Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 29
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 27 Óhappi við dreraðgerð, er lýst 20. sept. 1898, er sjúklingur kreysti skyndilega aftur augað í miðri aðgerð, svo að augasteinn þeyttist út í einu lagi ásamt nokkrum hluta glervökvans. Þrátt fyrir þetta aðgerðarslys fékk sjúklingurinn lestrarsjón, en hafði verið blindur áður. Er þetta söguleg aðgerð, því sennilega er þetta'í fyrsta skipti að augasteinn er tekinn í heilu lagi hér á landi (extractio lentis intracapsularis), að vísu af slysni. Þann 6. marz 1908 tilgreinir Björn, aldrei þessu vant, hvar hann gerir aðgerð. Fyrst gerir hann dreraðgerð á Landakotsspítala (samkvæmt sjúk- lingaskrám spítalans) [33], en í sjúkraskrám sínum getur hann þess ekki, hvar hann gerir aðgerðina, fremur venju. Sjúklingur þessi var drykkjumaður og fékk brennivínsæði á öðrum degi eftir aðgerðina, svo að augað spilltist. Að ári liðnu var sjúklingurinn orðinn nær alblindur á hinu auganu og tekur Björn þá fram, að hann hafi gert síðari aðgerðina heima hjá sjúklingnum. Sú aðgerð gekk vel, enda hafði sjúklingurinn verið bindindismaður að undanförnu og gerðar voru sérstakar ráðstafanir eftir aðgerðina (opinn sáraumbúnaður með vírgrind). Þegar hefur verið lýst skjálgaðgerðum Bjöms á Akranesi. Hann gerir ekki margar slíkar aðgerðir, fremur en starfsbræður hans erlendis, vegna óvissunnar um bata, enda skurðtækni á því svið á bernskuskeiði. Var lækning augnskekkju á frumstigi og aðgerðir nær eingöngu gerðar vegna útlitsbreyt- ingar og þá einkum á ungu fólki. Björn kallar skjálgaðgerðir„strabotomi“, hvaða aðferð sem hann beitir. Hann gefst ekki upp þótt augun réttist ekki í fyrstu lotu, enda hreyfir hann ekki við nema einum vöðva í senn. Björn beitir sömu skjálgaðgerðum og gert var á Dr. Edmund Jensens Klinik í Kaupmannahöfn árin 1902 og 1903, þ.e. sinaskurði og framfærslu, en auk þess gerir hann styttingu (resectio) á augnvöðvum, sem sjaldgæft var að gera á þessu tímabili. Sjá 15. töflu. [19.10.97, 04.02.94, 17.07.94, 03.03.95, 10.10.96, 06.09.00, 06.07.02]. Björn skrifar oft nákvæmar sjúkrasögur og er 11. saga dæmi um það. Lýsir hann lömun á augnvöðvataug (n. oculomotorius). Fá rangeygð börn haíði Björn til meðferðar. Arið 1909 (25. marz) segir hann frá skjálg inn á við á fjögurra ára barni. Var það sjóndapurt á öðru auga. Lætur hann barnið ganga með blöðku fyrir þvi auga, sem hafði betri sjón. Eru þetta fyrstu heimildir, sem fundizt hafa um þess háttar meðferð hér á landi (occlusions-meðferð). Sjúkrahús Reykjavíkur 1884-1903 Franski spítalinn í Reykjavík 1903-1921 Landakotsspítalinn 1902 Þegar hefur verið sagt frá því að bólga í augnslímhúð og augnalokum hafi verið algengir kvillar og þrálátir og leiddu þeir oft til örvefs- myndunar og augnaloksúthverfingar (ectropion), svo að sjúklingarnir gátu ekki lokað augunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.