Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 29 ætlunin að byggja við hús yfirsetukonunnar, Landlyst, framtíðarfæðingarstofnun. Þessi stofn- un. „Stiftelsen" varð einskonar tilraunastofnun, þar sem beitt var víðtækum hreinlætisráðstöfun- um, sérstöku mataræði og nýrri sárameðferð við naflann. Að lokinni lagfæringu á húsnæðinu 20. september 1847 tók stofnunin til starfa, og var lokað i júnílok 1848. Allt þetta bar þann árangur, að segja mátti að ginklofanum væri langt til út- rýmt, þegar ár var liðið frá komu Schleisners. Við brottför Schleisners 1848 var leiguhúsnæði því sem stofnunin hafði verið í í „Garðinum" sagt upp og henni lokað. Þá var í ekkert annað hús að venda með starfsemina. Hús yfir stofnunina komst ekki upp fyrr en seint á árinu 1850, en þá var enginn læknir í Eyjum. því að næsti læknir eftir Schleisner kom ekki fyrren 1852. Hins vegar hafði því löngum verið haldið fram, að þegar árið 1848 hefði verið búið að byggja hina fyrirhuguðu fæðingarstofnun við hús yfirsetukon- unnar (93). Skrif stjómarherranna í stjórnartíð- indum frá 1848-1858 taka af öll tvímæli í þessum málum eins og brátt mun sýnt verða. Þrátt fyrir tilmæli Schleisners við brottförina 1848, um að yfirsetukonan mætti hýsa börn hjá sér í sínu eigin húsi, þó þröngt væri, gegn sérstöku gjaldi. þá varð ekki af því og hin fyrirhugaða bygging austan við hús yfirsetukonunnar fyrir endanlega fæðingarstofun dróst á langinn. Samið hafði verið við Birch kaupmann. sem einnig var smiður. um að byggja eins og fram er tekið í skrif- um dómsmálaráðuneytisins danska 12. maí 1849 við „vinstri gafl" húss yfirsetukonunnar sæmilega góða „bindiverks“byggingu, tvö herbergi og loft, fyrir 534 ríkisdali og 32 skildinga, en síðan skyldi yfirsetukonan eftir samningi hennar og Schleisn- ers taka 6 dali fyrir hvert barn og 2 dali fyrir hverja konu (36). Þegar til kom treysti Birch kaupmaður sér ekki til þess að byggja stofnunina á því ári. þ.e. 1849. en lofar að gera það næsta ár. þ.e. 1850. fyrir sama verð, eða 534 ríkisdali (36). Vinstri gafl húss ljós- móður samsvarar eystri gafli, þar sem aðalinn- gangur og framhlið sneru í norður. Hinn 22. júní 1850 er stofnunin enn ekki risin og segir þar í lok skrifa dómsmálaráðuneytisins til stiftamtmannsins yfir íslandi. að stjórnin búist við að fá við og við nánari upplýsingar um gang byggingarinnar og síðan um framgang og starfsemi stofnunarinnar (37). Þannig er stofnunin enn ekki risin á miðju ári 1850. í skrifum Davidsens héraðslæknis 1854, kemur og fram að hin nýja stofnun hafi ekki verið notuð. (þótt risið hafi í lok ársins 1850) að sagt er vegna hárrar verðlagningar á dvalarkostnaði ^ y,- Prestssetrið Kirkjubær, þar sem Sólveig yfirsetukona var fædd, eins og það leit út árið 1822. Áberandi er að fjósið er algerlega aðskilið frá öðrum hluta híbvlanna. mæðra og barna, en Davidsen héraðslæknir vill einnig nota þessa stofnun fyrir almennt sjúkrahús þegar þar að kemur (38). Allt þetta kom fyrir ekki, áhuginn fyrir stofn- uninni dofnaði smám saman, þar sem eins og fyrr segir, nú var búið að ráða niðurlögum ginklofans og mönnum þótti í of mikið ráðizt að fara að koma upp almennu sjúkrahúsi, en þetta var þó fyrsta tilraun á íslandi til að koma upp slíku sjúkrahúsi og því reynt að gera sem nánasta grein fyrir öllu þessu máli, þótt það færi nú út um þúfur. Þessi mál öll hafa verið rakin nokkuð nákvæmlega hér eftir því sem tök voru á, einnig vegna þess, að hér er um að ræða tilraun til að útrýma voðalegum sjúkdómi, og hún tókst, þótt segja megi að heppni og hug- kvæmni réði að rétt var að staðið, því að þótt stofnunin væri lögð niður hélt batinn áfram vegna hinnar nýju naflaolíu. sem var hægt að nota með góðum árangri í heimahúsum þótt aðrir um- hverfisþættir breyttust ekki, eins og kom á daginn, sbr. bréf Magnúsar Stephensen 1864, um hrein- lætismál í Eyjum (81). Þess er einnig vert að geta í þessu sambandi sem frekari sönnun fyrir því, að

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.