Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 15

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 15
Stefnir] Frá öðrum löndum. 205 að sitja á. En nú var heimtað, að . skilrúm þetta væri tekið í burt, af því að það væri »nýjung«, sem ekki mætti leyfa. Gyðingar þverskþjl- uðust við að taka skilrúmið, en þá ruddist hópur lögreglumanna, með- an á bænasamkomu stóð, inn á svæðið, og tók skilrúmið burt með valdi. Arabar reyndu líka aðgeraGyð- ingum allskonar ónæði. Þeir höfð- ust við upp á Grátmúrnum, vörp- uðu niður grjóti og létu öllum ill- um látum. Þeir létu hefja steinsmíði meðan á samkomum stóð og gerðu allt til þess að trufla Gyðinga. Óeirðirnar. Um miðjan ágústmánuð síðastl. hófust svo rósturnar fyrir alvöru. Þann dag fengu nokkrir Zionistar leyfi til þess að halda samkomu við Grátmúrinn, með því skilyrði, að allt færi fram með stilling. En þegar þeir komu að múrnum, undu þeir upp fána; kyrjuðu hvatninga- ljóð og héldu æsingaræður. Daginn eftir kröfðust Arabar þess, að þeim væri leyft að halda mótmælafund, og var þeim leyft það, til þess að gera ekki upp á milli. Ekki sló í róstur, en magnað óveður var í lofti. 17. ág. sló í handalögmál milli Araba og Gyðinga og var einn maður drepinn af Gyðingum. Við jarðarförina létu Gyðingar svo dólgslega, að lögreglan varð að skerast í leikinn, og réðu Arabar af því, að lögreglan myndi vera sér hliðholl, og hófust allir á loft. Fóru nú Arabar að streyma inn í borg- ina í stór-hópum og örkuðu um göturnar með alvæpni. Svo var það allt í einu, að þeir ruddust inn i hús Gyðinga og brytjuðu niður fólkið. Snerust Gyðingar á móti en voru allstaðar ofurliði bornir. Eng- lendingar voru mjög fámennir og allt komst á tjá og tundnr. Blóð- baðið hófst nú víðar en í Jerúsal- em. Er einkum til þess tekið í Heb- ron, þar sem grafir Abahams og annar »forfeðra« eru. Þar fóru Arab- ar fram með svo ógurlegri grimmd, að engin orð fá lýst. Yfirvöldin skoruðu nú á Englend- inga, sem staddir voru í Jerúsalem, að gefa sig fram til aðstoðar lög- reglunni. Gáfu sig þá fram um 100 menn, og voru þar á meðal nokk- rir stúdentar, sem voru í sumarfríi. Þessir menn gengu íram með dæma- fárri hugprýði, en þeir voru of fáir til þess að geta komið á hvern vettvang. Lið var kallað frá Egipta- landi og var það fyrsta sent í flug- vélum og herskip skutu á land sjó- liði. Tók fyrir óeirðirnar allstaðar þar sem Englendingar komu að, en

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.