Kjarninn - 07.11.2013, Side 71

Kjarninn - 07.11.2013, Side 71
01/01 kjarninn tíska A llir haustsins litir, form og fegurð fylla vitin. Það andar köldum vetri en mildum og það ber að klæða sig eftir veðri. Haust- og vetrartískan fyrir dömur ber keim af þessu. Vindur og væta í hári. Krullað, skipt til hliðar eða í miðju. Sleikt aftur, slétt, úfið, lágt eða hátt tagl. Fléttur, fjölbreytni og pönk. Frjálslegt hár og þykkar augabrúnir, mött húð og stundum föl. Máð gleði gærkvöldsins undir augum og nývöknuð náttúruleg fegurð. Roði í kinnum þeirra sem kæra sig um. Er kvöldar vottar fyrir fjólubláum eða rauðum gljáa í augnumgjörð, svartri áherslu eða ýktum augnlínum í anda sjöunda áratugarins. Varirnar eru oftar en ekki litlausar en tómatrauður kyssir einstaka varir og þekur neglur. Almennt mildur augnsvipur, bros og þokki birtir upp skammdegið. Í myndbandi sem fylgir auglýsingaherferð Rag & Bone, haust/vetur 2013, kemst hin hversdags lega fegurð einstaklega vel til skila. Það er franska leikkonan Léa Seydoux (La vie d’Adele) sem prýðir það með látlausri og ein- lægri fegurð ásamt einstökum sjarma. Mikilvægt er að líða vel í því sem maður klæðist. Það er því tilvalið að sækja sér inn- blástur í það sem sést á tískusýningum, í auglýsingaherferðum og kvikmyndum og það sem ber fyrir augu í nánasta umhverfi hverju sinni. Laga það svo að eigin stíl og smekk svo vellíðun fylgi. Útrás fyrir sköpunargleði og út- sjónarsemi skilar sér í áhugaverðum samsetn- ingum og útliti. Fjölbreytni gerir allt svo miklu líflegra og skemmtilegra. Það andar köldum vetri en mildum tíska Kristín Pétursdóttir Deildu með umheiminum smelltu til að skoða kynningar- myndband Rag & Bone

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.