Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 71

Kjarninn - 07.11.2013, Blaðsíða 71
01/01 kjarninn tíska A llir haustsins litir, form og fegurð fylla vitin. Það andar köldum vetri en mildum og það ber að klæða sig eftir veðri. Haust- og vetrartískan fyrir dömur ber keim af þessu. Vindur og væta í hári. Krullað, skipt til hliðar eða í miðju. Sleikt aftur, slétt, úfið, lágt eða hátt tagl. Fléttur, fjölbreytni og pönk. Frjálslegt hár og þykkar augabrúnir, mött húð og stundum föl. Máð gleði gærkvöldsins undir augum og nývöknuð náttúruleg fegurð. Roði í kinnum þeirra sem kæra sig um. Er kvöldar vottar fyrir fjólubláum eða rauðum gljáa í augnumgjörð, svartri áherslu eða ýktum augnlínum í anda sjöunda áratugarins. Varirnar eru oftar en ekki litlausar en tómatrauður kyssir einstaka varir og þekur neglur. Almennt mildur augnsvipur, bros og þokki birtir upp skammdegið. Í myndbandi sem fylgir auglýsingaherferð Rag & Bone, haust/vetur 2013, kemst hin hversdags lega fegurð einstaklega vel til skila. Það er franska leikkonan Léa Seydoux (La vie d’Adele) sem prýðir það með látlausri og ein- lægri fegurð ásamt einstökum sjarma. Mikilvægt er að líða vel í því sem maður klæðist. Það er því tilvalið að sækja sér inn- blástur í það sem sést á tískusýningum, í auglýsingaherferðum og kvikmyndum og það sem ber fyrir augu í nánasta umhverfi hverju sinni. Laga það svo að eigin stíl og smekk svo vellíðun fylgi. Útrás fyrir sköpunargleði og út- sjónarsemi skilar sér í áhugaverðum samsetn- ingum og útliti. Fjölbreytni gerir allt svo miklu líflegra og skemmtilegra. Það andar köldum vetri en mildum tíska Kristín Pétursdóttir Deildu með umheiminum smelltu til að skoða kynningar- myndband Rag & Bone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.