Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 65

Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 65
03/05 piStill vegar fullhöggvin, auk þess sem farmönnunum bar saman um að hún hefði verið afar stór og af miklum gæðum, svo að enginn efaðist um verðmæti steinsins. Eðli peningakerfisins samkvæmt varð því hálfgert aukaatriði í augum Jap-fólksins hvort grjótið sjálft væri statt í túnfæti fjölskyldunnar eða hundruð metra undir sjávarmáli, og því var fjölskyldan vellauðug í augum landa sinna! ættbálkar sektaðir Þegar Þjóðverjar, sem fóru með stjórn ríkisins um hríð, hugðust skikka íbúa Jap til að lagfæra vegakerfi eyjarinnar undir lok 19. aldar ákváðu þeir að leggja sekt á þá ættbálka sem ekki hlýddu. Sektin fól í sér upptöku á grjótmyntunum, en hún fór þannig fram að útsendarar þýska ríkisins ferðuð- ust um eyjuna og máluðu svartan kross á steinana. Jap-fólkið, sem leit svo á að það hefði þar með glatað stórum hluta auð- æva sinna þótt myntirnar stæðu ósnertar að öðru leyti, beið þá ekki boðanna og lagfærði hvern einasta spotta eyjarinnar – en að verkinu loknu afhentu þýsk stjórnvöld myntirnar aftur með því einu að þrífa krossana af. Þetta hljómar ef till vill fáránlega, en þegar betur er að gáð er hagsaga Vesturlanda uppfull af sambærilegum dæmum. Fljótlega eftir Kreppuna miklu höfðu frönsk peningamála yfirvöld til dæmis áhyggjur af því að bandaríski seðlabankinn myndi taka gjaldmiðil sinn, dalinn, af gullfæti, og fóru fram á að öllum eignum þeirra í Bandaríkjadal yrði skipt í gull. Bandaríska seðlabankanum var ljúft og skylt að verða við bóninni og lét Frakklandsbanka stóran hluta af gullforða sínum í té. Gjörningurinn hafði mikil áhrif á fjármálamarkaði um allan heim; bandaríski seðlabankinn hafði jú glatað stórum hluta gullforðans til Frakka, og því var Bandaríkjadalur veik- ari en franski frankinn sterkari fyrir vikið. Það var jafnvel litið á höggið á gullforða Bandaríkjamanna sem meiriháttar ógn við fjármálastöðugleika, en það er jafnan talið sem ein orsök þess að áhlaup var gert á fjölda bandarískra banka árið 1933.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.