Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 27 wendung: Diuretikum bei Katarrhen der Harn- wege, bei Gonorrhoe, chronischer Bronchitis, Nieren- und Harnsteinen, — Hamorrhoiden. Hautleiden, Frostbeulen. — Gegen Gesehwiire. — Technisch in der Porzellanmalerei und in der Papierindustrie. Zu Gemaldefirnissen. —“ (leturbr. höf.) (22). Þannig er kópaivabalsam enn notað sem sárasmyrl („gegen Geschw'ijre“) 1949. Kennslubók dr. Levy’s prófessors (í kvensjúk- dóntum og fæðingarhjálp handa yfirsetukonum) er enn þýdd og gefin út endurbætt af Stadtfeldt árin 1871 og 1884 (58) og situr þar allt við það sama um naflaolíuna, væntanlega eins og Jón Thorsteinsson landlæknir lýsir henni í ..Hug- vekju .. .“sinni 1846(90), þaðerósöltfeiti. Þannig virðist nieðferð Schleisners á naflasári með kópaívabalsami. hvergi hafa fest rætur nema í Vestmannaeyjum, og þar máski fyrir tilviljun eina, eins og brátt mun sýnt verða fram á. Ennþá geisar því ginklofinn út alla 19. öldina hér á landi, sam- anber 4. kafla, að nú ekki sé talað um St. Kilda. Kopaivabalsam sem fyrirbyggjandi smyrsl á naflasár er einkaframtak Schleisners hér á landi. sem hann telur sig hafa fengið frá amerískum læknum. Þegar dr. Schleisner síðan fer af landi brott, á miðju ári 1848, að unnum sigri á ginklof- anum í Vestmannaeyjum, veit hann ekki hvað raunverulegum úrslitum réði, en heldur það vera stofnunina („Stiftelsen") (sbr. umræðu urn það á bls. 29) og lítum við því nú nánar á það mál. Þetta er ekki ólíkt mörgum hliðstæðum afrekum í læknavísindum. 8. kafli F ædingarstofnunin „Stiftelsen“ I niðurlagi greinargerðar sinnar til dönsku heil- brigðisstjórnarinnar (Sundheds collegiet) segir Peter Schleisner (bls. 104): „ . . . þar sem nú virðist hœgt að fyrirbyggja gin- klofann . . . er ekki hœgt í flýti að breyta lifsvenjum og atvinnuháttum og allra sízt matarœði, búskapar- háttum t.d. notkun óþverra brennsluefnis, þá verður að álíta að eina ráðið sem liltœkl er til þess að vinna bug á þessum voðalega sjúkdómi sé fœðingastofn- un“ (86). Tíminn átti eftir að leiða í ljós. að fæðinga- stofnunin var nauðsynleg til þess að hefja aðgerðir gegn sjúkdómnum, með því fyrst að gera tilraunir með meðferð á bömum og svo til rannsókna á sjúkdómnum og síðan til þess að kenna fólki meðferð á ungbörnum bæði hvað snerti almennan þrifnað, mataræði og aðgerðir við naflastrengsstúf og naflasár. Þar var innleitt nýtt lyf til slíkrar sárameðferðar, en það var eins og fyrr getur „Bal- samum Copaiba" (81). Það réði tvímælalaust úr- slitum í baráttunni við ginklofann, að þetta lyf var tekið upp. Síðar átti svipað eftir að koma í ljós t.d. á St. Kilda, að ný meðferð á naflasári og þá með joðo- formi réði úrslitum. í júnílok 1848, eftir níu mánuði hafði fæðinga- stofnunin lokið hlutverki sínu og var lögð niður. Þótt upp úr fæðingastofnuninni hefðist ekki • • C,: /d, ■.■■:•■/ - 3\/A ••> s % r /'. /IW/íý/Z '‘''/f r í /■* ~ — /•> ./■ -/■//f/y •' t-zfA r~-: . ■''•//■ '' ■yyYK'/f. 9/h /yy.’y- y/Á'-/yd ■MMy ht 4; ; //■//s i S/'f •£• 1 1 i í i I i Sýni úr Ministerialbók séra Jóns Austmanns fyrir árið 1847, í nóvember. Þá eru skráðir 3 fastir íbúar á „Stif- telsen“ þ.e. fæðingarstofnuninni, dr. Schleisner hálærður læknir, bústvran (Wárterin) Guðfinna J. Austmann op- varterske og sonur hennar Jóhan Jörgen. Þetta var í danska garði „Gaarden". Þessi stofnun var aflögð í júní 1848. annað en árangursrík tilraun með nýja naflaolíu og nýja meðferð á nafla, naflaumbúðum, undir umsjá hins færasta læknis þeirra tíma og yfirsetukonu, þá réttlætir það fyllilega stofnunina, en upphaf og örlög hennar urðu í stuttu máli eins og hér skal greina: Stofnunin var ekki upphaflega hugmynd dr. Schleisners þótt hann að lokum kæmi henni á fót. Ef til vill er hugmyndin í fyrstu komin frá „Bata-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.