Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 53
DV Helgarblað xxxxxx Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður mjög fjölbreytt nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir til stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsréttindi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Upplýsinga- og tæknibraut Þriggja ára náttúrufræðibraut Listnámsbrautir Myndlistarkjörsvið Textíl- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Snyrtibraut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins til tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþróttabraut Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu eða á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00 og lýkur 11. júní. Mánudaginn 11. júní verða náms- og starfsráðgjafar skólans til viðtals frá kl. 9 – 18. Atari VCS 2600 Atari 2600 kom út árið 1977 og nánast grandaði öllum keppinautum sínum. Leikirnir fengust í sérstökum hylkjum eins og á Channel F tölvunni og var grafíkin mun betri en þekkst hafði áður. VCS stendur fyrir Video Computer System, sem var aðalmálið þá. Atari 400 Atari 400 var miðuð aðallega að börnum. Hægt var að breyta tölvunni í „Notepad“ en þá gat fólk notað hana í ritvinnslu. Flestir leikirnir sem gefnir voru út fyrir tölvuna voru þekktir úr spilatækjasölum. Atari 400 var í raun síðasta tölvan í fyrstu kynslóð leikjatölva. Super Nintendo Entertainment System Super Nintendo átti að fylgja vinsældum Nintendo eftir og þannig gulltryggja framleiðendum hennar sigurinn í tölvuleikjastríð- inu. Hins vegar var það nokkuð erfitt þar sem Sega Genesis var að seljast vel líka. Það var þó ekki fyrr en Sega menn drógu verulega úr sókn sinni, sem Super Nintendo stóð uppi sem sigurvegari 16-bita leikjatölvu- stríðsins. Sega menn vildu frekar einbeita sér að næsta verkefni sem var 32-bita leikjatölva. Atari Jaguar Atari Jaguar var langt á undan sínum samtíma. Í þá daga snérist allt um bit og sögðu framleiðendur tölvunnar að hún væri 64 bita. Ekki voru þó allir sammála því, en vissulega voru sumir hlutir tölvunnar 64 bita, þó svo leikirnir spiluðust eins og í 32-bita tölvum. Atari Jaguar var betri en allar aðrar tölvur á markaðnum þegar hún kom út, en hins vegar keyptu hana fáir. Á endanum fóru svo Atari á hausinn árið 1996. Sega Dreamcast Dreamcast átti að skjóta Sega aftur upp á stjörnuhiminn og var ráðist í risavaxna auglýsingarherferð til þess að tryggja það að neytendur vissu af tölvunnni. Salan gekk mjög vel og seldust meðal annars 500 þúsund eintök af tölvunni á aðeins tveimur vikum í Bandaríkjunum. Dreamcast varð þó ekki langlíf, en með tilkomu Playstation 2 varð hún hálf úrelt. Hins vegar voru Soul Caliber leikirnir stórkostlegir. Sony PlayStation 2 Playstation 2 byrjaði illa, en framleiðslugallar hrjáðu tölvuna. Hins vegar seldist hún svo vel að erfitt var að verða sér út um grip, hún var einfaldlega uppseld allsstaðar. Tölvan hefur verið langlíf og er langsöluhæsta leikjatölva heims. Óteljandi sígildir leikir hafa komið út á PS2, sem enn í dag, sjö árum seinna lifir góðu lífi. Sony PlayStation 3 PS3 kom út árið 2006 í Japan en árið 2007 á Vesturlöndum. Tölvan er fantagóð, en hefur ekki selst jafn mikið og Sony menn vonuðu. Hins vegar á hún eftir að lifa í fjölda ára í viðbót og því lítil reynsla komin á hana. Nintendo Wii Wii átti upphaflega að heita Revolution. Hún notast við öðruvísi fjarstýringar en áður hafa sést og styðst mikið við hreyfiskynjara. Wii hefur náð miklum vinsældum sérstaklega hjá börnum. Hún er öðruvísi en hinar leikjatölvurnar, þá aðallega vegna stýringanna, sem styðjast við líkamshreyfingar leikmannsins. 1977 1979 1991 1993 1999 2000 2006 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.