Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 60

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 60
Hjólin boðin upp Fjöldi fólks hefur sótt reiðhjólauppboð lögreglunnar sem haldið er ár hvert. Myndirnar eru frá síðasta uppboði. Myndir/Facebook og instagraM-síða LögregLunnar J únímánuður 1811 er mikilvægur mánuður í Íslands-sögunni. Þá fæddist eins og kunnugt er Jón Sigurðs-son, helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðis baráttunni, á Hrafnseyri við Arnar fjörð. Reykjavík hafði fengið kaup staðarréttindi aldar fjórðungi áður og þar bjuggu á þessum tíma nokkur hundruð manns. Dómkirkjan var nýleg, fimmtán ára gömul, og hugmyndir voru komnar fram um að finna þyrfti kirkjugarði bæjarins annan stað, þar sem hinn gamli Víkurgarður var orðinn smekkfullur. Tveimur árum áður gerði Jörundur hundadagakonungur tilraun til valdaráns, sem rann út í sandinn eftir stuttan tíma. Fyrsti bæjarfógetinn var skipaður í Reykjavík átta árum áður, danskur lögfræðingur að nafni Rasmus Frydensberg, og hafði hann tvo danska lögregluþjóna sér til fulltingis. Landið laut jú stjórn danskra yfirvalda og þjóðerniskennd Íslendinga og sjálfstæðisbarátta var ekki farin að eflast að ráði á þessum tíma. Frydensberg þessi vann sér það meðal annars til frægðar að koma upp gapa stokki á horni Hafnarstrætis og Aðalstrætis árið 1804, en hann var um skeið notaður sem refsing fyrir alls kyns ölvunaróspektir og stráksskap ýmiss konar eins og nánar er fjallað um í ágætu riti Þorsteins Jóns- sonar og Guðmundar Guðjónssonar um sögu lögreglunnar á Íslandi. „Það er fullur skilningur á því og hefur verið lengi að þörf sé á að breyta þessum reglum og færa þær nær nútímanum.“ Í Kaupmannahöfn bar það til tíðinda í þessum mánuði árið 1811, nánar tiltekið 8. júní, að kansellíið sendi frá sér opið bréf. Í bréfinu kom fram að hans hátign, Friðrik sjötti, hefði allramildilegast, eins og það er orðað í bréfinu, ákveðið þremur dögum áður að fyrirmæli í opnu bréfi sem gefið var út allnokkrum árum fyrir frönsku byltinguna, hinn 28. september 1767, um meðferð á fundnu fé í Kaupmannahöfn, skyldu eftir leiðis einnig ná til allra annarra kaupstaða innan vébanda danska ríkisins. Það var forveri Friðriks sjötta, Kristján sjöundi, sem gaf út hið upphaflega bréf þar sem mælt var nákvæm lega fyrir um hvernig farið skyldi með fundna muni í kaupstöðum, hvar þeir skyldu geymdir og bókaðir og hvernig ætti síðan að standa að ráðstöfun þeirra. Þar er meðal annars mælt fyrir um það að fundna muni skuli geyma í að minnsta kosti ár, en þá sé heimilt að selja hið fundna handa lögreglusjóðnum. Jafnframt segir þar að auglýsa eigi hina fundnu muni í blaði og með uppfestri skrifaðri auglýsingu, en þar sem engin blöð komi út skuli þetta auglýst með bumbuslætti. Kansellíið áttaði sig á því að ekki væri fullnægjandi að setja einungis reglur um fundið fé í kaupstöðum og gaf því einu og hálfu ári síðar út opið bréf um fundið fé í sveitum. Efnislega gilda þar sömu reglur en í Er þörf á uppfærslu? Pistill Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu stefán eiríksson er yfirlög- reglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. Hann skrifar pistla í kjarnann á þriggja vikna fresti um samfélagsmál. 01/01 kjarninn PistiLL stað bumbusláttar er mælt fyrir um að fundið fé skuli auglýst af prédikunarstóli í sveitum landsins. Og hvers vegna skyldi nú vera ástæða til að rifja þetta upp í stuttri grein í nýjum og nútímalegum fjöl miðli sem nýtir sér alla nýjustu tækni í fjölmiðlun og upplýsinga miðlun? Ástæð- an er sú að reglurnar sem gilda um meðferð fundins fjár í kaupstöðum og sveitum á Íslandi eru enn þær sömu og hafa ekkert breyst í ríflega tvö hundruð ár. Enn þann dag í dag eru þessi tvö opnu bréf kansellísins í Kaupmannahöfn í fullu gildi og hluti af íslenska lagasafninu. Það er fullur skilningur á því og hefur verið lengi að þörf sé á að breyta þessum reglum og færa þær nær nútímanum. Þetta er þó skiljanlega ekki efst á forgangs lista stjórnvalda. Eitt og annað þarf þó að bæta í framkvæmdinni þegar kemur að meðferð fundins fjár hér á landi, til dæmis samrýmist það ekki nútíma sjónarmiðum að andvirði þess sem geymt er hjá lögreglustjórum og selt að tilteknum tíma liðnum renni í hinn svonefnda lögreglusjóð. Um er að ræða sjóð sem starfað hefur lengi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og sinnir ýmsum menningar- og félagsmálum á vegum félaga lög- reglunnar. Slíkir sjóðir eru vissulega mikilvægir en ekki er eðlilegt að fjármagn til þeirra ráðist af því hversu vel eða illa lögreglunni gangi að koma óskilamunum til eigenda sinna, enda býður slíkt upp á tortryggni sem sjá má stað í um- ræðunni á hverju ári þegar hið árlega reiðhjólauppboð lög- reglunnar fer fram. Þá fylgir því einnig mikill kostnaður fyrir lögreglu að geyma þessa óskilamuni í ríflega ár að minnsta kosti eins og hið gamla kansellíbréf mælir fyrir um og því er rétt að hugað sé að því að stytta þann tíma um að minnsta kosti helming. Þá þarf að setja skýra stoð undir þá aðferð sem notuð er til að koma þessum munum í verð og opna fyrir fjölbreyttari möguleika í þeim efnum. Til dæmis gæti verið kostur að heimila að þessum munum verði ráð stafað beint til góðgerðarmála, en ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram í þeim efnum. Sem áhugamaður um 19. öldina hef ég ríkan skilning á því að skemmtilegur bragur er yfir því að starfa eftir rúmlega 200 ára regluverki á þessu sviði og slíkt fellur eflaust vel að þjóðmenningaráherslum nýrrar ríkis stjórnar. Þrátt fyrir það tel ég löngu tímabært að þetta regluverk verði fært nær nú- tímanum. Kollegum mínum í Kaupmannahöfn þótti það enda stórmerkilegt þegar þeir fréttu af því að gamla kansellíbréfið um meðferð á fundnu fé í Kaupmannahöfn frá 1767 væri enn í fullu gildi á Íslandi. Þeir fengu nýjar reglur fyrir löngu. Opið bréf (frá kansellíinu) um meðferð á fundnu fé í kaupstöðum 1811 8. júní í opnu bréfi 28. september 1767, fyrir kaupmannahöfn, er ákveðið: að fundnir munir skulu geymdir á skrifstofu lögreglustjóra, og skuli þar bókað, hver fundið hafi hvern hlut og hvar, og það auglýst í blaði og með uppfestri skrifaðri auglýsingu; að þegar eigandinn gefur sig fram og fær hið fundna afhent á skrifstofu lögreglustjóra, skuli hann greiða dálitla þóknun í fundarlaun, eftir verði hlutarins, atvikum og úrskurði lögreglustjóra og auk þess kostnað við birtingu í blaði; og loks að, ef eigandinn kemur eigi innan árs og dags, skuli selja hið fundna handa lögreglusjóðnum, og finnandi þá fá þriðjung þess í fundarlaun. en með allrahæst- um úrskurði, 5. júní síðastl., hefir Hans Hátign allramildilegast ákveðið, að fyrirmælin í ofannefndu opnu bréfi, 28. september 1767, skulu eftirleiðis einnig ná til allra annarra kaupstaða í báðum ríkjunum, þó svo, að í þeim kaupstöðum, þar sem engin blöð koma út, skal hinum fundnu munum lýst með uppfestum auglýsingum og bumbuslætti. smelltu til að heimsækja vefsíðu Opið bréf kansellísins um fundið fé í sveitum 1812 5. desember (Ákveðið, að ákvæðin í opnu bréfi 8. júní 1811 skulu einnig gilda í sveitum í „báðum ríkjun- um, þó svo, að fundi skal lýst af prédikunarstóli og með uppfestum auglýsingum“.) smelltu til að heimsækja vefsíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.