Kjarninn - 07.11.2013, Síða 78

Kjarninn - 07.11.2013, Síða 78
02/04 kjarninn dómsmál L andssamtök lífeyrissjóða segja að rétt hafi verið að semja við slitastjórn Landsbankans um uppgjör á afleiðusamningum um gjaldmiðla og vexti, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar frá 17. október síðastliðnum. Eins og greint var frá í Kjarnanum í síðustu viku féll dómur í Hæstarétti í máli LBI hf., fallna Landsbankans, og Norvik hf. á þann veg að Norvik þurfti ekki að greiða LBI 2,4 milljarða króna vegna gjaldmiðla og vaxtasamninga sem félagið var með við LBI. Í dómnum kom fram að tilkynningu sem LBI sendi þeim sem voru með gjaldmiðla- og vaxta- samninga 16. október 2008, þar á meðal lífeyrissjóðum, hefði mátt skilja á þann veg að þeir lögaðilar sem hefðu verið með gjaldmiðla- og vaxtasamninga við LBI hefðu ekki þurft að greiða hinum fallna banka neitt, þar sem tilkynningin hefði verið þannig úr garði gerð að í henni hefði falist að afleiðu- samningunum væri rift einhliða. Afdrifarík tilkynning Í tilkynningunni frá LBI sagði orðrétt: „Í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins dags. 13. október 2008 liggja réttindi og skyldur vegna afleiðusamninga áfram hjá Landsbanka Íslands hf. Að óbreyttu liggur fyrir að um- ræddum afleiðusamningum verður lokað. Í því felst m.a. að sjóð streymis- og gengisvarnir á lána- og eignasöfnum viðskiptavina falla niður. Í kjölfarið munu afleiðustöður í hagnaði mynda kröfu viðskiptavinar á Landsbanka ís- lands hf. en tapsstöður mynda kröfu Landsbanka íslands hf. á viðskiptavini. Leitast verður við að samræma aðgerðir viðskiptabankanna til að tryggja að allir viðskiptavinir njóti sömu málsmeðferðar. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á afleidur@landsbanki.is.“ Í dómi Hæstaréttar frá 17. október eru þessi orð í tilkynn- ingunni gerð að umtalsefni sem grundvallaratriði í málinu og er sérstaklega tekið fram að þessi „tilkynning áfrýjanda 16. október 2008 […] var einhliða yfirlýsing af hans hálfu og skuldbindandi fyrir hann. Fjölmargir viðskiptamenn hans sem gert höfðu afleiðusamninga fengu sömu tilkynningu […] Dómsmál Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.