og það kom eitt gott út úr þeim kosningum, sem er það að Framsóknarflokkurinn þurrkaðist nánast út og ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu. Flokk- urinn hefur verið að súpa seyðið af Halldóri Ásgrímssyni, sem náði ekki að yfirgefa flokkinn nógu snemma og skildi hann eftir í innbyrðis átökum. Ef það er hægt að tala um spillingu í einhverjum stjórnmálaflokki þá er hún í Fram- sóknarflokknum. Þeir sem ekki trúa mér þurfa ekki annað en að lesa ævisögu Steingríms Her- mannssonar til að sjá það. Þar er ekki verið að fela eitt eða neitt. Við megum ekki gleyma því að við erum náttúrulega bara 300 þúsund og það eru eig- inlega undur og stórmerki að hér þrífist efna- hagskerfi og pólitík. Við erum eins og ein gata í New York. Maður getur náttúrulega staðið og gasprað um ýmislegt, en það er sjálfsagt annað að standa í fellibylnum miðjum og þurfa raun- verulega að gera eitthvað.“ „Ég er sjálfstæðismaður“ En þrátt fyrir sterkar skoðanir á pólitík hefur ekki hvarflað að Bubba að taka beinan þátt í pólitísku starfi, jafnvel þó hann hafi ver- ið beðinn um það. „Nei – ef ég færi til dæm- is í framboð, þá væri ég einfaldlega búinn að skera undan mér og tittlingurinn bara kominn í ruslafötuna. Með því að fá að vera þar sem ég er með gítarinn minn og gasprið, þá er ekkert hægt að binda mig. Um leið og ég færi í fram- boð fyrir einhvern flokk þá væri ég settur á bás og fólk myndi hætta að taka mark á mér. Það getur nefnilega enginn sagt að ég sé vinstri- sinni eða hægrimaður. Framan af var ég mjög róttækur og ég held að það sé líffræðilega kór- rétt að vera það sem ungur maður. Ef maður er ekki reiðubúinn til þess að ögra, gera uppreisn og stíga yfir þröskulda þá fer maður á mis við ákveðinn þroska. En ef maður heldur því áfram eftir því sem maður eldist, þá lendir maður í blindgötu. Eðli lífsins er svona. Ég held ég hafi hætt að vera róttækur þegar ég eignaðist börn. Þá allt í einu fór ég að óttast. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að ég, sem alltaf gaf dauð- ann og djöfulinn í peninga, yrði að þéna pen- inga, mæta á foreldrafundi og hafa áhyggjur af veikindum barnanna minna. Allt í einu sner- ist ekki allt um mig sjálfan og þá vék róttæknin fyrir því að ég þurfti að fæða og klæða börnin mín og borga reikningana. Þá dugir skammt að vera rammróttækur anarkisti. Það má kannski segja að ég hafi orðið sjálfstæðismaður þegar ég eignaðist börn. Ekki hægrimaður – heldur sjálfstæðismaður. Svo segja menn að ég hafi svikið málstaðinn – já ég sveik málstaðinn um leið og fyrrverandi konan mín varð ólétt,“ segir Bubbi og hlær. „Ef ég væri flokksbundinn í Sjálfstæð- isflokknum, þá myndi ég segja að ég væri vinstrisinnaður sjálfstæðismaður. Ég er sjálf- stæðismaður að því leyti að ég er það sem ég er og ég reyni að standa undir því sem ég er. Ég held að ef ég gengi í Sjálfstæðisflokkinn þá væri pláss fyrir mínar skoðanir þar. Ég er mjög ánægður með Geir Haarde, hann kem- ur mér mest á óvart af þessum pólitíkusum öllum saman. Að sama skapi finnst mér grát- legt að Íslandshreyfingin skuli ekki hafa kom- ið inn manni því ég tel mikla þörf fyrir Ómar Ragnarsson á þingi. Hann er einn merkileg- asti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég held að Ómar Ragnarsson sé að vissu leyti samviska þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þegar samviskan lætur á sér kræla, þá fara menn í afneitun, vilja ekkert kannast við hana og ýta henni út í horn. Það er engin spurning að þjóðin missti af miklu þegar hún hafnaði Ómari. Hann er ein heilsteyptasta og heiðarlegasta mannvera sem ég hef kynnst um ævina. Skemmtilegasta, fordómalausasta og ruglaðasta manneskja sem ég hef kynnst – í bestu merkingu orðsins. Hann er stór mann- eskja – það má orða það þannig.“ Þorgerður kynþokkafyllst Og Bubbi kann að meta fleiri stjórnmála- menn. „Ég er hrifinn af Steingrími J. Hann er mikill mælskusnillingur, rökfastur og flottur – eins og Ögmundur Jónasson. En þeirra pólit- ík er ekki lengur mín pólitík. Ingibjörg Sólrún er svo með einskonar kombakk núna. Ég hafði alltaf mikla trú á henni en hún lenti í því að verða lifandi dauð í pólitíkinni og lenda milli tveggja heima þegar hún kom úr borginni. Mér finnst hún hafa spilað frábærlega úr sínum spilum eftir kosningarnar. Þorgerður Katrín er svo ekki bara framtíðarleiðtogi Sjálfstæðis- flokksins, heldur er hún sennilega kynþokka- fyllsti pólitíkus Vesturlanda. Hún er ekki bara greind og klár, heldur alveg hræðilega sexí og hlýtur að hafa mjög truflandi áhrif á margan þingmanninn.“ Það er nóg um að vera hjá Bubba annað en að undirbúa sjónvarpsþáttinn og hann er allt- af að semja tónlist. „Ég hef verið að semja lög þar sem ég læt portúgalska farandverkamenn segja sína sögu frá því þeir fara upp í flugvélina í Lissabon og þar til þeir koma til Kárahnjúka. Hvernig þeir upplifa landslagið og myrkrið, dauðsföllin á vinnusvæðinu og hvernig þeir tengja sig við þrælana í lestum skipa forfeðra sinna. Hvernig þeir eru sjálfir orðnir þrælar á stað sem landafræðikennarinn þeirra þekkti ekki einu sinni. Svo hef ég verið að semja lög sem ég ætla að taka upp með strákunum í Mín- us. Það er öllum nema Þresti og Krumma og ég vona að okkur fari að takast að klára það. Svo er ég náttúrulega að byggja hús og undirbúa flutninginn með fjölskylduna. Við Hrafnhild- ur og Ísabella erum að flytja í Kjósina og svo verða náttúrulega krakkarnir mínir hjá mér. Ég bý reyndar með svo fallegri konu að hún hefur svipuð áhrif á mig og Þorgerður Katrín hefur á þingið – að mér verður eiginlega ekkert úr verki út af truflandi áhrifum.“ Bubbi skrifar ekki bara ljóð og dægurlaga- texta, því hann hefur skrifað tvær barnabækur; Rúmið hans Árna sem kom út 1994 og Stórlax sem kom út árið 2005, en hana skrifaði Bubbi með Robert Jackson. Sú bók er nýkomin út á Nýja-Sjálandi, en hefur áður komið út í nokkr- um löndum. Í vetur lauk Bubbi svo við bók með smásögum sem fjalla um veiði, en hann er mikill áhugamaður um laxveiði. „Þetta eru allt einhverskonar veiðisögur. Ég skrifa fyrst og fremst um það sem ég hef ástríðu fyrir – eins og laxveiði. Mér hefur þótt ég svolítið latur í vetur – en þegar ég lít yfir afraksturinn þá sé ég að ég hef samið tuttugu lög, skrifað eina bók og hald- ið einhvern massa af tónleikum. Kannski var þetta ekki svo slæmur vetur eftir allt saman. En vanalega, ef ég er í stuði, þá skrifa ég alveg frá morgni til kvölds og er að skrifa alla daga. En þessi vetur hefur verið rólegur.“ Lífið er sigurganga Bubbi segist hafa orðið fyrir áföllum í lífinu en alltaf tekist að koma standandi niður. „Mér hefur alltaf tekist að snúa ósigrum í sigra. Fyrsti ósigurinn var skrifblindan, annar var dag- leg neysla fíkniefna, þriðja var skipsbrot mitt í hjónabandi – öllu þessu tókst mér að snúa upp í sigra. Ef maður tæklar hlutina rétt, þá er lífið í raun ein stór sigurganga. Maður þarf að vera tilbúinn til að viðurkenna vanmátt sinn og ósigur – þegar maður hefur það viðhorf til lífs- ins þá getur maður snúið öllum ósigrum sín- um og áföllum upp í sigra. Sjálfsagt þykir ein- hverjum lesendum þetta vera klisja, en það er engu að síður staðreynd í mínu lífi. Maður á að viðurkenna hlutina eins og þeir eru, öðruvísi er ekki hægt að snúa þeim við. Þess vegna er ég óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa hjálpað mér út í ósigurinn, því um leið og þeir hafa verið gerendur í því – þá hafa þeir einnig gert mig að sigurvegara. Þetta þýðir að maður á enga óvini. Ég gæti náttúrulega eytt óendan- legum tíma í að bölva gömlu dílerunum mín- um, en í rauninni er það þeim að þakka hver ég er í dag – ásamt mér. Þannig að þeir geta þakk- að sér það, ef þeir eru þá lifandi.“ Bubbi er handhafi Íslensku tónlistarverð- launanna undanfarin tvö ár en hann vill ekki segja til um hvort hann eigi aftur von á verð- laununum á næsta ári. „Ætli menn hafi ekki bara viljað gefa mér verðlaun í tilefni fimmtugs- afmælisins,“ segir Bubbi og skellir upp úr. „Ann- ars finnst mér ég vera góður söngvari og mér hefur alltaf fundist það. Annars væri ég ekkert að syngja. Sjálfsagt túlka margir það sem hroka – en þetta er bara það sem mér finnst. Guðrún Á. Símonar kenndi mér söng og hún vildi að ég yrði óperusöngvari. Þegar ég sagði henni að ég ætlaði frekar að verða pönkari, sagði hún með sinni háu, hvellu og stórkostlegu röddu: „Ókei, hér eftir er ég blankur kennari, þú ert nemandi minn og bara hérna vegna þess að mig vantar pening.“ En ég lærði hjá henni í tvö og hálft ár og hún kenndi mér óendanlega mikið.“ Hann segir gaman að fá verðlaun, en jafn- framt að þau séu meira fyrir hégómann. „Hé- góminn er mjög hættulegur ef þú ferð með hann út úr húsi. Hann er hinsvegar fínn uppi á sviði. Það sama gildir um hrós í blöðunum. Maður á að líta á það sem góða auglýsingu en þarf að passa sig á því að fara ekki trúa því sem er skrifað um mann. Maður á að treysta á eigið innsæi. Allt annað er byggt á sandi. Verðlaun- in sem besti söngvarinn þýða það að fólk man ennþá eftir mér og ég er þakklátur fyrir það.“ Getur snúið öllu upp í sigur Bubbi segir að stærstu verðlaunin hafi hins- vegar verið tónleikarnir sem hann hélt á fimm- tugsafmælinu sínu 06.06.06. „Það er upplifun sem ég fór með út úr húsinu. Ég fékk þarna af- mælisgjöf sem mun fylgja mér til æviloka, þeg- ar baksviðs birtist maður með skrautskrifað skjal og mynd af mér með kveðju frá föngun- um á Litla-Hrauni. Hann var í leyfi þessi mað- ur og gat ekki verið viðstaddur tónleikana því hann þurfti að drífa sig aftur austur. Þetta er af- mælisgjöf sem skýtur rótum. Svo gaf dóttir mín mér geisladisk með upptöku af henni sjálfri að syngja Knocking on Heavens Door, sem hún vissi að væri uppáhaldslagið mitt með Bob Dyl- an. Hrafnhildur gaf mér kross sem hún smíð- aði úr flugvélaflaki – þetta eru litlir hlutir sem skipta mig óendanlega miklu máli. En að fara á svið á þessum degi var alveg magnað. Ég hafði verið mjög veikur síðustu dagana fyrir tónleik- ana, með ígerð í raddböndunum og við ákváð- um að segja ekki frá því. Ég var þarna á helvíti miklum lyfjaskömmtum og var svo slappur að ég gat ekki tekið þátt í hljóðprufunni. En ég vissi að þar sem ég var búinn að sippa í mörg ár, hlaupa upp og niður stiga og boxa margar lot- ur – þá var þetta bara spurning um að duga eða drepast. Það kom aldrei til umræðu að aflýsa tónleikunum, en síðustu andartökin áður en ég sá salinn var ótti í mér því ég vissi að ég þyrfti að standa á sviðinu í þrjá klukkutíma. Þegar ég hinsvegar leit yfir áhorfendur var enginn vafi í mér og það heyrist ekki að ég hafi verið með ígerð í raddböndunum á þessum tónleikum. En dagarnir á eftir voru ekki þægilegir. Þetta sýn- ir enn og aftur hvernig maður getur snúið öllu upp í sigur. Þessir tónleikar voru einn af topp- unum á mínum ferli. Ég ætla að halda aðra tón- leika í Laugardalshöll næsta vetur sem verða al- veg einstakir – svo ekki sé meira sagt. Þeir gætu orðið á fyrsta degi nýs árs og ég hlakka óendan- lega mikið til.“ Bubbi fæst ekki til að skýra nán- ar frá þessari uppákomu, en segir hana verða mjög sérstaka. „Þetta verður eitthvað sem eng- inn býst við að ég muni gera,“ segir hann. Bubbi Morthens hefur gefið út yfir 500 lög og er með tíu ára útgáfusamning við Senu, hann er því ekkert að fara að hægja á sér í tón- listinni í bráð. „Ég ætla að spila svo lengi sem ég dreg andann. Ef ég get sungið og spilað, en ekki gengið, þá læt ég bera mig inn á sviðið,“ segir Bubbi. gudmundurp@dv.is rammróttækur anarkisti „Það gerir mig ekki að verri textasmið eða söngvara að leika í auglýsingum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.